Skiljið börnin eftir heima!

Miðað við það hvað lögreglan virðist vera áköf í að beita piparúða á börn og unglinga sem eru á röngum stað á röngum tíma, vil ég biðja fólk sem ætlar að taka þátt í friðsömum mótmælum (eða mótmælum yfirleitt) að skilja börnin eftir heima.

Ekki vera með smábörn í barnavögnum, eða unglinga og gætið þess að fara ekki of nálægt lögreglunni.

Lögreglan virðist vera orðin mjög stressuð yfir fjölda mótmælenda, og það virðist sem að þeir sprauti piparúða á hvað sem fyrir verður, þ.m.t. börn og unglinga. Þetta á einnig við jafnvel þótt að viðkomandi börn og unglingar hafi ekki beint verið að áreita lögregluna heldur einungis verið á staðnum og lent of nálægt atburðarásinni.

Sjá nánar:

http://www.anna.is/weblog/2008/11/eg_get_ekki_se_augun_og_andlit.php

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Ein spurnig hvað var hún að gera í andyrinu til þangað berst enginn með straum þetta er vilji til að vera á vitlausum stað á vitlausum tíma.

Einar Þór Strand, 23.11.2008 kl. 12:17

2 identicon

Friðsöm mótmæli? Ertu ekki með öllum mjalla?

Síðan hvenær hefur það flokkast sem friðsöm mótmæli að brjóta rúður og berja á hurðum þartil þær gefa eftir?

Kristín (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Er ekki allt í lagi heima hjá þér? Hún var í fremstu línu við að BRJÓTAST inn á löggustöðina?????

Kreppa Alkadóttir., 23.11.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæra Kreppa Alkadóttir,

Þú þorir greinilega ekki að koma fram undir nafni!

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 23.11.2008 kl. 16:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband