Mín viðkvæma þjóð

jonsigurdsson.jpgMikið hefur nú þjóðarstolt Íslendinga oft verið stærra en flatarmál landsins gefur til kynna.  Hugur okkar hefur verið stórveldi þótt í raun og veru séum við bara örþjóð í samfélagi þjóðanna.  Við höfum sótt innblástur í stórbrotnar (og kostnaðarsamar) hugmyndir okkar til stórskálda eins og Einars Benediktssonar.  Íslensku bankarnir gerðu það nákvæmlega sama í Bretlandi og Einar Benediktsson gerði á sínum tíma.  Þeir seldu vöru sem var ekki til og urðu óvelkomnir í landinu, nokkurs konar persona non grata

En mikið höfum við Íslendingar alltaf dáðst að okkar djörfustu mönnum.  Allt frá því að við lásum um hetjur fornsagnanna  höfum við verið tilbúin að fyrirgefa þeim þótt þeir höggvi mann og annan.  Síðan bætist ofan á þessa hetjudýrkun Garðars hólm komplexinn sem er einskonar dýrkun allra þeirra sem hafa meikað það í útlöndum á meðan ekkert er hlustað á þá spekinga sem tala hér innanlands jafnvel þótt að hlustað sé á sömu spekinga erlendis og þeir hafi jafnvel meikað það líka.

En núna á mín viðkvæma þjóð bágt.  Stoltið hefur verið sært, og mönnum verið kippt all harkalega niður á jörðina.  Flestum líður eins og þeir hafi misst eitthvað sem þeir áttu áður, án þess að vita nákvæmlega hvað það var.  En hvernig sem okkur líður verðum við almenningur að muna að þetta er ekki okkur að kenna, við getum ekki gert mikið í málunum, nema e.t.v. kosið skv. okkar sannfæringu og krafist þess að kosningar verði haldnar strax og mögulegt verður eftir að erfiðustu mál hafa verið leyst í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband