Er Palin algjörlega bókstafstrúar?

palin_sarahSarah Palin, varaforsetaefni McCains, er kristinnar trúar.  Spurningin er hins vegar sú hvort að hún sé algjörlega bókstafstrúar.  Fyrir um tveimur árum síðan vildi hún láta kenna sköpunarsögu Biblíunnar og "intelligent design" eins og vísindalegan sannleika í skólum í Alaska.  Þarmeð er hún fylgjandi því að kenna bandarískum börnum að lifa í fáfræði varðandi vísindalegar kenningar um sköpun heimsins.  Þar með er ég ekki að segja að ekki megi kenna sköpunarsöguna, en ég tel að hana eigi að kenna fyrst og fremst sem táknræna sögu, frásögn, en ekki sem bókstaflega vísindaritgerð um tilurð heimsins.

Palin á að hafa leitað i Gamla Testamentið eftir fyrirmyndum varðandi það hvernig hún ætti að stjórna Alaska.  Einkum á hún að hafa lesið Esterarbók.  

Einnig hefur Palin látið hafa eftir sér ummæli eitthvað í þá veru að Bandaríkjamenn séu í stórvaldastefnu sinni, blóðsúthellingum og valdabrölti að vinna verk Guðs, - og að stríðið í Írak sé Guðs vilji og þar fram eftir nótunum.   Ef stríðið í Írak er Guðs vilji, þá er það einungis til þess að hraða komu dómsdags og kalla hörmungar opinberunarbókarinnar yfir mannkynið.  En það er kannski það sem Palin vill?  Bíður Palin kannski spennt eftir efsta degi og ætlar hún kannski að framkalla harmageddon með því að bregða sér í kjarnorkustríð við Íran eða Pakistan?

Þótt ég sé kristinnar trúar, og játi mína ritningu, þá klingja hjá mér þúsund viðvörunarbjöllur við lestur þess sem Palin gerir og segir.  Hún virðist ekki byggja á djúpri guðfræði eins og Barth eða Tillich, heldur les hún sjálfsagt ekki slíkar bækur, en tekur Biblíuna hins vegar algjörlega bókstaflega.

Mér finnst fínt að það sé kristin kona í Hvíta húsinu, - en bókstafstrúarmanneskja sem afneitar allri vísindalegri þekkingu.  Ég segi nei-takk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Ok

Maður býst einhvernveginn við því að svona falleg kona sé líka jarðbundin og skynsöm, en það er greinilegt að allur þessi biblíulestur hennar hafði ekki sérlega góð áhrif á innrætið... Hún er meira fyrir usa heldur en jesú

halkatla, 7.9.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það vantar ekki að hún er glæsileg og sjarmerandi. Enn að hún sé fylgjandi áframhaldandi stríði í Írak er nóg fyrir mig. Hvort sem hún trúir að það sé í Guðs anda eða ekki.

Bara talað um hvað allir eru stoltir yfir stríðum, hernum, vopnum og þess háttar. Boðar ekki á gott. Vona bara að kjósendur séu orðnir svo þreyttir á þessu stríðsbrölti að þeir kjósi ekki svona fólk til valda. Kosningarnar snúast um eftirfarandi: "Viltu meira stríð eða ekki?" Kjósendur ráða því...

Óskar Arnórsson, 7.9.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Palin er fullkomið dæmi um kristið ofstæki, ég á mína trú en er þess sannfærður að hættulegasta fólk í heimi er þetta stríðsæsingahyski sem sefur með biblíu í annari hendi og byssu í hinni.

Ákveðin öfl eru að vinna að því að koma af stað trúarbragðastyrjöld, og þessi öfl eru kristin. Það er orðið hálfvandræðalegt að hlusta á fólk endalaust spyrða ofstæki við múlima eingöngu. Kristið ofstækisfólk er ekkert skárra.

Í USA er börnum kennt að nota vopn, guði til dýrðar, börnum er kennta að hata, í nafni jesú, og fólk er sannfæert um að guð sé í stríði með þeim. Þessi öfl eru smám saman að styrkja sig í sessi og eiga orðið sína fulltrúa á þingi og í æðstu embættum sbr Palin og Bush.

Ég fer ekki ofan af því að næstu heimsstyrjöld verður startað af kristnum, ekki múslimum.

Haraldur Davíðsson, 7.9.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Stríðið í Írak „is god´s work“ segir hún blákallt.

http://www.youtube.com/watch?v=QG1vPYbRB7k

Svo vill hún að sköpunarkenningin sé kennd í „science class“. Þessar öfgastefnur sem tengjast ýmsum kristnum trúarhópum í Bandaríkjunum eru stórhættulegar. Með umboð frá guði þykist þetta fólk hafa allan rétt til að dæma aðra. Bæði kristna, trúleysingja, múslima og aðra sem ekki skrifa uppá þeirra boðskap. Það versta er þegar ríkið sem rekur stríðsstefnu fær yfir sig forseta og varaforseta sem róa í þessu rugli. Það er komið nóg með Bush og bandíttana hans.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.9.2008 kl. 13:15

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Prsturinn hennar segir (og ekki annað að sjá að hún meðtaki boðskapinn) að þegar Jesú mun koma 2. sinn, þá muni Alaska gegna sérstöku hlutverki.

With Sarah "Squeaky Cheney" Palin on stage with him in their church, the preacher relates his belief that God, when The Rapture comes, is going to single out Alaska, and some other states, apparently, as places people can gather safely while all the rather horrible stuff happens in other places.

http://littlethomsblog.blogspot.com/2008/09/palin-preacher-alaska-is-refuge-state.html (Á síðunni er video af yfirlýsngu klerks, reyndar hluti af sömu uppákomu held eg,  er hún lýsti yfir að Guð væri involveraður í Iraksstríðið.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 16:20

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég sem hélt þú værir svo eindregið kristin, Ingibjörg. Farðu þá varlega í að trúa öllu því sem fjölmiðlar og vinstrimenn ota að þér um Söru Palin. Sjálf hefur hún sagt:

  • "Teach both. You know, don’t be afraid of education. Healthy debate is so important, and it’s so valuable in our schools. I am a proponent of teaching both."
  • "I don’t think there should be a prohibition against debate if it comes up in class."
  • "I’m not going to pretend I know how all this came to be."

Afneitarðu sjálf sköpunarsögu Biblíunnar, Ingibjörg? Minnzt þess, að beztu guðfræðingar kirkjunnar, s.s. Ágústínus og Tómas frá Aquino, eru ekki með þann "bókstafsskilning" á sköpunarsögunni (t.d. 'dögunum sjö') sem þú ert trúlega með.

PS: Óskar, það er nú lítið "stríð" eftir í Írak.

Jón Valur Jensson, 7.9.2008 kl. 17:21

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nú er stríðinu lokið í Írak og Afghanistan ? Og engin hætta á áframhaldandi stríðsrekstri af hálfu trúar- og skoðanabræðra þinna ?

Það er nú ágætt JVJ, viltu ekki útskýra þetta fyrir íbúum Írak og afghanistan....þetta virðist hafa farið framhjá þeim...

Haraldur Davíðsson, 7.9.2008 kl. 18:52

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kemur nú djöfladýrkandinn, JVJ, með gáfurnar sínar einu sinni enn! Ég náði að snúa tveim djöfladýrkendum úr Nörrköping grúppuni frægu og það var ekki létt verk.. 

Ætli þú JVJ, sé óforbetranlegur? Byrjaðu bara að ná meðvitaðu sambandi við Jesú JVJ! og vittu hvort þú lagist ekki eitthvað.

Ég ætla að biðja fyrir þér alla vega, JVJ.

Psykopathi er erfitt að laga nema viðkomandi skilji hvað sé að sér og svo viðurkenni það. Annars er hann glataður.....þetta á við þig JVJ...

Óskar Arnórsson, 7.9.2008 kl. 20:35

9 Smámynd: Jón Jónsson

Gott að heyra í JVJ. Hann sagði réttilega að lítið sé eftir af stríðinu í Írak. Ég vil meina að stríðið sé búið en vera bandaríkamanna og annara herja í landinu sé nauðsynleg. Ef ef erlendir hermenn (vinstrisynnar halda að þar séu bara bandaríkjamenn) færu frá landinu núna fengju þarlendir frjálsar hendur með að sprengja hvern annan í loft upp. Og svo þetta með trúarofstækið hjá henni Palin. Eins og Jón segir þá hef ég ekki lesið annað í fjölmiðlum í USA en að hún aðhyllist að kenna bæði sköpunarsögu Biblíunar og þróunarkenninguna! Ég get nú ekki séð neitt ofstæki í því. Ef einhverjir eru með ofstæki þá eru það íslenskir vinstrimenn. Já, þessir vinstrimenn eru svo barnalegir.

Jón Jónsson, 7.9.2008 kl. 22:19

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég er sko ekki vinstri maður, ég nota báða helminga mína, ólíkt sumum öðrum !

Stríðinu í Írak lauk sko aldeilis ekki við sigur á Íraska hernum, ekki frekar en stríði Sovét í Afghanistan hafi lokið við það að þurfa aðeins að berjast við skæruliða.

Hvað varðar Palin þá lýsir hún sjálfri sér í setningunni " The war in Iraq is God's work! "

Það þarf varla að hugsa þessa skoðun hennar lengi til að sjá að hún má ekki fá yfirráð yfir herafla USA. Það hefur kjáni og öfgamaður völdin í dag og sjáðu bara ástandið í dag !?

Hvað gerist ef öfgamaðurinn er klár í kollinum líka, tala nú ekki um í landi útlitsdýrkunar og sjónvarpsuppeldis, ef öfgamanneskjan er fegurðardrottning líka ? Mér líst ekki á hana.......

Haraldur Davíðsson, 7.9.2008 kl. 22:34

11 Smámynd: Óli Jón

Sarah Palin er næstum eins mikið bókstafstrúar og hægt er að verða. Ég tek undir með greinarhöfundi þegar hún segir að það sé eitt að kynna börnum sköpunarsöguna sem sögu, en undir engum kringumstæðum sem vísindi. Það vita allir sem vilja vita að sköpunarvísindi eru algjörlega óstudd nokkrum sönnunargögnum (fyrir utan Biblíuna) meðan hefðbundin vísindi hafa komið með góðar og haldbærar skýringar á tilurð alheims og þróun lífs á jörðu. Því er ekki rétt sem Palin segir að það sé rétt að kynna sköpunarsöguna sem vísindi.

Ef eitthvað er, þá er það afturhvarf til grárrar forneskju.

Óli Jón, 7.9.2008 kl. 23:41

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt Ingibjörg hafi háttvíst yfirbragð og komi fram sem málsvari skynseminnar, furða ég mig á því, hve langt hún gengur í ýmsum fullyrðingum sínum sem hvergi eru studdar með tilvísunum í heimildir um raunverulega afstöðu Söru Palin. Það væri gott að fá þá hluti alla betur á hreint. Þegar Ingibjörg kallar t.d. Palin "bókstafstrúarmanneskj[u] sem afneitar allri vísindalegri þekkingu" (leturbr. mín, jvj), þá hringja nú aldeilis "viðvörunarbjöllurnar" hjá mér, og þykir mér æði-ólíklegt, að Palin hafi nokkurn tímann látið annað eins út úr sér um "allra vísindalega þekkingu," enda er slík afstaða bæði laus við alla skynsemi og beinlínis andkristin.

Þegar Ingibjörg segir: "... Þarmeð er hún fylgjandi því að kenna bandarískum börnum að lifa í fáfræði varðandi vísindalegar kenningar um sköpun heimsins," lítur þetta út eins og hún telji Palin vilja láta rýma burt kennslu í tengslum við þróunarkenninguna, en það er einmitt ekki það sem Palin talar fyrir, heldur segist hún (sjá innlegg mitt ofar) "málsvari þess að kenna hvort tveggja," sem og, að við kennslu þróunarkenningarinnar sé hún ekki á móti heilbrigðri rökræðu/kappræðu (debate) um hana. Þetta er ekki jafngilt því að vilja bannfæra þróunarkenninguna, fr. Ingibjörg!

Á borðið með það, hverjar eru heimildir þínar? 

Eins sýnist mér gengið nokkuð langt í túlkun Ingibjargar á afstöðu Söru Palin til stríðsmála í Írak – aftur án nokkurra tilvitnana í mál hennar. Hvergi bregður fyrir gæsalöppum utan um nein ummæli Palin í pistlinum, einu gæsalappirnar eru utan um hugtakið "intelligent design", og það er ekki vegna þess að þar sé verið að vitna í Palin. En vel á að vera hægt að skoða "intelligent design" sem vinnutilgátu fyrir vísindamenn, rétt eins og þróunarkenningu (evolution theory) Darwins, og telji menn þá síðarnefndu standa á traustum grunni, ættu þeir ekki að þurfa að rjúka svona upp til handa og fóta, þótt menn viðri annars konar vinnutilgátur og vilji ræða málin.

Að ímynda sér, að það liggi allt ljóst fyrir og sannað á allan hátt, að t.d. þau augu mín, sem horfa hér á leturborðið, hafi sem lífeðlislegt fyrirbæri þróazt á milljónum ára, sem og, að sú meinta staðreynd feli þá líka í sér, að ekki geti verið markviss sköpunarhugur að baki slíkum fyrirbærum –– sem hafi þá m.ö.o. orðið til bæði sem þróunar- og sköpunarfyrirbæri (sem er afstaða margra kristinna í nútímanum, þótt hinir séu líka til, sem hafna þróuninni) –– það sýnist mér að vera að ganga býsna mikið lengra en nokkurs staðar liggi fyrir eins og 100% sönnuð staðreynd. Þróunarkenningin gerir ekkert til að hnekkja þeirri trú minni, að Guð hafi skapað heiminn ex nihilo (úr engu). 

Jón Valur Jensson, 8.9.2008 kl. 11:00

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Setningar Ingibjargar: "Palin á að hafa leitað i Gamla Testamentið eftir fyrirmyndum varðandi það hvernig hún ætti að stjórna Alaska.  Einkum á hún að hafa lesið Esterarbók," hljóma eins og þær gætu verið komnar úr herbúðum pólitískra andstæðinga Söru Palin eða einhverri léttúðugri 'túlkun' s.k. 'líberal' penna úr bandarísku pressunni. Aftur spyr ég: hver er heimildin? 

Annars vona ég, að hin kristna Ingibjörg lesi skammlaust sína Esterarbók, hún er fróðleg innsýn í stjórnarhætti, ástand og hugsunarhátt í Persaveldi á hennar dögum og um hlutskipti hinna herleiddu Gyðinga og breytingarnar sem urðu fyrir hennar tilstilli.

Þegar Óli Jón segir hér ofar: "Því er ekki rétt sem Palin segir að það sé rétt að kynna sköpunarsöguna sem vísindi" (lbr. mín), þá hljómar það stórundarlega, því að kristin afstaða er ekki sú, að sköpunarsaga Gamla testamentisins sé vísindi.

Jón Valur Jensson, 8.9.2008 kl. 11:26

14 identicon

Þekkir þú ekki munin Jón Valur á milli Bloggfærslu og fræðilegrar ritvinnu?? Vissulega má skrifa blogg eftir sömu uppskriftum en comment þín eru einfaldlega úr takt við veruleikan hér líkt og annarstaðar, og líkjast frekar commentum frá kennara í aðferðafræði. Blogg er blogg og reyndu bara að sætta þig við það að fólk skrifar ekki blogg út frá akademískum reglum, enda væri það hundleiðinlegt til lengdar... líkt og skrif þín! Það hvernig þú berð hausnum í steininn í sífellu kemur klárlega fram í skrifum þínum

En hvernig væri að þú skoðaðir þínar eigin glósur betur. Fyrst kemur þessi stórundarlega setning:

"En vel á að vera hægt að skoða "intelligent design" sem vinnutilgátu fyrir vísindamenn, rétt eins og þróunarkenningu (evolution theory) Darwins,"

En strax í næstu færslu þinni ritarðu:

"þá hljómar það stórundarlega, því að kristin afstaða er ekki sú, að sköpunarsaga Gamla testamentisins sé vísindi."

Intelligent design á ekkert skylt við vísindi heldur er hún aumkunarverð tilraun til þess einmitt að troða sköpunarsögu Gamla testamentisins inn í vísindakennslu. Ef þú leggur svona mikla áherlslu á fræðileg vinnubrög þá skaltu gjöra svo vel og útskýra hvernig intelligent design getur flokkast sem "vinnutilgáta fyrir vísindamenn"

En ég býst ekki við merkilegu svari frá þér enda les ég þau yfirleitt alltaf einhvernvegin svona:

"bla bla andkristinn áróður bla bla bla halelúja bla bla bla bla hatursáróður........"

Vinnubrögð þín eru ekki það merkileg að þú getir kastað steinum á undan öðrum!

Tryggvi (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:19

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef rétt er að kenna þessa sköpunarkenningu sem vísindi þá mætti allt eins kenna að 1+2 séu 5 og að tunglið sé úr osti.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 12:30

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tryggvi, innlegg þitt er nú síður en svo dæmi um verðuga umræðuaðferð.

Staðreynd er, að sköpunarsaga GT tilheyrir sviði trúarinnar, ekki vísindanna. Að "vitsmunaleg hönnun" sem theoría sé einfaldlega = sköpunarsaga GT, hefur mér ekki verið kunnugt til þessa, heldur hygg ég, að ýmsir vísindalega þenkjandi menn hafi lagt til hennar, og eins og t.d. sköpunar-þáttur hugmynda deismans er hreinheimspekileg afstaða, geta menn af skynsemis-, rökhyggju- og empírískum ástæðum hallazt að því, að heimurinn og náttúran séu ekki til orðin fyrir tilviljunarkennd víxláhrif orsaka og afleiðinga, heldur beri tilveran vitni um einhvern tilgang, hönnun og marksækni að baki.

Jón Valur Jensson, 8.9.2008 kl. 12:48

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

JVJ! I fyrsta lagi hefurðu ekki efni á að krítisera aðra í því hvað sé dæmi um verðuga umræðuaðferð. Þú kannt enga sjálfur.

Í öðru lagi er þessi s.k. "rökfræði" þín, munnræða sem kemur úr pesónuleika sem stundum er kallaður "talking head".

Í þriðja lagi ertu kaðólikki og þar með meðlimur í alþjóðlegum glæpasamtökum sem felur sig á bak við trúarbrögð.

Ég þarf að sjálfsögðu ekki að minna þig á hversu bilaður þú ert. Það dylst engum..

Óskar Arnórsson, 8.9.2008 kl. 13:54

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvernig í ósköpunum stendur á því að fólk má ekki hafa sínar skoðanir í friði þótt þær séu sumum ekki þóknanlegar?

Ingibjörg Elsa setur skoðanir sínar ávallt fram af hógværð, hófsemi og með opnum huga og hún á síst skilið að dembt sé yfir hana skömmum og skít.

Ég skil ekki svona. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 14:22

19 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir með Láru Hönnu,

 JVJ þú er ekki boðberi sem tælir fólk til þjóðkirkjunnar. Svo ég taki nú ekki dýpra í árinni. 

Rut Sumarliðadóttir, 8.9.2008 kl. 14:46

20 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér finnst rosalega langsótt að yfirnáttúrleg vera sem á að hafa skapað allan alheiminn með sínum grilljónum sólkerfa - eigi síðan að vera alveg tryllt í lykt af brenndu geitarkjöti ! Náttúrlega hefði ég sjálfur sem prestur fyrir þúsundum ára búið til hvaða vitleysu sem er til að hafa frítt að éta út á hana. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 14:51

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvergi hef ég dembt "skömmum og skít" yfir Ingibjörgu, heldur beðið um, að hún tilgreini heimildir sínar um þær skoðanir eða þá afstöðu, sem hún leggur Söru Palin í munn. Hún vitnar ekki í nein ummæli hennar í gæsalöppum, og sumt af því, sem Ingibjörg ber fram, þykir mér harla ólíklegt, að Sarah Palin myndi nokkurn tímann láta í ljós sem eigin skoðun – eins og t.d. það, að hún afneiti allri vísindalegri þekkingu!!!

En mér þætti einmitt vænt um það, að sá jarðfræðingur og umhverfisfræðingur, sem Ingibörg Elsa er, stígi nú fram og skýri betur orð sín og það, sem að baki þeim býr, um leið og fróðlegt væri að frá hennar sýn á þróunar/sköpunar-málin.

Það er hins vegar vitavonlaust fyrir einhverja utanaðkomandi, sem virðast hugsa um það eitt að "halda með sínu liði", að rangtúlka orð mín á þann hátt, sem Lára Hanna gerði hér ofar (en á innleggjum Óskars tek ég ekkert mark). Ég skrifaði hér einungis á kryfjandi hátt um þessa vefgrein Ingibjargar, sem var lyft upp í þá virðingu að vera birt, í fyrstu setningum sínum, á miðopnu Morgunblaðsins í dag. En ef það má ekki ræða svona hluti, þá er eitthvað meira en lítið að.

Jón Valur Jensson, 8.9.2008 kl. 15:04

22 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gling glong.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 15:25

23 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eftirfarandi rökleiðsla er aðeins á færi þeirra sem eru yfir amk. 100 í greindarvísitölu sem strax útilokar JVJ:

Ef til væru guð eða guðir - sem væru þá jafnframt færir um að gefa mönnum tilveru sína og fjölda til kynna eða hefðu minnsta áhuga á því -  þá væru augljóslega ekki ótal trúarbrögð um óteljandi guði og óteljandi túlkanir manna á téðum guðum. Og ekki hefði verið nein þörf fyrir endalaus trúarbragðastríð og krossferðir og fjöldamorð á svok. "villutrúarmönnum". 

En menn gera út ótal trúarbrögð um óteljandi guði og það er ekki minnsta samkomulag um þá eða fjölda þeirra og einstök trúarbrögð, td. kristnin, eru margklofin í túlkun sinni á guðunum og enn eru háð trúarbragðastríð og enn eru svo. "trúvillingar" ofsóttir.

Ergo og Q.E.D.; augljóslega er enginn guð eða guðir til sem eru færir til að gefa mönnum tilveru sína til kynna eða hafa minnsta áhuga á slíku. Trúarrit á borð við Biblíuna eru því uppspuni frá rótum og ævintýri ein og peningabákn í kringum ævintýri þessi verða því að teljast stórkostlegasta fjársvikastarfsemi allra tíma. 

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 16:01

24 Smámynd: AK-72

Ég er sammála því sem Ingibjörg segir hér um að ekki eigi að kenna sköpunarsöguna sem vísindakenningu, því hún er það ekki. Sköpunarsagan er fyrst og fremst trúarleg kenning og á því heima í slíkum greinum. Við það bætist að það á víst að heita trúfrelsi í BNA og því er það ekki annað en móðgun og yfirgangur að fara að troða sköpunarsögunni ofan í þá sem eru annarar trúar eða trúlausir.

Því miður er fundamentalismi orðinn svo sterkur í Bandaríkjunum að slíkt gæti gerst fyrr eða síðar og mun líklegra með fólk á borð við Palin við stjórnvölinn og skref aftur á bak til fortíðar. Við það bætist að það er ákveðinn óhugur sem fylgir því að kjarnavopn séu í höndunum á slíku fólki sem er til alls líklegs í krossferðum sínum.

AK-72, 8.9.2008 kl. 16:03

25 identicon

Jón Valur ef einhver þarf að útskýra orð sín þá ert það þú:

"geta menn af skynsemis-, rökhyggju- og empírískum ástæðum hallazt að því, að heimurinn og náttúran séu ekki til orðin fyrir tilviljunarkennd víxláhrif orsaka og afleiðinga, heldur beri tilveran vitni um einhvern tilgang, hönnun og marksækni að baki."

 Hvaða ástæður ert þú að vitna í og hvernig geta þau flokkast sem vísindi en ekki trú?

Tryggvi (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:21

26 identicon

Palin er táknræn fyrir þá hættu sem siðmenningu stendur af ofurkrissum, sú hætta er mjög raunveruleg... líkast til eru kristnir bandaríkjamenn mesta hætta sem mannkynið horfist við í dag......

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 17:32

27 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sú hætta er mjög svo raunveruleg þar sem ofurtrúarnöttarar sjá sig sem boðbera hins góða en "andstæðinga" sína (þá sem ekki deila ofurtrúarnöttarageðveilunni) sem hið illa. Og hinu illa ber að sjálfsögðu að útrýma, skv. biblíuruglinu. Heimsendir er síðan af hinu góða fyrir þessa nöttara þar sem þeir munu þá fá farseðil beint til himnaríkis en aðrir munu fara í neðra. Fái þessi ruglandi að þróast nógu lengi komast þessi rugluðu öfl í þá aðstöðu að ekki bara spá fyrir um heimsenda og eigin farseðil til gudda í himninum heldur líka í þá aðstöðu að geta beinlínis unnið að þessarri niðurstöðu. Og þannig er staðan einmitt núna á árinu 2008, merkilegt nokk.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 18:01

28 Smámynd: Óli Jón

Varðandi innlegg tímasett 11.00: Það ber að grundvalla skólastarf á vísindalegum grunni. Það að vilja koma með annað sjónarmið, óvísindalegt, er einfaldlega ekki verjandi. Um leið og við byrjum að feta okkur niður þann krákustíg fer að halla undan fæti í skólastarfinu. Ef svo verður er ekkert í vegi fyrir því að t.d. lækningar með kristöllum eða handayfirlagningu séu kenndar í læknisfræði í HÍ. Umræðan um réttmæti sköpunarkenningarinnar á rétt á sér ... en bara ekki í skólum.

Varðandi innlegg tímasett 11.26: Stuðningur við sköpunarkenninguna er afar víðtækur meðal öfgatrúaðra kristinna í Bandaríkjunum (þeirra sömu og bíða t.d. í ofvæni eftir endalokunum!) og hafa þeir reynt að ljá henni yfirbragð alvöru vísinda með margvíslegum hætti.

Annars er erfitt að segja hver sé hin eina sanna afstaða kristinna sem Jón Valur tiltekur því kristnir eru iðnir við að finna þann sjónarhól sem þeim hentar. Það er því ekkert eitt sem er sannkristið, það veltur bara á kringumstæðum hverju sinni.

Óli Jón, 8.9.2008 kl. 19:41

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég lýsi eftir hinni einu sönnu Ingibjörgu.

Jón Valur Jensson, 8.9.2008 kl. 19:48

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Jón Valur, ertu ekki að átta þig á því  að þú talar hrikalega niður til fólks. Hef fengið að kenna á því á eigin skinni. Þú mætir með "málbandið" þitt inn á síður fólks ferð að mæla kristindóm þess út frá þínum mælikvarða.

 Þinn mælikvarði er því miður ekki sá sem er í huga þeirra sem eru trúuð á Krist, ekki nema hjá örfáum "játurum" þínum, sem væntanlega sjá ljósið einn daginn þegar þú hættir að skyggja á það.

Dæmi þar sem umrætt "málband" er notað:

"Ég sem hélt þú værir svo eindregið kristin, Ingibjörg. Farðu þá varlega í að trúa öllu því sem fjölmiðlar og vinstrimenn ota að þér"....blablabla..   (áherslan á ég-ið er mín)

"Þótt Ingibjörg hafi háttvíst yfirbragð og komi fram sem málsvari skynseminnar, furða ég mig á því.." blablabla... (áherslan á ég-ið er mín)

Og afhverju finnst mér eins og að eftirfarandi setning beri vott um öfund?:

"Ég skrifaði hér einungis á kryfjandi hátt um þessa vefgrein Ingibjargar, sem var lyft upp í þá virðingu að vera birt, í fyrstu setningum sínum, á miðopnu Morgunblaðsins í dag" ... blablabla...

Ekki er ég "hin eina sanna" Ingibjörg - en vissulega næsti bær við.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 20:22

31 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvort til eru einhverjir guðir eða ekki. En þeir hafa aldrei sannanlega gert vart við sig. Það nægir td. ekki að Gunnar í Krossinum segist vera í daglegu sambandi við einhvern guð. Þegar hann segir þér frá því þá er bara um að ræða orðróm, eiginlega kjaftasögu og lengra nær það varla. Þetta konsept var hannað af mönnum fyrir langa löngu og mótaðist af þeirra heims- og alheimssýn sem var skiljanlega heldur frumstæð þarna fyrir 3000 árum eða svo. Og síðan voru þessi ævintýri endurrituð og ritskoðuð og stytt endalaust og urðu síst gáfulegri við það. Enn hangir guðinn, skv. helgiriti sínu, eins og hundur á roði á þeirri undarlegu hugmynd að jörðin sé flöt og hvíli á risastöplum og rigningin komi inn um göt á eins konar risavaxinni súpuskál á hvolfi. Og félagi Jesús sem átti að hafa komið undan honum með Maríu leiðrétti þetta ekki frekar en aðra vitleysu enda vissi hann víst ekki betur blessaður drengurinn. Amen.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 20:59

32 Smámynd: Baldur Fjölnisson

18Drottinn Guð sagði: "Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi." 19Þá myndaði Drottinn Guð af jörðinni öll dýr merkurinnar og alla fugla loftsins og lét þau koma fyrir manninn til þess að sjá, hvað hann nefndi þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldi vera nafn þeirra. 20Og maðurinn gaf nafn öllum fénaðinum og fuglum loftsins og öllum dýrum merkurinnar. En meðhjálp fyrir mann fann hann enga við sitt hæfi. 21Þá lét Drottinn Guð fastan svefn falla á manninn. Og er hann var sofnaður, tók hann eitt af rifjum hans og fyllti aftur með holdi. 22Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum, og leiddi hana til mannsins.

