Davíð Oddsson beitir sjokk þerapíu á íslendinga!

oddsson_bushDavíð Oddsson er núna ásamt vinum sínum í Washington að beita svokallaðri sjokk-þerapíu (shock therapy) á íslensku þjóðina og íslenskt samfélag. Davíð er með öðrum orðum á meðvitaðan og yfirvegaðan hátt að láta okkur ganga í gegnum aukið sjokk vegna kreppunnar hvort sem hann orsakaði kreppuna sjálfur eða ekki.

Fyrsta sjokkið er búið sem var hrun bankanna og hækkun stýrivaxta en fleiri sjokk eru eftir. Næsta sjokk verður þegar krónunni verður fleytt og verðbólga og verðtrygging hækkar gífurlega og fjöldi fólks fer undir fátæktarmörk.

Eftir þetta seinna sjokk, mun fólk væntanlega fara út á götur og mótmæla eignamissi sínum. Líklega munu brjótast út óeirðir.  Þá verður væntanlega kallað á herlið eða aðstoð erlendis frá - væntanlega frá vinum okkar í NATO - til þess að vernda íslensku ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn.

Hvernig þessari hernaðaríhlutun verður fylgt eftir er óljóst, en möglegt er að hreinsun fari fram í þjóðfélaginu og valdir þjóðfélagsþegnar verði fangelsaðir eða fluttir burt úr landi. Ef slíkt yrði gert er líklegt að þessi bloggsíða myndi leggjast af.

En til hvers ætti Davíð Oddsson og vinir hans í Washington að vilja gera eitthvað jafn dramatískt og þetta?

Jú, þessi aðferð hefur verið notuð oft áður og kallast hamfara kapítalismi eða disaster capitalism. Ísland er mjög spennandi viðfangsefni fyrir frjálshyggjukapítalistanna vegna þess að við erum fyrsta Norðurlandaþjóðin sem mun væntanlega fara í gegnum þetta ferli í boði Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins og Davíðs Oddssonar. Við vorum meira að segja einu sinni með háþróað velferðarkerfi sem nú er tilvalið að leggja niður.

Síðan eftir að þerapíunni er lokið, verður hægt að gefa erlendum stórfyrirtækjum það sem eftir er af Íslandi - þ.e.a.s. orkuauðlindir, vatnsauðlindir og hugsanlega olíu á Drekasvæðinu.

Öll mótmæli íbúa á Íslandi verða barin niður af hörku og beitt hervaldi með aðstoð NATO ef þörf krefur.

Þannig verður Ísland gert að krúnudjásni nýfrjálshyggjukapítalismans í anda Miltons Friedmans og Chicago skólans. Frjálshyggnasta land í heimi!

Nú segið þið náttúrulega að svona geti ekki gerst!  Við skulum sjá hverju fram vindur! Lesið og horfið á myndbönd eftir Naomi Klein á YouTube eða lesið bókina The Shock Doctrine sem fæst í öllum bókabúðum og á Amazon.com !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Vá! Þvílíkt ímyndunarafl. Þú ættir að gefa út bók.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Stríða

Sólveig vaknaðu! Er sjálf að ganga í gegnum það sem Ingibjörg spáir. Það sem Martin Niemoller skrifaði í Þýskalandi 1934 á við á Íslandi í dag:

"In Germany, they came first for the Communists, And I didn’t speak up because I wasn’t a Communist;
And then they came for the trade unionists, And I didn’t speak up because I wasn’t a trade unionist;
And then they came for the Jews, And I didn’t speak up because I wasn’t a Jew;
And then . . . they came for me . . . And by that time there was no one left to speak up."

Stríða, 21.11.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Thee

Þetta er ekki spádómur, miklu fremur bara lýsing á því sem er að gerast og mun gerast.

Thee, 21.11.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ingibjörg, þetta hljómar súrrealískt en ég fyrir mína parta er orðinn tilbúinn til að gera ALLT sem þarf til að breyta þessu. Þar á meðal þetta!

Ævar Rafn Kjartansson, 21.11.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þessum „mönnum“ er trúandi til alls. T.d. þessi frétt, sem ég rakst fyrir tilviljun á í fyrradag.  Ef satt er, þá eru engar leikregur lengur...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.11.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já svona er þetta. Grimmur veruleikinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Bara nokkuð raunsönn lýsing hjá þér ... því miður!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 05:55

8 Smámynd: Einar Indriðason

Því miður þá myndi ég 100% trúa Davíð Oddssyni fyrir einhverju svona plotti.  Því miður.

Hvað þarf til, til að geta farið að kalla hann landráðamann?  Quisling Íslands?

Einar Indriðason, 22.11.2008 kl. 10:56

9 identicon

Ég sem hélt að Íslendingar væru menntuð og upplýst þjóð. Svo les maður þetta rugl sem hér kemur fram og fyllist efasemdum.

Samsæriskenningar eru af sama meiði og trúarofstæki. Rökhugsun víkur fyrir fantasíu.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 12:17

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tek undir með greinarhöfundi og finnst þetta alls ekkert ólíkleg þróun hér á landi.. 

Óskar Þorkelsson, 22.11.2008 kl. 12:49

11 identicon

Ég kem hreint ofan af fjöllum.

Ég sem hélt Davíð ætti enga vini.

Vinir í Nató, vinir í Washington, vinir í Hvíta húsinu, og ég sem hélt að Vinirnir hefðu gufað upp og við sætum bara eftir með Óvinaþjóðir og lánsveitendur.

Er þetta  annars ekki gömul mynd?.

Agla (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband