Fljótandi greindarvísitala - Er ég greindari en forseti Bandaríkjanna?

http://www.intelligent.net/publicweb2/images/img_intelligence.jpg

Ég hef nokkrum sinnum dottið í það að taka greindarvísitölupróf á netinu af því að mér finnst gaman að leysa slíkar þrautir.  Árangurinn er nokkuð misjafn eftir því hvernig prófin eru og eftir því hvort að ég er þreytt, er að leysa prófið um miðja nótt (eins og núna) eða hvort að ég er í stuði.

Greindarvísitölupróf eru punktmæling, þ.e. þau mæla bara greindina á þeim tímapunkti þegar prófið var tekið.  Þannig segir prófið í raun mjög lítið um erfðafræðilega greind.  

Ég hef komist að því að greindarvísitala mín er nokkuð fljótandi eftir því hvort að ég er í stuði.  Ef ég er að taka slíkt próf andvaka um miðja nótt fæ ég út töluna 135 en ef ég er í stuði um miðjan dag og í góðu formi get ég farið upp í þetta 140-150.   Hæsta sem ég hef fengið í online greindarvísitöluprófi á netinu er 150 en alls er óvíst að ég nái þeirri niðurstöðu nokkurn tímann aftur.

Skv. þessu er ég álíka greind og Hillary Clinton, og greindari en núverandi forseti Bandaríkjanna sem er metinn á sléttar 125 (sem á reyndar að þýða að hann er ekki eins vitlaus og margir halda). 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Takk fyrir síðast  hef aldrei efast um að þú værir klárari en Bush

Erna Bjarnadóttir, 7.5.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég efast ekki um að þú hafir greindarvísitöluna 150 amk. en að Bússi hafi þessa greind er meira vafamál.

Jón Sigurgeirsson , 7.5.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er náttúrlega ekki spurning að þú ert greindari en Bush. Heldurðu að hann gæti haldi úti bloggi með einhverju viti í? En að hann hafi greindina 125! Ekki séns. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.5.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband