Grundvöllur kirkjunnar

jesus_lightPétur postuli lagði grundvöllinn að kirkju Krists, þegar hann sagði við Jesúm:  Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs.  Þannig var Pétur postuli kallaður til að vera ásamt Kristi sjálfum kletturinn og bjargið sem kirkja Krists hefur staðið á allt til þessa dags. 

Kirkja Krists þarf ekki að óttast. Því þótt hinn kristni maður gangi um dimman dal þá er Drottinn sá hirðir sem mun ekki láta neitt bresta.  Já, jafnvel þótt þeir tímar kunni að dynja yfir þegar kirkja Krists þarf að leita aftur ofan í katakomburnar, jafnvel þótt afhelgun heimsins virðist á stundum algjör, þá þarf kirkjan ekki að óttast.  Létt eru þau spor er flytja fagnaðarboðskap.  Það er gaman að segja góðar fréttir.  Og hver er meiri fagnaðarboðskapur en einmitt fagnaðarerindið um Jesúm Krist.   Ég er upprisan og lífið, sagði Kristur,- hver sem á mig trúir mun ekki deyja heldur öðlast eilíft líf.

Og þótt menn virðist stundum án Guðs, þá erum við öll Guðs börn, og kölluð til samfélags við hann með einum eða öðrum hætti.  Það samfélag við Guðdóminn krefst þess að við opnum huga okkar, leitum og biðjum.  Í bæninni iðkum og ræktum við okkar persónulega samband við Guð og hið heilaga í þessum heimi.  Í bæninni getum við fólgið allar okkar áhyggjur og allar okkar sorgir, - við getum grátið fyrir altari Guðs og okkur mun miskunnað verða og við munum huggun hljóta. 

Enginn maður er svo aumur að hann geti ekki staðið frammi fyrir meistara sínum og skapara og kallað til hans í neyð sinni.  Og Guð sem elskar okkur áður en við vissum hvernig við ættum að elska hann - hann skilur okkur aldrei eftir ein og yfirgefin.

því þú ert hjá mér,  sproti þinn og stafur hugga mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fallega skrifað og fallegur boðskapur. Gott að vita af þér hér, gangi þér vel á Moggablogginu, og haltu áfram að æfa þig að spila Bach og Buxtehude.

Jón Valur Jensson, 6.9.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér þennan fallega og uppörvandi pistil.

Svavar Alfreð Jónsson, 6.9.2008 kl. 23:08

3 identicon

Takk fyrir þetta, Inga

Og ef þetta eru skoðanir frú Palin, sem koma fram í nýjasta bloggi þínu, þá líst mér ekki á. Að kenna s.k. "intelligent design" samkv. creationistunum í USA er náttúrlega afleitur vinkill á kristindóm. Og það er vatn á myllu vantrúarmanna þegar þeir geta bent á slíkan málflutning kristins fólks.

Hjálmar Jónsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband