Hjólað á Selfossi

Nú er ég búin að uppgötva hvað það er þægilegt að hjóla á Selfossi, allt flatt.  Að vísu alltaf smá vindur eins og á Íslandi yfirleitt en stundum er hann í bakið og þá blæs byrlega. Fjárfesti í flottu svörtu og silfruðu hjóli í Byko.  Hjólið er gíralaust,  það er bara mekanískt, það er ekkert sem ég get ekki gert við sjálf, hægt að skrúfa allt og skipta um.  Gírarnir skipta ekki máli þar sem ég þarf sjaldnast að fara upp mjög bratta brekku. 

Síðan dreymdi mig í nótt að ég var að ganga Jakobsveg hinn fræga.  Var innan um fullt af fólki með bakpoka  og kunni bara ágætlega við mig.  Vonandi þýðir þessi draumur, ef hann þýðir þá eitthvað yfirleitt, að það verður gott göngusumar.  A.m.k. keypti ég nýja mjúka gönguskó í Cochem í Þýslandi og hlakka til að prófa þá.  Það er eitthvað ósegjanlega gaman við að finna grjótið undir sólunum og ganga um fjöll og firnindi.  Því lengra sem er í siðmenninguna svokölluðu því betra.  Kannski þó gott að vera með farsíma svona til öryggis.  LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband