Yndisleg messa í Skálholti

Varð þeirrar ánægju aðnjótandi að taka þátt í messu í Skálholti í morgun.  Messan sem fjallaði í þetta skipti um umhverfismál var mjög góð og lifandi.  Það var kannski ekki alveg full kirkja en þeir sem voru á staðnum tóku virkan þátt í messunni.

Sum hamingja í lífinu er einfaldlega ekki mælanleg og þessi messa var ein af þessum ómælanlegu ánægjustundum tilverunnar.  Það er mikils virði að eiga staði eins og Skálholt þar sem hægt er að hittast til umræðna, hugleiðingar og tilbeiðslu.  Og á Norðurlandi eru auðvitað Hólar í Hjaltadal Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband