Færsluflokkur: Bloggar
23.11.2008 | 11:27
Skiljið börnin eftir heima!
Miðað við það hvað lögreglan virðist vera áköf í að beita piparúða á börn og unglinga sem eru á röngum stað á röngum tíma, vil ég biðja fólk sem ætlar að taka þátt í friðsömum mótmælum (eða mótmælum yfirleitt) að skilja börnin eftir heima.
Ekki vera með smábörn í barnavögnum, eða unglinga og gætið þess að fara ekki of nálægt lögreglunni.
Lögreglan virðist vera orðin mjög stressuð yfir fjölda mótmælenda, og það virðist sem að þeir sprauti piparúða á hvað sem fyrir verður, þ.m.t. börn og unglinga. Þetta á einnig við jafnvel þótt að viðkomandi börn og unglingar hafi ekki beint verið að áreita lögregluna heldur einungis verið á staðnum og lent of nálægt atburðarásinni.
Sjá nánar:
http://www.anna.is/weblog/2008/11/eg_get_ekki_se_augun_og_andlit.php
21.11.2008 | 20:44
Davíð Oddsson beitir sjokk þerapíu á íslendinga!
Davíð Oddsson er núna ásamt vinum sínum í Washington að beita svokallaðri sjokk-þerapíu (shock therapy) á íslensku þjóðina og íslenskt samfélag. Davíð er með öðrum orðum á meðvitaðan og yfirvegaðan hátt að láta okkur ganga í gegnum aukið sjokk vegna kreppunnar hvort sem hann orsakaði kreppuna sjálfur eða ekki.
Fyrsta sjokkið er búið sem var hrun bankanna og hækkun stýrivaxta en fleiri sjokk eru eftir. Næsta sjokk verður þegar krónunni verður fleytt og verðbólga og verðtrygging hækkar gífurlega og fjöldi fólks fer undir fátæktarmörk.
Eftir þetta seinna sjokk, mun fólk væntanlega fara út á götur og mótmæla eignamissi sínum. Líklega munu brjótast út óeirðir. Þá verður væntanlega kallað á herlið eða aðstoð erlendis frá - væntanlega frá vinum okkar í NATO - til þess að vernda íslensku ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn.
Hvernig þessari hernaðaríhlutun verður fylgt eftir er óljóst, en möglegt er að hreinsun fari fram í þjóðfélaginu og valdir þjóðfélagsþegnar verði fangelsaðir eða fluttir burt úr landi. Ef slíkt yrði gert er líklegt að þessi bloggsíða myndi leggjast af.
En til hvers ætti Davíð Oddsson og vinir hans í Washington að vilja gera eitthvað jafn dramatískt og þetta?
Jú, þessi aðferð hefur verið notuð oft áður og kallast hamfara kapítalismi eða disaster capitalism. Ísland er mjög spennandi viðfangsefni fyrir frjálshyggjukapítalistanna vegna þess að við erum fyrsta Norðurlandaþjóðin sem mun væntanlega fara í gegnum þetta ferli í boði Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins og Davíðs Oddssonar. Við vorum meira að segja einu sinni með háþróað velferðarkerfi sem nú er tilvalið að leggja niður.
Síðan eftir að þerapíunni er lokið, verður hægt að gefa erlendum stórfyrirtækjum það sem eftir er af Íslandi - þ.e.a.s. orkuauðlindir, vatnsauðlindir og hugsanlega olíu á Drekasvæðinu.
Öll mótmæli íbúa á Íslandi verða barin niður af hörku og beitt hervaldi með aðstoð NATO ef þörf krefur.
Þannig verður Ísland gert að krúnudjásni nýfrjálshyggjukapítalismans í anda Miltons Friedmans og Chicago skólans. Frjálshyggnasta land í heimi!
Nú segið þið náttúrulega að svona geti ekki gerst! Við skulum sjá hverju fram vindur! Lesið og horfið á myndbönd eftir Naomi Klein á YouTube eða lesið bókina The Shock Doctrine sem fæst í öllum bókabúðum og á Amazon.com !!!
21.11.2008 | 19:11
Fer helmingur þjóðarinnar undir fátæktarmörk?
Víða þar sem Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hefur komið að málum í löndum eins og Chile, Bólivíu og Rússlandi, hefur afskiptum sjóðsins lokið með því að verðbólga hefur orðið minni, en á sama tíma hefur helmingur almennings í þessum löndum farið undir fátæktarmörk.
Í Rússlandi töldu bandarísku hagfræðingarnir það "dæmi um einkaframtak" þegar örvæntingarfullar fjölskyldur fóru út á götur til að selja húsgögn heimilanna. Þeir sáu ekki örvæntingarsvipinn á andliti hins venjulega manns.
Ég er því dálítið hrædd um að það sama kunni að gerast hér, þ.e.a.s. að það náist á endanum að hemja verðbólguna, en að þá standi ansi lítið eftir af persónulegum eignum fólks.
Annars hefur stundum verið sagt að byltingar eigi sér ekki stað fyrr en borgarastéttin neyðist til að selja borðstofuhúsgögnin. Í löndum eins og Bólivíu og Chile beittu stjórnvöld hins vegar hervaldi og pyntingum gegn almennum borgurum sem voru að mótmæla eignamissi. Fróðlegt verður að vita hvað gerist hér á landi, vegna þess að á Íslandi er jú enginn her nema ef vera skyldi Víkingasveitin.
![]() |
Hætti að greiða af lánum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 08:28
Var íslenska útrásin fjármögnuð af Rússum?
Danska blaðamenn grunar að íslenska útrásin og stærstu íslensku fyrirtækin og bankarnir hafi í raun verið fjármögnuð með rússnesku fjármagni. Við höfum lengi vitað um tengsl Björgólfsfeðga við Rússland, en núna bendir ýmislegt til þess að þau tengsl séu mun víðtækari en haldið var í íslensku viðskiptalífi. Þannig séu fleiri íslensk fyrirtæki tengd fjármögnun frá Rússum.
Er þetta kannski málið? Var verið að nota Ísland sem peningaþvottastöð fyrir Rússa? Er Geir Haarde að reyna að fela tengslin við rússnesku mafíuna? Var Ísland notað sem skiptistöð til þess að koma rússnesku fjármagni til Evrópu eftir að ekki var hægt að koma fjármagni lengur í gegnum Möltu?
Til þess að komast að þessu þarf óháða erlenda rannsóknaraðila og ríkisstjórnin þarf einfaldlega að víkja.
Það er eitthvað mjög gruggugt á bak við þetta útrásarævintýri alltsaman og eins gott að sannleikurinn komist á endanum fram í dagsljósið.
19.11.2008 | 23:57
Gjaldið keisaranum það sem keisarans er - varist hið veraldlega vald
Hið veraldlega vald er í senn skapandi og tortímandi. Það skapar þjóðríki og stuðlar að athöfnum manna en tortímir um leið. Andlit valdsins er í senn töfrandi og ægilegt. Þetta tvíeðli útskýrir afhverju sumir menn verða fangar valdsins, afhverju þeir ánetjast því og geta ekki verið án þess jafnvel þótt á endanum tortími valdið þeim sjálfum. E.t.v. má segja að Davíð Oddsson sé einn af þessum mönnum og að mínu mati er hann orðinn mjög illa haldinn af slíkri valdafíkn á sama hátt eins og Saruman í Hringadróttinssögu.
Hið veraldlega vald er eitt af máttarvöldum þessarar veraldar. Við Íslendingar höfum oft verið ofurseld valdi, bæði erlendu og innlendu, og segja má að við kunnum almennt ekki að umgangast vald. Þessi fáviska okkar hefur nú orðið okkur dýrkeypt.
Valdið spillir þeim sem með valdið fer, og fylgifiskur valdsins er grimmdin. Eftir því sem menn fá meiri völd, því meiri hætta er á því að þeir beiti valdi sínu af grimmd. Dæmi um þetta er þegar Truman bandaríkjaforseti lét falla kjarnorkusprengjur á Hiroshima og Nagasaki. Það var ólýsanleg grimmd.
En sem betur fer eru til önnur og varanlegri verðmæti en þau sem eru ofurseld hinu veraldlega valdi. Þau verðmæti eru fólgin í trúarbrögðum, bæn og andlegri iðkun. Með bæninni ræktum við persónuleg tengsl við Guð og hið heilaga í veröldinni, og smám saman með andlegri iðkun náum við að verða óháðari þeim grimma og oft ótrygga heimi sem er allt í kringum okkur. Gleði okkar og hamingja verður varanleg og óháð ytri aðstæðum. Bæn og andleg iðkun er þannig eins konar læknandi máttur gegn neikvæðum áhrifum hins veraldlega valds.
Því hið raunverulega hlutskipti mannsins er ekki að búa við öryggi, örugga vinnu, öruggt húsaskjól, örugga framtíð, - allt slíkt er blekking. Hlutskipti mannsins er að búa við óöryggi, missa og týna, jafnvel föðurlandi sínu, atvinnu og fjölskyldu en sjálfan tilgang og merkingu lífsins, sjálft innihald lífsins mun enginn veraldlegur máttur, ekkert vald geta tekið frá okkur, jafnvel þótt að allur alheimurinn myndi hrynja strax á morgun. Enginn veraldlegur máttur, ekkert vald, fær aðskilið okkur frá eilífum kærleika Guðs.
Þannig er það að með því að þjóna öðrum, og ástunda þolinmóðan kærleika í veröldinni, - með því að vinna hið góða verk og flytja góðar fréttir vinnum við smám saman bug á hinu illa og spillingu valdsins. Af því að gleðin, umhyggjan, kímnin og hamingjan er þegar upp er staðið miklu sterkari en allt annað sem á jörðinni er. Lykilorðið hér er: þjónusta.
Þannig getur stór skriðdreki beygt sig fyrir litlu blómi og öll veröldin brosað í augum lítils barns. Einungis með því að þjóna bræðrum okkar og systrum getum við notað valdið á skapandi hátt án þess að verða valdinu sjálfu að bráð. Því valdið stenst allt, nema sannan kærleika.
May the force be with you! (Obi wan Kenobi)
Bloggar | Breytt 20.11.2008 kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2008 | 08:50
Íslenska flísbyltingin!
Jörðin titrar undir járnhælum þúsunda manna - í loftinu hangir reykmökkur og sót - öskur í fjarska - grænbláir skriðdrekar á regnvotum götum Reykjavíkur...andspænis þeim stendur eitt barn.
Hún hangir í loftinu - íslenska byltingin! Það eru mikil tíðindi í vændum. Þúsundir og þúsundir manna safnast saman og standa í þögn. Blómið er gróðursett fyrir framan skriðdreka ríkisstjórnarinnar. Eitt barn stendur andspænis heilum her. En barnið sigrar.
Ástandið minnir á það sem ríkti fyrir rússnesku byltinguna árið 1917:
Hlustum á skáldið Alexander Blok:
HINIR TÓLF
Sótsvört dögun
Snjóhvít jörð
Stormvindur! Stormvindur!
Fólk sem fýkur hingað og þangað.
Stormvindur geysar, stormvindur
um veröld víða...
Þannig hefst eitt mesta byltingarkvæði sem nokkru sinni hefur verið skrifað.
Og nú geysar stormvindurinn á Íslandi...við sem höfum verið undir járnhælnum krefjumst nú frelsis,
þess frelsis sem við erum fædd til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2008 | 08:08
Hverjir segja næst af sér?
Núna eru allir komnir í hár saman og það er ennþá ljósara en áður að allt fjármálaeftirlit og eftirlit af hálfu Seðlabanka og ríkisstjórnar hefur verið í algjörum molum.
Spurningin vaknar, hverjir segja næst af sér! Ræða Davíðs bendir til þess að hann geti verið á förum, aðrir segja að Ingibjörg Sólrún fari fyrst og sé núna komin á flótta.
Er ekki einfaldlega kominn tími til að boða til kosninga. Þetta lið sem stjórnar okkur núna þekkir greinilega ekki muninn á réttu og röngu. Það er bara að reyna að bjarga sjálfu sér.
Það hefur lengi skort siðferðislegan þroska og menntun meðal íslensku þjóðarinnar og endurspeglast þessi siðferðisskortur í þeim leiðtogum sem valdir hafa verið til forystu einkum innan Sjálfstæðisflokksins. Sumir ganga jafnvel svo langt að kalla þetta hreina siðblindu sem líkist því sem ríkti í Rússlandi á dögum sovéska kommúnistaflokksins.
Við þurfum ekki fleiri lögfræðinga, eða eðalbláa Inspectora Scholae, - við þurfum víðsýnt fólk í ríkisstjórn og í Seðlabanka og fjármálaeftirlit. Fólk sem hugsar eins og heimspekingar en kann að tefla real pólitíska skák.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 10:37
Skortur á hugrekki annarra fer í taugarnar á Davíð
Davíð Oddsson er svipmikill og vanur að segja það sem hann meinar umbúðalaust. Hvað sem mönnum finnst um Davíð, hvort sem menn þola hann eða ekki, - þá er hann Davíð ekki huglaus.
En hugleysi annarra fer í taugarnar á Davíð og ég skil hann vel. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt að vera umkringdur fólki sem þorir ekki að segja annað en "Já" , "amen" og "skal gert". Jafnvel þótt að maður sjálfur sé "dálítið ákveðinn og gefinn fyrir að stjórna."
Stjórnmálamenn og seðlabankastjórar þurfa fyrst og fremst á því að halda að fólk þori að segja þeim sannleikann. Þeir þurfa ekki á þjónkun annarra að halda. Þeir þurfa á fólki að halda sem þorir að standa upp og berja í borðið á móti þeim. Vinur er sá sem til vamms segir.
Ráðgjafar sem smjaðra og ljúga eru verri en engir ráðgjafar. Kannski ættu Sjálfstæðismenn að fá sér ráðgjafa úr röðum Vinstri Grænna til þess að fá að heyra sannleikann umbúðalaust eða a.m.k. til þess að fá að heyra aðra skoðun á málunum. Vinstri grænir hafa svosem ekki legið á skoðunum sínum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu mátt hlusta af athygli á Steingrím J. Þá værum við kannski ekki í þeirri stöðu sem við erum í í dag.
Hugrekki er einn mikilvægasti eiginleiki stjórnmálamanns en ég held að Davíð sé búinn að fá nóg af öllu þessu "já - liði" sem eru hvort eð er eintómar gungur. Hann er greinilega líka búinn að fá nóg af heigulshætti í viðskiptalífinu og í stjórnmálunum almennt. En hvar finnur Davíð hugrakka stjórnmálamenn??? Ekki finnur hann þá í eigin flokki!
Ég er persónulega ekki hrædd við Davíð. Hann er bara mannlegur eins og hver annar. Það þarf hugrekki til þess að lifa og maður þarf einfaldlega að vera tilbúinn til að þjást sjálfur fyrir hugsjónir sínar til að geta lifað af hugrekki og með fullri sæmd.
Í Vinstri Grænum er fullt af mjög hugrökkum stjórnmálamönnum eins og t.d. Steingrími, Katrínu, Kolbrúnu og Atla Gísla. Það þarf einfaldlega svo mikið hugrekki til þess að berjast fyrir hugsjónum VG að þeir sem ekki hafa ómælt hugrekki myndu aldrei þora að berjast þannig á móti ríkjandi valdhöfum. Allir þingmenn VG hafa staðið í eldlínunni og hlotið sína eldskírn.
Það er því ljóst að:
Fortíðin er Sjálfstæðisflokksins - Framtíðin er Vinstri Grænna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
17.11.2008 | 19:51
Set allt mitt traust á Seðlabankann - The Central Bank of Iceland
Nú er ég búin að senda upplýsingar erlendis og nú verður spennandi að vita hvort að greiðslan frá Bretlandi skilar sér fyrst til Seðlabankans og síðan vonandi inn á minn eigin reikning :-)
Bretinn spurði reyndar hvort að ég væri alveg viss um að ég vildi fá greitt inn í íslenska Seðlabankann?? Ég reyndi að standa vörð um íslenska bankakerfið, var kokhraust og sagði að það væri alveg hægt að treysta íslenska Seðlabankanum.( ...so help me God!)
Hinn breski verkkaupi virtist ekki alveg sannfærður, en þegar ég lofaði að rukka hann ekki aftur um sömu greiðsluna, sagðist hann myndu reyna að borga mér skv. þeim leiðbeiningum sem ég hafði sent honum.
Þannig að núna set ég allt mitt traust á Seðlabanka Íslands, - miserere nobis!
Bænirnar mínar til Guðs eru reyndar dálítið fjárhagslegar þessa dagana!
Kæri Guð faðir minn,
Miskunna okkur fávísum þrátt fyrir okkar fjárhagslegu syndir, og lát verðbólguna ekki fara yfir 20% á næstu mánuðum. Fyrirgef oss ó Guð, og mundu að þótt margir séu syndugir, þá eru líka réttlátir innanum eins og t.d. blessuð börnin, og gamla fólkið. Miserere nobis in die illa tremenda, cum veneris judicare seculum per ignem. Lát ekki rigna yfir okkur víxlum og kröfum, né heldur eldi eða brennisteini (það gæti komið eldgos ofan á allt annað!).
Gef oss vort daglegt brauð og lát okkur ekki svelta, hungra og þyrsta nema þá ef væri eftir réttlætinu - því réttlæti sem fær stjórnmálamenn til að iðrast og segja af sér. Því að allt vald er þér gefið á himni og jörðu, þú býrð til bankaveldi og steypir þeim einnig í glötun. Fyrirgef þeim samt af því að þeir vita ekki hvað þeir voru að gera! Og vita það ekki enn!! Miserere nobis.
Amen
Í alvöru, það er kannski full ástæða að setjast niður og biðja bænirnar sínar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2008 | 08:01
Greiðsluflæði og annað flæði
Þarf að fara að leggja vinnu í það að ræða við viðskiptabanka og seðlabanka varðandi það hvernig ég eigi að koma peningum inn í landið. Og hvaða útskýringar ég eigi að senda út til viðskiptaaðila minna. Spurning hvort að þeir nenna að borga mér.
Sé ekki að þessum gjaldeyrishöftum verði létt í bráð. Alveg fáránlegt að smáupphæðir þurfi einnig að fara í gegnum Seðlabankann. En nóg um það, maður verður víst bara að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og bretta upp ermarnar.
National Bank of Iceland, here I come!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)