Hvað þýðir það ef framkvæmd hefur farið í umhverfismat?

http://www.althingi.is/myndir/mynd/thingmenn/156/org/mynd.jpg

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði skv. frétt á visir.is nýverið að það væri í lagi með virkjanir í neðri hluta Þjórsár af því að þær hefðu staðist umhverfismat.  En hvað þýðir þetta "að standast umhverfismat"?  Hvað er maðurinn nákvæmlega að segja.

Umhverfismat er unnið af verkfræðistofum sem eru algjörlega háðar stórum verkkaupum, þ.m.t. Landsvirkjun og verktakafyrirtækjum um verkefni.  Umhverfismötin eru unnin af "hlutlausum" sérfræðingum sem eiga þó á hættu að missa jafnvel vinnuna ef þeir komast að rangri niðurstöðu eða telja að framkvæmdin eigi ekki fram að ganga.

Þrýstingurinn á þessu örfáu einstaklinga sem vinna hvert umhverfismat er gríðarlegur.  Fyrirtækið sem þeir vinna hjá eiga á hættu að tapa verkefnum ef umhverfismatið misheppnast.  

Það er mikill misskilningur að umhverfismat geti stöðvað framkvæmdir.  Umhverfismat hefur aldrei stöðvað eina einustu framkvæmd.  Umhverfismatið hefur þann eina tilgang að sníða af helstu vankantana sem eru á framkvæmdinni svo sem eins og að fyrirbyggja að hún skemmi verðmætar fornleifar.

Þannig er umhverfismat aðferðafræði sem er ekki alveg gagnslaus en dugar þó skammt.  Umhverfismatið er langt í frá að vera hlutlaust tæki, enda er það framkvæmdaraðili sem borgar fyrir umhverfismatið og notar sína starfsmenn að hluta til til að vinna að slíku mati.

Í þessu sambandi er vert að hafa í huga, að það er ekki til ein einasta verkfræðistofa á Íslandi sem þorir að storka valdi Landsvirkjunar eða sambærilegra stofnana.

Yfirleitt eru umhverfismatsskýrslurnar sendar í yfirlestur til framkvæmdaraðila fyrir birtingu þannig að framkvæmdaraðili getur valið að "sleppa" óþægilegum staðreyndum í skýrslunni ef svo ber undir.  Það er því full ástæða til að skoða hvað stendur ekki í hverju einstöku umhverfismati ekki síður en hvað stendur þar.

Þótt framkvæmd hafi staðist umhverfismat hefur það nákvæmlega enga þýðingu eins og staða mála er í dag.  Það hefur nánast aldrei komið fyrir að framkvæmd hafi EKKI staðist umhverfismat og er því ekki hægt að líta á umhverfismatið sem próf sem þarf að standast.  Umhverfismatið er einungis hluti af undirbúningi framkvæmdar og þess vegna hefði verið réttara af forstjóra Landsvirkjunar að segja að miklu fé og miklum tíma hafi verið varið í tæknilegan undirbúning virkjana í Neðri hluta Þjórsár, sem er eflaust rétt, en þýðir samt sem áður ekki að framkvæmdin sé hagkvæm né æskilegt að fara í hana.  Þvert á móti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Frábær umfjöllun um þetta vafasama mál. Það er nauðsynlegt að breyta lögum um mat á umhverfisáhrifum. Ég orðaði þetta svona í tölvupósti til fjölmiðlamanns um daginn, en ég hef verið að hamra á göllum þessara laga undanfarið:

"Ég bendi einnig á lögin um mat á umhverfisáhrifum sem kveða á um, að framkvæmdaraðilinn sjái sjálfur um mat á umhverfisáhrifum væntanlegra framkvæmda, kosti það, auglýsi OG sjái um úrvinnslu athugasemda og geri lokamat. Sem dæmi sá OR um mat á umhverfisáhrifum vegna Bitruvirkjunar og Norðurál vegna álversins í Helguvík.
Þetta er eins og t.d. afbrotamaður væri sjálfur látinn sjá um að rannsaka eigið afbrot, flytja málið og dæma síðan sjálfur í eigin máli. Þetta er auðvitað eins og hver annar farsi og ekki fræðilegur möguleiki að slíkt sé unnið hlutlaust og faglega."

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég skil umhverfismat þannig að í því sé framkvæmdaraðili að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem tiltekin framkvæmd komi til með að hafa, þannig að þeir sem taka ákvarðanir, séu upplýstir um þau. Til þess verks fær hann yfirleitt aðstoð ráðgjafa. Samþykkt umhverfismat upplýsir á fullnægjandi hátt þeim umhverfisáhrifum framkvæmdin komi til með að hafa í för með sér, m.a. hvort þau séu afturkræf, mikil eða lítil.

Í umhverfismati felst sem sagt ekki mat á því hvort umhverfisáhrifin eru ásættanleg eður ei.

Það er síðan skipulagshafa, sveitarstjórnar, að ákveða hvort gefið skuli framkvæmdaleyfi á grundvelli allra fyrirliggjandi upplýsinga, þám umhverfisáhrifa.

Gestur Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir fyrir góðar skýringar! Þú hittir naglann þráðbeint á höfuðið!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.5.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband