Færsluflokkur: Bloggar

Við eigum EKKI öll hlutdeild í sökinni!!!

bushdabbiSjálfstæðismenn halda núna uppi þeim áróðri að allir séu jafn sekir. Gamla fólkið á Hrafnistu sem missti hluta af sparifénu sínu á að vera jafn sekt og forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem haldið hafa um stjórnartaumana undanfarin 17 ár.

Vinstri grænir sem öskrað hafa sig hása með mótmælum undanfarin 17 ár eiga núna bara ekkert að hafa mótmælt. Við Vinstri græn sem höfum alltaf verið ásökuð fyrir að vera á móti öllu eigum núna allt í einu að hafa tekið þátt í sukkinu.  NEI EKKI VIÐ!

VIÐ TÓKUM EKKI ÞÁTT Í ÞESSU SUKKI! VIÐ KUSUM EKKI ÞESSA MENN! VIÐ VORUM Á MÓTI KÁRAHNJÚKUM, VIÐ VORUM Á MÓTI EINKAVÆÐINGU BANKAKERFISINS, VIÐ VORUM Á MÓTI MISSKIPTINGUNNI Í ÞJÓÐFÉLAGINU. VIÐ ÖSKRUÐUM OKKUR HÁS!!!

ÉG MISSTI MEIRA AÐ SEGJA VINNUNA AF ÞVÍ AÐ ÉG MÓTMÆLTI SVO MIKIÐ AÐ ÞORGERÐUR KATRÍN VILDI EKKI LENGUR HAFA MIG SEM STARFSMANN SEM HEYRÐI UNDIR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ !!!!

Ég frábið mér þegar sjálfstæðismenn og flokksdindlar þeirra segja að við höfum öll tekið þátt í þessum ljóta leik. 

ÉG OG MÖRG FLEIRI VORUM LÖGÐ Í EINELTI AF HÁLFU SJÁLFSTÆÐISMANNA MEÐAN Á ÞESSU SUKKI STÓÐ!!!  VIÐ NUTUM EINSKIS OG NJÓTUM AÐEINS SKULDANNA NÚNA.

VÉR MÓTMÆLUM ÞVÍ ÖLL Í NAFNI ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR!!!!


Fjármálaeftirlitið í höndum Sjálfstæðismanna allan tímann

Jónas Friðrik Jónsson, forstjóri fjármálaeftirlitsins, er sannfærðasti frjálshyggju-sjálfstæðismaður sem ég hef nokkru sinni kynnst. Ég var að vinna með honum eitt sumar og allan tímann talaði hann um Sjálfstæðisflokkinn, frjálshyggjuna, og hvað þetta væri allt æðislegt sem flokkurinn væri að gera.

Sjálfstæðismenn settu semsagt sinn sannfærðasta mann sem forstjóra yfir Fjármálaeftirlitið, mann sem er þeirrar skoðunar að eftirlit og ríkisafskipti eigi að vera sem allra minnst. Sniðugt. Enda virðist Jónas Friðrik ekkert hafa haft mikið eftirlit með bönkunum.

Jónas Friðrik hélt því t.d. fram að ég yrði að fara í Versló eða M.R. Hann taldi að með því að fara í M.H. væri ég að tefla pólitískri framtíð minni í tvísýnu af því að þar væru bara ólukkans kommúnistar. Svona malaði hann allt sumarið og flokkaði menn og fyrirbæri niður eftir því hvort um sjálfstæðismenn væri að ræða eða einhverja aðra.

Jónas Friðrik var í SUS og sóttist þar eftir formannsembætti en tapaði formannsslagnum. Hann nýtur verndar Sjálfstæðisflokksins enda sér hann ekki mikla ástæðu til þess að ræða við fjölmiðla í dag

Valdaklíkan sem stjórnar Íslandi sér um sína.


Yes prime minister - The Icelandic Bank affair continues!

1814435667_c6a300d6bcThe following episode takes place in Downingstreet 10, London:

Brown:  What´s that strange smell!

Secretary: That is a reconciliatory gift from the icelandic prime minister Mr. Haarde, consisting of fermented shark and an icelandic vodka called Black Death!  The shark is being examined by the forensic department before you can taste it.

Brown:  Are the icelanders trying to increase my indigestion.  What next?

Secretary: The Chinese are getting interested in the Icelandic Bank affair!  The sent a fax asking whether you could sell them some pure refreshing icelandic water supplies.

Brown:  Why are they asking me??? I´m not in charge of the icelandic water supplies?

Secretary:  But the Chinese officials said that they thought that you were in charge of the situation? After all the 300.000 population of Icelanders is almost negligible compared to Chinese standards. In fact the Chinese have offered to accept all Icelanders into one apartment building in Beijing. It might be a bit crowded, but it´s a normal chinese situation. In return they want the icelandic water supplies.

Brown: What about the Americans?

Secretary: The Americans do not want Iceland at all - they have enough problems as it is! Besides they have already leased a part of Iceland to aluminium corporations.

Brown: What about the other Scandinavian countries?

Secretary: The Norwegians are talking a lot about some king called Harold the Fair - Haired and that they do not want the Icelanders back into Norway since they did so much damage there last time. The Norwegians are suggesting we send the icelandic population as a destructive weapon to Afghanistan.

Brown:  Why Afghanistan?

Secretary: Because the icelanders spend and squander all wealth that they encounter and they would quickly destroy all the funding of the Talibans. No funding - no problem. In fact the Icelanders are probably the most financially hazardous people on Earth.

Brown:  What about space?

Secretary: Space, sir?

Brown:  The Americans have been planning sending people to Mars for decades, - why can´t they just plant the Icelanders there?  The Icelanders could have the whole Red Planet to themselves!

Secretary: Are you serious, sir? Do you want me to contact NASA?

Brown: Oh, I don´t know.  This smell makes me sick! Report back to me in the morning!

Secretary: Very well sir.

 

 

 

 

 

 


Meira en 30.000 Þjóðverjar, Hollendingar og Gordon Brown skipta um stjórnvöld á Íslandi?

gordon-brown-404_667800cÞað hlustar enginn á íslenskan almenning þessa dagana frekar en svo oft áður. Það er búið að traðka á og ljúga svo oft að venjulegu íslensku fólki að fólk er bara vant því og kvartar bara heima við eldhúsborðið eða á kaffistofunni í vinnunni. Það maldar bara í móinn en gerir ekki neitt.  Þetta vita íslenskir stjórnmálamenn.

En núna eru meira en 30.000 þjóðverjar, hollendingar og Gordon Brown komnir í málið. Það er orðið talsvert líklegt að erlendir eigendur ICESAVE reikninga muni krefjast þess að ný stjórnvöld taki við á Íslandi áður en langt um líður.  Það gætu meira að segja komið hingað 30.000 reiðir þjóðverjar og hreinlega hreinsað út úr stjórnarráðinu. Marx hélt því alltaf fram að byltingin myndi gerast fyrst í Þýskalandi og núna er það orðin spurning hvort að þýska "öreigabyltingin" verður ekki bara á fyrst Íslandi?

Síðan eru ýmsir farnir að velta fyrir sér enskukunnáttu ráðamanna.  Kann Árni Matt ensku?  En Björgvin og Solla????  Gleymdu þau að drekka te með Gordon Brown???? Og kann eitthvert þeirra þýsku eða þá hollensku ?????

Munið þið eftir leiðtogafundinum á milli Reagans og Gorbachovs.  Það var sköllóttur kall með yfirvaraskegg sem elti alltaf Gorbachov.  Af hverju ???  Jú það var túlkurinn!

Ég sé fyrir mér atburðarásina í Downing stræti 10:

Secretary:  Sorry Mr. Brown - we have a scrambled message coming from Iceland. It´s completely unintelligible but our language experts are trying to decode it.  We even called in an olde norse professor from Oxford and he says that the Icelanders are talking about following the example of Egill Skallagrímsson and Gunnar at Hlíðarendi!

Brown: Gunnar who? 

Secretary:  And the icelandic president, Mr. Grimsson has offered the former NATO base to the Russians but I understand Mr. Putin is not interested in Iceland unless there is found oil inside the icelandic continental shelf. There has been a murmur from Washington, Bush exclaiming that Mr. Grimsson must be either potty (the actual word was loony) or a russian spy.

Brown: What about the money?

Secretary:  There is only the króna left and nobody wants it except the British Museum is hugely interested. In fact the British Museum is thinking about incorporating the entire country of Iceland into it´s subarctic department.  Might be a fantastic show. The entrance fee might help to pay the ICESAVE accounts.

Brown:  And what about the Germans?

Secretary:  They´re militant, absolutely militant. They´re talking about preventing the import of German beer to Iceland.

Brown: Oh those icelanders give me a headache.

Secretary:  I´ll keep you briefed prime minister.  The situation is constantly evolving or should I say devolving. At least Iceland is not a nuclear power.  That´s a consolation though!

 


Íslensk kjötsúpa og þjóðlegar servíettur

lopapeysaBauð vinafólki í íslenska kjötsúpu með lífrænt ræktuðu lambakjöti og servíetturnar á borðinu voru í þjóðlegum lopapeysustíl.  Það er þó alla vegana til nóg að borða og ennþá búum við ekki í tjöldum og það eru allavegana ekki sveitir vopnaðra vígamanna eins og í Sómalíu eða Kongó sem ganga hér um göturnar. Semsagt ástandið gæti verið verra.

Það er eins gott að telja upp það jákvæða við Ísland.  Á þeim lista gæti verið:

Hangikjöt, Lambakjöt, uppstúf, grænar baunir, sundlaugarnar, fjöllin og náttúran, opal, konfekt frá Nóa-Síríus, malt og appelsín, flatkökur, svið, slátur og þorramatur, skemmtilegt fólk, Jón Leifs, Hamrahlíðarkórinn, Synfóníuhljómsveit Íslands, Vox Academica, Kirkjukór Selfoss, landsbyggðin, miðbær Reykjavíkur, jólin, áramótin, lopapeysur, prjónadót, ullarsokkar...og svona gæti ég haldið áfram endalaust og ekki má gleyma blessuðum dýrunum...íslenski hundurinn, fjósakötturinn, sauðkindin og íslenski kúastofninn...

Af hverju erum við alltaf að kvarta... Ísland er ennþá besta land í heimi SmileWinkLoLGrinSmile


Peningar inn - peningar út og hvað svo?

great_depression_photographHagfræðingar eru eins og allir vita ekki alltaf sammála.  Meðal annars er til hópur hagfræðinga sem telur að best væri að sleppa því að taka svona stórt erlent lán, og láta krónuna bara fljóta og taka fallið sem því mun fylgja.

Þessi hópur hagfræðinga óttast að ef við fáum risalán frá útlöndum til að styrkja krónuna, þá komi lánið inn í landið - svo þegar krónan er sett á flot - fari peningarnir aftur út úr landinu og það sem verst er - þeir telja að krónan muni samt sem áður halda áfram að falla.

Þannig að ef illa fer, þá sitjum við ennþá uppi með ónýta krónu en einnig rosalegar erlendar skuldir.  "Það er of mikil áhætta sem verið er að taka" sagði vel menntaður hagfræðingur.

Ég veit sveimér þá ekki lengur hvort hagfræðin telst til vísinda, en það fór um mig kaldur hrollur þegar ég uppgötvaði að það getur verið að allt þetta basl stjórnvalda dugi einfaldlega ekki til.


Þrískiptingu ríkisvaldsins á Íslandi er ábótavant!

parthenon-remains-athens

Mér hefur lengi fundist sem þrískiptingu ríkisvaldsins á Íslandi sé ábótavant. Einkum brá mér hastarlega þegar farið var að skipa sjálfstæðismenn pólitiskt sem hæstaréttardómara. Þar fannst mer að væri verið að brjóta reglur um þrískiptingu ríkisvaldsins.

Það er grundvallaratriði að dómsvaldið sé sem mest óháð framkvæmdavaldinu þannig að spilling skapist ekki.  Á þessu hefur orðið alvarlegur misbrestur hér á landi.

Ráðherraræði er líka alltof sterkt hér og Alþingi hefur verið niðurlægt.  Við þurfum því að hefja upp umræðu um grundvallarstoðir lýðræðisins og hvernig við getum tryggt betur þrískiptingu ríkisvaldsins samkvæmt Montesqueu, Locke, Berkeley og Hume.  Við þurfum að fara aftur í grunn lýðræðisins og spyrja þeirrar spurningar:

Búum við við raunverulegt lýðræði í dag?

 


Sjálfstæðismenn eru EKKI að fatta!