23Þá sagði maðurinn: "Þetta er loks bein af mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skal karlynja kallast, af því að hún er af karlmanni tekin."

--- Þið hljótið að sjá að þessi steypa er lamin saman af einhverjum kengrugluðum karlrembum og meikar ekki minnsta sens. Guðinn býr til karlmann og reynir síðan að leiða undir hann hin ýmsu dýr en þegar það virkar ekki þá einhvern veginn neyðist hann til að búa til kvenmanninn, út úr tómum vandræðum, hahahaha. Og síðan er kvenmanninum kennt um allt sem miður fer, með skelfilegum afleiðingum í gegnum tíðina. Hugsanir?

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 21:10

33 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Karlynja? Þvílík djöf. vitleysa.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 21:21

34 identicon

Jóhanna alls ekki stoppa JVJ... hann er besti talsmaður trúfrelsis á íslandi í dag!!
Hans skarpi hugur tekur okkur hin eins og ekkert sé... enda er hann búinn að lesa biblíu skrilljón sinnum

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:28

35 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Baldur - þetta eru fornar mýtur, lesist ekki bókstaflega. Svo má geta þess að sköpunarsögunar eru tvær og í hinni skapar Guð mann og konu í sinni mynd, þar er annað hinu ekki æðra og einnig vekur sú sköpunarsaga upp spurningar um mynd Guðs, án þess að ég fari nánar út í það hér.

DoctorE, þakka traustið -  Er ekkert að reyna að stoppa Jón Val, ekki nema í því að tala niður til fólks, eins og ég gerði við þig hér á öðru bloggi varðandi að virða skoðanir annarra (traðki þær ekki á fót náungans).

Trúfrelsi er af hinu góða. Tel að við séum öll frjáls til að trúa því sem við trúum eða trúum ekki. Áttir þú kannski við trúleysi ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 22:42

36 Smámynd: Mofi

Hvar eru gögnin fyrir því að Palin vilji kenna sköpunarsögu Biblíunnar sem vísindalegan sannleika og ekki guðleysis afsakanir?  Hvað er svona mikið að því að biðja um gögn sem styðja viðkomandi fullyrðingar?

Ég er sköpunarsinni en ég vil ekki að sköpunarsagan sé kennd sem einhver sannleikur. Það nægir mæta vel að fræða nemendur um kosti og galla þróunarkenningarinnar í staðinn fyrir að heilaþvo þá eins og guðleysingjarnir vilja. Verst er þegar kristnir kjánar hoppa á vagninn með þeim.

Mofi, 8.9.2008 kl. 22:42

37 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jóhanna, við þurfum alls ekki milljarða fjársvikabatterí á vegum hins opinbera um einhverja gamlar mýtur og vitleysu. Þeim fjármunum er betur varið í gáfulegri hluti.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 22:51

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æi, Jóhanna mín, fannst þér erfitt að halda þér við efnið? Er þetta kannski óspennandi umræðuefni, sem Ingibjörg fjallaði um og ég reyndi að sjá á balanceraðri hátt? (Og enn á Ingibjörg eftir að svara öllum spurningunum mínum og athugasemdunum. Er hún stikkfrí?)

Það, hvernig þú í innleggi þínu kl. 20:22 getur reynt að fá einhverja "ÉG"-áherzlu út úr athugasemdum mínum, raunar með því að feitletra sjálf hvert "ég" til að hefja það til vegs sem aðaláherzlu mína (sem er þinn innlestur, ekki mín meining), er merkilegt skoðunarefni. Og að þú teljir mig vera að "tala hrikalega niður til fólks" (með þessum hætti sem þú sannaðir ekki), á meðan þú tekur alls ekki eftir því hér né annars staðar, hvernig aðrir tala niður til mín – hér 7/9 kl. 20:35, 8/9 kl. 12:19, 13:54, 14:22, 14:46 og 16:01 – sýnist mér bera vott um einhverja glámskyggni, þegar ég á í hlut. Ég er ekki að biðja um neina samúð þína, þarf ekki á henni að halda – þetta er einfaldlega sá tollur sem ég virðist jafnan þurfa að taka á mig, ef og þegar ég tel mér bera að tala fyrir kristnum sjónarmiðum. Slíkur tollur, slík óþægindi, ættu ekki að koma neinum kristnum manni, vel lesnum í Fjallræðunni, á óvart; og ég leyfi mér að stórefast um hyggindi þess að reyna sífellt að komast hjá og skjóta sér undan slíkum óþægindum (ýmist með því að þegja eða jafnvel með því að kóa með hinum). En óverðskulduð lastmæli hitta þann helzt, sem þeim beitir, trúi ég.

Bið þig svo vel að lifa og dafna í sönnum skilningi á trúnni sem öðru.

PS. En viðbragð mitt við skrifum Ingibjargar í þessu pistli litaðist kannski af því, að hún hafði í næstu grein á undan skrifað grein í mjög kristnum anda (sem ég hafði sjálfur hælt og þakkað henni fyrir HÉR). Þetta var nú ástæðan fyrir orðavali mínu í 1. innleggi mínu hér ofar: "Ég sem hélt þú værir svo eindregið kristin, Ingibjörg. Farðu þá varlega í að trúa öllu því sem fjölmiðlar og vinstrimenn ota að þér um Söru Palin ..."

PPS. En nú hefur Ingibjörg skrifað aðra grein: Að samræma trú og vísindi! og forvitnilegt að líta á hana (enda er þar á vissan hátt að finna svör við sumu af því, sem ég hafði spurt hana hér ofar). Þar er a.m.k. sitthvað sem ég get tekið undir með henni (og Stephen Hawking). – Góðar stundir.

Jón Valur Jensson, 9.9.2008 kl. 00:43

39 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Narcissus..ég meina JVJ...hvernig skyldi nú standa á því að þú virðist upp á kant við trúlausa sem trúaða, karla og konur unga sem aldna...........

.....gæti það verið fyrir almenna heimsku,illsku og rangtrúnað?..

..eða kannski eitthvað örlítið nær þér..?..

Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 00:55

40 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæri Jón Valur Jensson,  Af hverju hittumst við ekki bara einhvern tímann á kaffihúsi í Reykjavík og ræðum almennilega um trúmál.  Það er miklu einfaldara en að ræða allt milli himins og jarðar gegnum athugasemdir við bloggfærslur.  Netfangið hjá mér er ieb@simnet.is

Með kærri kveðju,

Ingibjörg Elsa 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 9.9.2008 kl. 07:59

41 Smámynd: Óskar Arnórsson

JVJ er ekki marktækur í einu eða neinu. Enn það er sjálfsagt ekkert hættulegt að drekka kaffi með honum. Þar sem ég er búin að vinna með svona geðsjúklinga í mörg ár, og myndi mér ekkert þykja það neitt merkilegt.

Að vísu var síðasta manneska sem hélt því fram að hún væri Jesú Kristur, stúlka í Bollnes sjúkrageðdeild í Svíþjóð.

Tók hún stundum leigubíla þegar hún gat stungið af, því hún var hættulaus, og sagði leigubílstjórunum alltaf að senda reikninginn til Guðs. Þeir mótmæltu þessu og og gaf sig aldrei.

Hún hafði orðið svona í Uppsala hjá trúarflokki sem er orðin risastórt, og kallast "Livets Ord" og stjórnað af Ulf Ekman. Ulf Ekman og Gunnar í Krossinum eru góðir vinir enda í sama skítabranca. (kross eða krossfarinn minnir mig að þeir heiti á Íslandi)

Gaf hún ekki upp neitt heimilisfang og var þá lögregla kölluð til.

Ástandið á þessari gullfallegu ungu stúlku kallast "psykos".

Ég setti JVJ í "test" sem kallast DSM IV og er það að sjálfsögðu ekki alveg marktækt þar sem hann situr ekki fyrir framan mig og allar mínar upplýsingar eru fengnar af blogginu.

Svo má ekki gleyma því, að mér er persónulega illa við hann og þar með er ég óhæfur í að gera svona test.

Væri samt fróðlegt að það yrði gert test á svona 50 kaðólikkum á Íslandi til að vita hversu hættulegir þeir eru.. 

Enn niðurstaðan var óhugnaleg hjá JVJ...Ef ég væri að vinna, myndi ég senda félagsfræðing, lögreglu og barnanefnd beint heim til hans til að skoða aðstæður.

Ég hef svo oft gert það áður við minni klikkaða enn hann er...  

Óskar Arnórsson, 9.9.2008 kl. 08:29

42 Smámynd: Mofi

Óskar, þú ættir að skammast þín í sand og ösku. Ég hef séð lítið annað hérna frá þér en níð á aðra einstaklinga. Ekki nema von að þú viljir búa til þinn eigin Krist sem þér líkar betur við en þann sem Biblían opinberar því Hann myndi sannarlega fordæma þessa hegðun þína.

Mofi, 9.9.2008 kl. 09:28

43 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI! Nei, ég hef enga ástæðu til að skammast mín. Hefur þú það? Getur ekki þetta skoofín JVJ talað sjálfur?

þETTA ER EKKI NÍÐ mofi! þETTA ER BARA SANNLEIKURINN EINS ÓÞÆGILEGUR EINS OG HANN ER.

Ekki reyna að verja skíthæla MOFI! Það fer þér ekki.. JVJ er óvenjulegt afbrigði af púka..

Óskar Arnórsson, 9.9.2008 kl. 09:37

44 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mofi, þú ert betur gefinn en svo að vera að verja JVJ.....

...meiri mótsögn við krist finnur þú varla úr röðum þeirra sem þó kenna sig við hann...

Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 09:40

45 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég verð bara ástfangin af þér Haraldur!

Enn í guðana bænum segðu konunni minni ekki frá því..

Óskar Arnórsson, 9.9.2008 kl. 09:53

46 Smámynd: Haraldur Davíðsson

nei konurnar okkar þurfa ekkert að vita Óskar...

Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 09:58

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Ingibjörg Elsa, fyrir gott boð, sem ég kemst þó ekki til að þiggja, meðan ég er að ná mér af flenzunni. Já, svo sannarlega er betra að spjalla þannig um þau áhugaverðu mál, sem þú ræðir t.d. í nýjasta pistli þínum, heldur en á milli orðahnúta sumra hér. Ég hef samband. Með beztu kveðju á meðan.

Ágæti Mofi (Halldór Magnússon), ég þakka þér kærlega fyrir orð þín til Óskars, þau voru drengilega mælt, en satt að segja leiði ég allt þetta agg hans hjá mér – hvað getur maður annað gert?!

Jón Valur Jensson, 9.9.2008 kl. 10:15

48 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ekki neitt Jón Valur!

Hættu bara í kaðólsku kirkjunni og byrjaðu á að verða kristin! Ég held nefnilega að þér langi til að verða það. Þetta er hættulegur söfnuður sem þú ert í núna.

Ég ber engan kala til þín JVJ! Geri það aldrei þegar um "veikt" fólk er að ræða. Ég get vel hugsað mér að biðja fyrir þér Jón Valur!

Hvort það virkar, veit ég ekkert um.... 

Óskar Arnórsson, 9.9.2008 kl. 12:23

49 identicon

Vitið þið hvað ég þoli ekki?

Ég þoli ekki þegar krissar eru að lýsa yfir kærleika og væmni við hvort annað... algerlega óþolandi dæmi, ég fæ grænar bólur og alles þegar ég sé yfirborðskenndar yfirlýsingar af þessu tagi.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:13

50 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæri Óskar,

Mér finnst mjög ósmekklegt af þér að lýsa yfir geðveiki annarra á opinberum bloggsíðum. Ef þú ert raunverulega prófessíónal þá átt þú ekki að gera svona lagað.  

En ég tek undir það með þér, að menn eiga að kunna að hemja sig á netinu! 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:58

51 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er til fín krem á grænar bólur DiktorE!

Ekki ertu að kalla mig krissa DoktorE? Er það?

Óskar Arnórsson, 9.9.2008 kl. 18:02

52 identicon

Nei nei Óskar... bara þetta bræðra og systra tal í ofurkrissum... þau eiga bara bræður og systur í trúnni.. sem er bara sönnun fyrir því hversu mannskemmandi trúarbrögð eru.
Aðeins þegar trú sleppir getur fólk komið saman allir sem einn, sem bræður og systur.
Sameinuð stöndum vér, sundruð.... well trú getur aldrei verið neitt nema sundrung.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 18:53

53 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þarna hittir þú naglann á höfuðið Dokksi, ..Aðeins þegar trú sleppir, getur fólk komið saman, allir sem einn...

....ég vil bara nota orðið trúarbrögð frekar en orðið trú....

Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 21:21

54 Smámynd: Jeremía

Ég tek undir með Mofa að Óskar ætti að skammast sín.  Einhvern vegin held ég samt að hann muni ekki gera það.  Mér sýnist að honum finnist þetta einhvervegin sniðugt og kúl að vera með dónaskap í garð Jóns Vals og það sé bara að ala þetta furðulega háttalag upp í honum með að svara honum á einhvern hátt.

DoctorE er í einhverri furðulegri herferð gegn trú sem maður skilur ekki hvernig hefur orðið til eða hvers vegna.  Hann virðist ennfremur vera á þeirri skoðun að ekki sé þörf á að sýna "andstæðingum" sínum almenna kurteisi eða mannasiði.

Jeremía, 9.9.2008 kl. 23:09

55 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Ingibjörg.

Svarið við spurningu þinni í titli pistils þíns er mjög líklega já. Allavega er ekkert sem hún hefur sagt eða skrifað sem bendir til annars.

Láttu ekki slá þig út af laginu þegar fólk byrjar að heimta heimildir. Þær eru svo margar að ég hef síðustu daga tekið saman yfir 1500 síður af efni um Palin og þar er allt á sama veg.

Ég á þann vafasama heiður að hafa bloggað fyrst um þessa konu hér á blog.is og strax við þá lítilfjörlegu umfjöllun kom í ljós að hún er samviskulaus olíubuslandi tækifærissinni með fundamental kristni í brjóstvasanum til að breiða yfir ósómann.

Það verður kátt þegar að Biden fær tækifæri til að fletta ofan af henni í komandi sjónvarpsumræðum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.9.2008 kl. 01:09

56 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Samvizkulaus olíubuslandi tækifærissinni" – í eigin þágu?! – "Fundamental kristni"? – í hvaða skilningi "fundamental" umfram það að vera einfaldlega heilbrigð og sönn kristin afstaða? (lesandinn skyldi minnast þess, að þessi gagnrýni frá Svani kemur ekki frá honum sem kristnum manni, enda er hann ekki kristinn). – "Það verður kátt þegar að Biden fær tækifæri til að fletta ofan af henni í komandi sjónvarpsumræðum." – Schadenfreude, skaðagleði (Þórðargleði) – hafið þið séð greinilegra dæmi um slíkt upp á síðkastið? – En demókratar þurfa þvert á móti einna mest á því að halda að stíga varlega fram í öllum árásum á þetta varaforsetaefni, því að með hverri krítík, hverri árás hafa þeir misst atkvæði. Já, "gamanið" kann nú að kárna hjá þeim sjálfum.

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 10:36

57 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heilbrigð og sönn kristin afstaða. !!!! Mikið svakalega hlýt ég að vera veik samkv. þessu.

Það að tilheyra ákveðinni kirkju gerir menn ekki endilega kristna. Verkin tala. Og orðin. Í hvers nafni getur þú JVJ sagt til um hvort fólk er kristið eður ei? Eða er kristni í þínum huga að fara eftir þúsunda ára gömlum skrifum karla sem stunduðu kvennakúgun og gera enn? Það lítur helst út fyrir að þú hafir ekki etið af skilningstrénu. Er það háleitara en heilbrigð skynsemi? Þú þarft að fá far inn í nútimann með geimskutlu karlinn minn, þú ert algert steintröll. En kappræðurnar verða spennandi. Ætli McCain, vinur þinn, hefði valið hana ef hún hefði verið karl? Hún er bara skrautfjöður til að fá inn atkvæði kvenna og trúar-kreddu-og bóstafsfólks.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 11:00

58 Smámynd: Mofi

Rut
Heilbrigð og sönn kristin afstaða. !!!! Mikið svakalega hlýt ég að vera veik samkv. þessu.
Nú er ég forvitinn, hvaða afstöðu hefur Palin sem þú ert svona svakalega ósammála? 
Vil taka fram að stríðsrekstur er eitthvað sem ég er ósammála henni um en hef samt ekki heyrt almennilega hver hennar afstaða er í þeim efnum.

Mofi, 10.9.2008 kl. 11:34

59 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

fóstureyðingar, stríðsrekstur með guðsblessun, gifta ungling sem verða fyrir því "óláni" að verða ófrísk, republikani, kennsla sköðunarsögunnar í skólum....er þetta nóg?

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 12:15

60 Smámynd: Mofi

Rut, svo þú skilur ekki afhveru sumir eru á móti því að ófædd börn eru rifin í sundur og drepin?  Ég tók fram að stríðsrekstur er eitthvað sem ég er ósammála Palin með en útskýrði líka að ég hef ekki heyrt hana útskýra sína afstöðu svo ég get ekki fordæmt það sem ég þekki mjög lítið.  Varðandi gifta ungling þá held að við getum ekkert fullyrt hvort að unglingurinn hafi verið beittur valdi til þess. Ef þér finnst að eignast barn vera minna mál en að giftast þá skulum við vera ósammála um það atriði.  Hvað hefurðu á móti replublikönum?  Hún hefur síðan ekki sagt að það ætti að kenna sköpunarsöguna í skólum; hún hefur aftur á móti sagt að umræðan ætti ekki að vera bönnuð, þú ert kannski ósammála því?

Mofi, 10.9.2008 kl. 12:23

61 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mofi,

ég er fylgjandi fóstureyðingum. Ekki sem getnaðarvörn svo það sé á hreinu. Fóstur er ekki barn! frekar en frumubreytingar eru ekki ennþá krabbamein. Þó þetta sé kannski óheppilegur samanburður.

Sá kommentið þitt um stríðsrekstur en er samt ósammála henni, þú baðst um útskýringar. Það er svo sem allt í lagi að kenna sköpunarsögu kristinna mann ef það er gert um leið og aðrar sköpunarsögur annarra trúarbragða. Það ríkir "trúfrelsi" í BNA. Unglingur er beittur valdi þegar ríkjandi gildi segja til um það hvað skal gera í svona málum. Og hann er tilneyddur til að fylgja þeim.

Mín trú er sú að við eigum landið okkar og eigum að skipta auðæfum okkar eins jafnt og hugsast getur. Það er demokratí. Þar er ég í flokki.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 12:46

62 Smámynd: Mofi

Rut
Fóstur er ekki barn! frekar en frumubreytingar eru ekki ennþá krabbamein. Þó þetta sé kannski óheppilegur samanburður.

Gott að heyra að þú ert á móti barnamorðum, eina sem okkur greinar á um er hvenær það sem vex í móðurkviði er orðið barn.   Þú vonandi skilur að þegar maður sér myndir af barni með augu og handleggi og fingur að samviska manns segir að rífa það í sundur var ekki hið göfuga eða góða að gera.

Rut
Það er svo sem allt í lagi að kenna sköpunarsögu kristinna mann ef það er gert um leið og aðrar sköpunarsögur annarra trúarbragða.

Ég er sköpunarsinni en vil ekki að sköpunarsagan sé kennd sem einhver sannleikur í skólum og hef ekki séð neinar sannanir að Palin vill það heldur. Ég vil aðeins að nemendur eru fræddir um þessi mál en ekki heilþvegnir af guðleysis skáldsögum um uppruna alheims, uppruna lífs og uppruna mannkyns.

Rut
Unglingur er beittur valdi þegar ríkjandi gildi segja til um það hvað skal gera í svona málum. Og hann er tilneyddur til að fylgja þeim.

Þú getur varla kvartað yfir Palin hvaða ríkjandi gildi eru í því samfélagi sem hún býr í. Finnst sömuleiðis ekki hægt að fullyrða svona um mál sem við höfum mjög takmarkaða þekkingu á.

Rut
Mín trú er sú að við eigum landið okkar og eigum að skipta auðæfum okkar eins jafnt og hugsast getur. Það er demokratí. Þar er ég í flokki

Skiljanleg afstaða og að mörgu leiti sammála henni.  Ég myndi bæta við að ég vil að hver sá sem er til í að vinna á skilið sómasamlegt líf en sá sem er ekki til í það á það ekki skilið.

Mofi, 10.9.2008 kl. 13:01

63 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rut, þú virðist ekki vita af því, að þinn óskaframbjóðandi, Barack Obama, er fylgjandi "partial-borth abortions", fósturdeyðingum með hryllilegri aðferð allt að – OG Í – framkallaðri fæðingu, á síðustu 6 mánuðum meðgöngu og að hann eins og fleiri demókratar börðust hart gegn því, að slíkt yrði bannað, þótt tilfellin með þessari tegund fósturdeyðingar væru ekki talin vera fleiri en 6–7 þúsund á ári.

Svo er greinilegt, að þú hefur ekki minnsta vit á því, hvað fóstrið er, sem dagsdagslega verður fórnarlamb fósturdeyðingar hér á landi sem annars staðar, flest a.m.k. sex vikna, en langtum fleiri 7 vikna og meirihlutinn (um 70%) eldri eða mun eldri og þroskaðri.

Haldi menn svo áfram að sýna því algert skilningsleysi, að mörgum Bandaríkjamönnum ofbjóði það, sem óæddum börnum er gert; haldið áfram að hneykslast, þar til sú vitundarvakning er farin að ná til ykkar eigin fólks og þjóðar.

Annars vil ég sérstaklega benda lesendum á að lesa þessa mjög svo athyglisverðu vefgrein Rutar frá í dag: að trúa eða trúa ekki – og umræðuna þar á eftir.

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 13:38

64 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mofi, það er eitt að fyllyrða og annað að segja sína skoðun. Ég er að segja mína skoðun og nefndi hvergi barnsmorð á nafn. Þegar ég segi að ég sé fylgjandi fóstureyðingum þá er ég að tala um fyrstu 12 vikurnar eins og lögin leyfa hér á landi. Seinna einungis ef líf og heilsa móður og barns stendur hætta af frekari meðgöngu.

Ég er ekki mótfallin því að trúarbrögð séu kennd svo lengi sem sem þau eru ekki einsleit. Jafnhliða kenningum Darwins.

JVJ, ég er ekki kosningabær í BNA. Hef hins vegar skoðun á stjórnmálum í BNA. Obama er betri kostur. Það er mín skoðun.

Hef annars ágætis þekkingu á Lolli öndvert við það sem þú heldur.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 13:54

65 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lolli – hvað er nú það?

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 14:06

66 Smámynd: Mofi

Rut, hljómar eins og við erum ekki með alveg svo ólíkar skoðanir og kannski virkaði í upphafi :)

Jón Valur,  ertu til í að orða þetta skýrar fyrir þá sem eru ekki eins skýrir og þú :)

Reyna að fá á hreint, er Obama fylgjandi fóstureyðingu sem er þannig að barnið er komið sex mánuði á leið og það er drepið í framkallaðri fæðingu?  Ef ég er að skilja rétt, ertu með einhverjar heimildir fyrir þessu?

Mofi, 10.9.2008 kl. 14:09

67 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

líffæra- og lífeðlisfræði

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 14:21

68 identicon

Þið ofurkrissar eruð algerlega ómarktækir því þið dýrkið ímyndað skrímsli sem gerði sér að leik að drepa börn, þið verðið líka að athuga það að hvað 20-30% þungana enda með fósturmissi, þannig að guddi er afkastamikill í því að henda SÁLUM í frumur og drepa þær síðan.
Við skulum heldur ekki gleyma því að samkvæmt bókinni hans gudda þá DRAP hann frumburði, þetta gerði hann til þess að ÓGNA.... súperalmáttugurgaur sem á að hafa getað skapað alheiminn þurft að DREPA frumburði til þess að ná sínu fram.

Er guddi ekki æðislegt skrímsli ha... er nema vona að JVJ og aðrir á hans leveli séu skíthræddir við þennan ímyndaða fjöldamorðinga, er nema von að þeir skríði við fætur hans og hrópi: MASTER MASTER may I kiss your ass....

Mér verður flökurt af því að sjá svona undirlæguhátt og aumingjaskap

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:25

69 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, sannarlega, Mofi, og ég mun birta þær heimildir, væntanlega nógu fljótt til að vísa á pistil um það hér. – Svara Rut seinna.

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 14:43

70 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég votta þér samúð mína, Ingibjörg Elsa, að fá svona guðlastsdembur yfir þig eins og þetta kl. 14:25 frá þeim mesta guðlastara íslenzkra vefsíðna, sem skortir hugrekki til að tala undir nafni, en Moggabloggið lætur samt komast upp með að dreifa þessu um allar jarðir. Merkilegt samt, hvað margir eru ragir við að halda uppi ritstjórn á sínum eigin vefjum, því að vitaskuld gætu menn, kristnir sem aðrir, sett þessum manni stólinn fyrir dyrnar, beygt hann undir velsæmisreglur, vísað honum ella burt.

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 16:05

71 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Ég hef haft þá stefnu að stroka ekki út athugasemdir, en e.t.v. verð ég að endurskoða þá stefnu að einhverju marki.  Eða setja tímatakmarkanir á ALLA!

Annars finnst mér miðað við umræðuna hérna að það mætti halda heila vikulanga ráðstefnu undir yfirskriftinni:  ER Guð til?   

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 10.9.2008 kl. 17:43

72 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Skiptir það máli Ingibjörg ?

Tilvist hans hefur ekki þurft að vera sönnuð, fólk trúir samt og er í sumum tilfellum, tilbúið að drepa fyrir þessa trú sína, deyja fyrir trú sína. Tilvist hans er óþörf því trú fólks býr til guð úr hverju sem er......og þannig viljum við hafa það.

Ef kristur kæmi aftur, myndum við örugglega negla hann upp á næsta kross, fyrirverða okkur, og halda svo áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Haraldur Davíðsson, 10.9.2008 kl. 20:44

73 Smámynd: DanTh

Merkilegar umræður hér.  Kristnin vex hvorki á trjánum né er sjálfsprottin úr hugarfylgsnum fólks, hún er Biblíuleg byggð á lögmáli Tora.  Mælikvarði trúarinnar er því ekki eins og hverjum og einum finnst trúin eigi að vera heldur hvernig Biblían boðar hana.  Það má kalla þetta bókstarstrú og öfgar en það er líka hin eina sanna kristna trú.  Mér sýnist fáir hér vita yfir höfuð hvað kristin trú stendur fyrir en telja sig þó vita það öðrum fremur. 

DanTh, 10.9.2008 kl. 22:16

74 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Og hvað er það sem kristin trú stendur fyrir Daníel ?

Og gerir þú þarna mun á trú og truarbrögðum, trú og kirkju, eða telur þú þetta þrennt,( trú, trúarbrögð og kirkja ) eitt og hið sama ?

Haraldur Davíðsson, 10.9.2008 kl. 22:20

75 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Biblían er tóm vitleysa og stendur ekki steinn yfir steini í heað nni. Þannig á mannkynið að hafa byrjað göngu sína í aldingarðinum Eden og hafa "fallið" vegna þess að einhver talandi snákur átti að hafa logið að Adam og Evu. Hins vegar laug snákurinn engu skv. ævintýri þessu heldur laug guðinn það var sem sagt haugalygi sem hann sagði Adam að hann dæi ef hann æti forboðna ávöxtinn. Þvert á móti lifði Adam í 930 ár eftir það  skv. þessu ruglingslega og alveg samhengislausa helgiriti. Raunar meikar snákur þessi alveg sens (öfugt við guðinn) því hann sagði Adam og Evu að þau myndu verða sem guð við að eta ávöxtinn, það er að skilja mun góðs og ills. Guðinn staðfestir þetta þegar hann segir samguðum sínum eitthvað í þá veru að  - sjá maðurinn hefur orðið sem einn af oss að þekkja mun góðs og ills -.

Það er nú ekki sérlega gæfulegt að taka mark á helgiriti sem beinlínis byrjar á lygum - staðfestum lygum - sérstaklega þegar hin fræga þjóðsagnapersóna Jesús segir í hinu þekkta setti sínu að kristnir menn verði að fara eftir hverju orði guðs (í ritningunni) og sé sáluhjálp þeirra í húfi !. 

Baldur Fjölnisson, 10.9.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband