Færsluflokkur: Bloggar
19.1.2007 | 14:43
Aswan stíflan

Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2007 | 16:48
Sprengistjörnur
En af hverju springa stjörnurnar ? Stjörnur eins og sólin okkar eru ekki til að eilífu einfaldlega vegna þess að eldsneytið sem knýr kjarnasamruna þeirra er takmarkað. Miðlungsstjörnur eins og sólin okkar stækka er eldsneyti þrýtur og mynda rauða risastjörnu sem síðan þeytir burt sínum ytri lögum. Stjarnan fellur að lokum saman undan krafti þyngdaraflsins og myndar hvítan dverg sem síðan kólnar smám saman.
Stjörnur sem eru mikið stærri en sólin okkar fá stórfengleg endalok. Er eldsneytið í kjarna þeirra þrýtur springa þær í þessum gríðarlegu sprenginum og kallast þá sprengistjörnur. Kjarni þessara risastóru stjarna fellur síðan saman undan þyngdaraflinu og myndar nifteindastjörnu. Allra stærstu stjörnurnar mynda svarthol þegar þær falla saman.
Inn í kjarna sprengistjarna myndast flest þau frumefni sem við þekkjum. Sumir vísindamenn segja að við séum samsett úr stjörnuryki og er þá verið að vísa til þess að sum efnasambönd í líkama okkar gætu hafa myndast í kjarna sprengistjarna. Út í þá sálma verður þó ekki farið nánar hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2007 | 16:28
Að taka til máls.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 20:25
Um tungumál Forn-Egypta.
Það virðist ljóst í dag að borgríki og það sem kallast "siðmenning" hefur orðið til á mörgum afmörkuðum svæðum jarðar óháð þróun annarsstaðar. Þannig þróuðu Egyptar sína siðmenningu 3100 fyrir Krist og Mayar sína eigin siðmenningu þúsundum ára síðar. Ekki er hægt að segja að siðmenningin hafi breiðst út frá einum punkti og þegar við ræðum um siðmenningu þá eigum við yfirleitt við borgríki eða flókin samsett samfélög. Engin ein leið eða einföld þróun virðist vera frá einfaldari samfélagsgerð til flóknari samfélagsgerðar enda þótt þetta ferli hafi endurtekið sig aftur og aftur í gegnum söguna.
Eitt sem einkennir flókin samfélög er verkaskipting og ákveðin miðstýring. Einhvers konar ríki verður til. Elstu borgríkin eins og Ur, sem Abraham var frá og Catal Huyuk voru ein elstu akuryrkjusamfélög heimsins og byggðu á landbúnaði. E.t.v. má segja í vissum skilningi að flest samfélög heimsins byggi á landbúnaði enn í dag.
Annað sem einkennir borgríkin og hin flóknu samfélög er tungumál og jafnvel einhvers konar ritmál. Forn-Egypska er skyld Semitískum og Hamitískum tungumálum. Ritlistin barst til Egyptalands frá Súmer og Egyptar þróuðu sitt einstaka ritmál eða hyeróglýfur. Grunnur Forn Egypsku voru 24 tákn. Öll voru þau samhljóðar eða hálf-samhljóðar og er einkennandi fyrir Forn-Egypsku að engin tákn voru til þess að tákna sérhljóða. Hýeróglýfísku táknin voru um 700 talsins og og táknuðu mismunandi fónetísk sambönd. Hægt var að raða þeim saman til þess að mynda orð. Algengast var að skrifa á papýrus en sem betur fer voru táknin einnig rist í stein og hafa varðveist þannig. Skrifarar í Forn-Egyptalandi voru mikils metnir og þurftu að ganga í sérstakan skriftarskóla. Til eru Forn-Egypskar bókmenntir, einkum svokallaðir Vísdómstextar og hafa þeir gefið mikilsverða innsýn í heimsmynd og líf Forn-Egypta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 15:05
Hvað er á seyði ?
Undanfarin ár hefur eitthvað undarlegt verið að gerast með norðurskautsísinn. Hann er að þynnast, brotna upp og já hann virðist vera að bráðna. Þegar ísinn bráðnar og hverfur hættir hann að endurkasta sólarljósi aftur út í geim. Í staðinn fer sólarljósið niður í hafið og veldur hlýnun hafsins. Þannig hlýnar hafið um leið og norðurskautsísinn hverfur.
Ýmislegt jákvætt er við brotthvarf norðurskautsíssins en líka ýmislegt neikvætt. Ef hafið hlýnar mikið gæti það haft áhrif á lífríki og ef ísinn hverfur munu ísbirnir líklega hverfa með honum. En svona eru nú loftslagsbreytingarnar. Og ef einhver segir: Er ekki svo kalt núna, þá bendi ég á að með loftslagsbreytingum má búast við meiri öfgum í veðurfari einnig að vetri til.
![]() |
Bráðnun hafíss hraðar hlýnun andrúmsloftsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 12:26
Hvað er stjörnufræði?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 08:02
Af hverju menga álver ?
Álver menga vegna þess að jafnvel þótt að notuð sé besta fáanlega tækni (BAT), þá er ekki hægt að hreinsa allan útblásturinn sem kemur frá þeim. T.d. er ekki hægt að hreinsa brennisteinstvíoxíð (SO2) nema með vothreinsun og ekki eru heldur til neinar þekktar leiðir til þess að hreinsa koltvíoxíð. Í þessu sambandi skiptir máli að stórt álver eins og álverið á Reyðarfirði mun þegar það er komið á fullt losa 560.000 tonn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári hverju. Ekkert af þessu er hægt að hreinsa burt. Þannig er ekki hægt að neita því að jafnvel þótt að notuð sé besta fáanleg tækni þá eru álverksmiðjur talsvert mengandi starfsemi og þurfa mikið aðhald og eftirlit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2007 | 16:45
Eldhringurinn
Á Eldhringnum eru oft djúpir og miklir jarðskjálftar og einnig er þar mikið um eldsumbrot. Dæmi um jarðskjálfta er Kobe skjálftinn í Japan og dæmi um eldgos á Eldhringnum er gosið í Tambora í Indónesíu árið 1815.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 07:20
Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi ?
Ef þú gengur um skóg skiptir miklu máli hvort að það er frumskógur eða regnskógur. Af hverju ? Af því að í regnskóginum er lítill gróður í skógarbotninum, trén eru tugir metra á hæð og laufkrónurnar eru langt fyrir ofan þig. Í frumskóginum hins vegar kemstu ekkert áfram vegna þykks botngróðurs og þú þarft sveðju til þess að höggva þér leið.
Orðið "Jungel" sem notað er um þessa skóga kemur úr Hindu og Sanskrit og þýðir eyðimörk. Það er hins vegar langt frá því að regnskógurinn sé eyðimörk. Í regnskóginum er fjölbreyttasta dýralíf jarðar en þar getur þó verið erfitt fyrir mannskepnuna að komast af.
Frægar eru kvikmyndir um regnskóginn eins og Medicine Man (1992) með Sean Connery í aðalhlutverki en einnig kom út fyrir þessi jól bókin Frumskógarstelpan eftir Sabine Kuegler þar sem hún lýsir æsku sinni í frumskógum Papúa Nýju Gíneu. Regnskógar jarðar eru í útrýmingarhættu og vil ég benda fólki á að kaupa ekki regnskógarvið nema það sé tryggt að hann komi úr sjálfbærri ræktun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 18:21
Af hverju ekki að treysta almenningi ?
Áður en franska byltingin varð í Frakklandi árið 1789 þá var mikil umræða meðal franska aðalsins hvort að það borgaði sig yfirleitt að treysta almenningi ? Átti virkilega að upplýsa almenning og mennta hann ? Áttu börn venjulegs fólks að fá að ganga í skóla? Þessi umræða endaði síðan með frönsku byltingunni og eftir það var talað um jafnrétti, frelsi og bræðralag.
Nú finnst manni sem það skorti franska byltingu á Suðurnesjum. Af hverju treysta stjórnmálamenn ekki fólkinu og leggja álversmálin í almenna atkvæðagreiðslu? Hvað er að óttast? Er ekki hægt að upplýsa almenning nógu vel um málið? Er hætta á því að almenningur taki ranga ákvörðun ? Mér finnst það til háborinnar skammar að stjórnmálamenn í dag skuli leyfa sér að taka ákvarðanir án þess að styðjast við álit almennings. Er ekki kominn tími til þess að rifja upp Locke, Berkeley, Hume og Montesqueu og skoða grundvöll lýðræðisins. Fara jafnvel alveg aftur til forngrikkja, Platóns og Sókratesar til þess að átta sig á því hvað lýðræði í raun og veru er. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu vel að sér um grundvöll lýðræðisins ? Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Ekki kosið á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)