98212~Stupidity-Park-Elsewhere-PostersSjálfstæðismenn eru EKKI að fatta það að enginn vill þá lengur.  Íslenskur almenningur vill þá ekki lengur, þingmenn vilja þá ekki lengur og öll heimsbyggðin vill þá ekki lengur.  Það skyldi þó ekki vera að samskiptin við Breta og Hollendinga myndu batna eitthvað aðeins ef skipt yrði einfaldlega um forsætisráðherra?????  Þorir enginn að spyrja þessarar spurningar?

Fólk er að öskra sig hást úti í þjóðfélaginu:  Við viljum kosningar - öskrar almannarómur. En ég er hrædd um að stjórnmálamenn og embættismenn líti svo á að fólk sé fífl og þess vegna verði að stjórna með forræðishyggju að leiðarljósi.

En FÓLK ER EKKI FíFL!!!!   Það getur verið að við þurfum að endurvekja stefnumið Frönsku byltingarinnar, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Það var venjulegt fólk sem framkvæmdi frönsku byltinguna, ekki embættismenn.

Maðurinn er fæddur frjáls, en það eru allsstaðar lagðir á hann hlekkir.


Að finna sér stað í orðsins ranni

Er í kaupstaðarferð í höfuðborginni.  Sit við tölvuna við götu Ara fróða við hliðina á Árnagarði og hugsa til handritanna og Jóns Helgasonar skálds. Jón Helgason skrifaði kannski ekki mjög mörg kvæði en það sem hann skrifaði er með því besta sem skrifað hefur verið á íslenska tungu. Ég mun hugsa mikið um móðurmálið á næstunni þar sem ég er búin að skrá mig í námskeið í háskólanum eftir áramótin.  Um er að ræða námskeið sem eru á meistarastigi í íslensku og þýðingarfræði.

Kannski er þetta sjálfsbjargarviðleitni hjá mér að leita skjóls í heimi bókmennta og tungumálsins þegar jafn snarpir vindar næða um þjóðfélagið.  Leitar manneskjan ekki ósjálfrátt skjóls þegar fellibylur gengur yfir?  Mig grunar nú samt að sá fjárhagslegi fellibylur sem gengur nú yfir Ísland sé manngerður að mestu leyti og heimatilbúinn eins og íslenskar pönnukökur.  Bakaður í stjórnarráðinu og í bankastjórnunum.

En mér finnst svo gaman að skrifa og grúska. Josif Brodsky finnst mér miklu áhugaverðari en Seðlabankinn og Eyrbyggja mun kyngimagnaðri en fréttatímar sjónvarpsins.  Þannig að ég ætla að finna mér stað á milli rykugra veggja, hlusta á nið aldanna, heyra skrjáfið í fornum ritum, af því að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hörmungar og hallæri hafa skollið á á landi hér. Svo getur vel verið að ég umbreytist yfir í sjálfboðaliða hjá Rauða Krossinum með reglulegu millibili og reyni að aðstoða fólk eftir fremsta megni. Með því að hjálpast að munum við komast í gegnum þetta.


Um mismunun vegna tungumálakunnáttu

chagall-blue_house

Samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að mismuna fólki eftir tungumálakunnáttu.  Þetta þýðir að kalla þarf til túlk þegar verið er að ræða eða taka ákvarðanir í mikilvægum málum.  Eftir þessu er farið víðast hvar á Norðurlöndunum, en því miður virðist ekki alltaf vera farið eftir þessum reglum hér á Íslandi.

Þannig veit ég dæmi þess að túlkar hafa ekki verið kallaðir til þegar mjög mikilvæg mál er snertu heilsu eða eignarétt voru í gangi.  Oft gera Íslendingar bara ráð fyrir því að allir kunni ensku en svo er alls ekki. 

Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá útskýringar á sínu móðurmáli þegar verið er að ræða lagaleg atriði eða heilsufarsleg sem geta snert heill og framtíð þess einstaklings sem um er að ræða.

Það vantar einnig tilfinnanlega meiri þjónustu við innflytjendur, - lagalega, tungumálalega og tilfinningalega.  Oft skiptir bara miklu máli að eiga vin eða vinkonu sem hægt er að tala við. 

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt

sem dropi breytir veig heillrar skálar

þel getur snúist við atorð eitt

aðgát skal höfð í nærveru sálar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband