Herbert Hoover og kreppan mikla

The image “http://history.sandiego.edu/gen/USPics20/chaplin-century.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Herbert Hoover var forseti Bandaríkjanna um það leyti er kreppan mikla skall á.  Hann reyndi að grípa til ráðstafana til að stöðva ferlið en allar tilraunir hans báru engan árangur. 

Sumir segja að Hoover hafi alls ekki séð kreppuna fyrir.  Sagt er að Hoover hafi sagt að lausn kreppunnar væri rétt handan við hornið, en hann gleymdi að tilgreina hvaða horn hann átti við.  Í dag sjáum við Geir Hilmar Haarde hrópa að það sé ekki kreppa, bara smá lægð.  Staðreyndin er hins vegar sú að það þarf ekki mikið til að íslensku bankarnir lendi í miklum erfiðleikum, og eiginfjárstaða þeirra fari undir leyfileg mörk.

Sagan endurtekur sig, og það má segja að hið mikla velsældarskeið sem ríkt hefur frá lokum seinni heimstyrjaldar hafi hlotið að taka enda.  Ég hef verið að búast við kreppunni lengi, - ég hélt þó að hún myndi koma aðeins síðar, e.t.v. þegar ég sjálf væri komin á gamalsaldur.  

En þetta er raunveruleg kreppa.  Ekki leikur, ekki brandari, heldur staðreynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Ingibjörg


Það er náttúrlega engin kreppa á Íslandi og það ríkir ekki kreppa í heiminum. Fyrst þyrftum við af komast í 35% atvinnuleysi og matvælaskort til þess. En það ríkir hinsvegar fjármálakreppa í öllum heiminum ásamt sálrænni kreppu hjá sumum. Fjármálakreppa er ekki það sama og kreppa, því hún er bundin við sjálfa fjármálamarkaðina og fjármögnum fyrirtækja heimsins. En hættan er sú að fjármálakreppan GETI breitt sig út til grunn-hagkerfisins og atvinnuveganna ef röng stefna er viðhöfð eins og reyndin varð hjá Hoover því Hoover fók í leik "sterka mannsins" og kom af stað raunverulegri kreppu með ótímabærum og röngum afskiptum stjórnvalda sem tryggðu að ástandið þróaðist úr gengisfalli á hlutabréfamarkaði og yfir í ömurleika fyrir alla í meira en 10 ár. Þarna brugðust seðlabankar hlutverki sínu alveg því þeir hugsuðu ekki fyrir að fylgjast með magni peninga í umferð og fjárþurrðin kom. Röng og ótímabær ríkisafskipti tryggðu þarna verstu kreppu nýrri tíma fyrir alla þegna. Allt til þess eins að vinna sér inn álit kjósenda sem "sterkur maður"

En tímarnir hafa heldur ekki verið vænlegir fyrir alla frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þannig gátu Bretar t.d. fyrst um 1960 algerlega afnumið alla skömmtun í þjóðfélagi sínu alla tíð frá styrjaldarárunum. Allir Rússar sultu meira eða minna stanslaust frá 1918 til 1978 og Þjóðverjar fóru fyrst að braggast um 1956. Öll Austur Evrópa hafði það aldrei einu sinni bara sæmilega gott undir stjórnarfari kommúnista frá 1945 og fram til 1980. Verslun og viðskipti á heimsvísu náðu sér fyrst á strik um 1990 þar sem hanttvæðing viðskipta fyrst komst upp í það umfang sem hafði verið allt fram að aldamótum 1900

Íslensku bankarnir eiga í erfiðleikum, miklum erfiðleikum, því þeir eru hluti af alþjóðahagkerfinu. Þeir fara því ekki varhluta af því. Það er ekki hægt að leysa fjármálavandamál heimsins á Íslandi. En hver veit, kanski munu ÍS-bankar koma vel út úr þessu miðað við aðra banka. En til þess að koma á sæmilegu ástandi í fjármálaumhverfi heimsins þá þurfa ca 1/3 af öllum fjárfestingabönkum heimsins að hverfa af yfirborði jarðar.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 16.9.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Seinni heimsstyrjöldinni lauk aldrei, hún skipti bara um vettvang...

Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband