Nihilismi fæðir af sér stalínisma og fasisma

http://www.ziyouz.com/rasmlar/articles/stalin2.jpg

Nihilisminn í Rússlandi á 19.öldinni og skoðanir intellígentsíunnar rússnesku sem taldi m.a. Lenín, Stalín og Trotský fæddu á endanum af sér stalinisma.  Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að stjórnskipulag trúleysisins fékk að njóta sín í Sovétríkjunum sálugu þar sem kirkjum var breytt í almenningssalerni og börn kristinna foreldra fengu ekki að fara í háskóla.

Stalinisminn leiddi til hruns landbúnaðarins í Sovétríkjunum, andlegrar örbirgðar, hungursneyðar og dauða um 30 milljóna manna.  Börn voru handtekin fyrir að hjóla á ljósastaura og send í þrælkunarbúðir.

Á sama tíma og Stalín var að útrýma millistéttinni í Rússlandi, sat Hitler önnum kafinn í Berlin við að flokka fólk niður skv. þeirri niðurstöðu þróunarkenningarinnar að hinir sterku eigi að lifa af.  Allir sem voru veikburða eins og fatlaðir, einhverfir, geðsjúkir, samkynhneigðir, voru merktir með stjörnu og sendir til Buchenwald eða Auswitsch.  Þessi flokkun mannfólksins niður í erfðafræðilega sigurvegara og erfðafræðilega tapara var engin tilviljun.  Lestarferðirnar til Buchenwald voru vandlega skipulagðar.  Allt studdist þetta við vísindi kynstofnafræðinnar sem Hitler kom á laggirnar.

Þetta er kannski grófasta dæmið um það hvernig er hægt að misnota vísindin í þágu glórulauss valdabrjálæðis.   Hitler og Stalín voru ofstækismenn hvor á sinn hátt.  Þeir voru nihilistar eins og Bazarov, blóðlausir, valdasjúkir og úr tengslum við allar mannlegar tilfinningar.  Nihilismi fæðir þannig af sér óskapnaðinn sem er andstæða orðsins eða logosins sem er í raun hið réttláta skipulag heimsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég held að Stalín og Hitler hafi ekki flokkað sig sem nihilista.  Nihilistar voru vissulega áberandi í þeirri þjóðfélagsólgu sem var til staðar í lok 19 og byrjun 20 aldar og bæði nasisminn og kommúnisminn spruttu upp úr. En það er rétt hjá þér að Hitler og Stalín voru ofstækismenn sem náðu völdum í skjóli ákveðinnar stjórnmálastefnu sem báðar byggðust á alræði.  Það er nauðsynlegt að mannkynið gleymi ekki þessum hörmungum heldur noti þær sem víti til varnaðar, berjist gegn alræðishugmyndafræði og stjórnmálamönnum sem hafa aukningu ríkisvalds á stefnuskránni.  Bendi á stórmerkilega bók sem ég las nýlega, The Whisperers eftir Orlando Figes.  Ég skrifaði smá blogg um hana um daginn.

Þorsteinn Sverrisson, 10.9.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað er "stjórnskipulag trúleysisins" ?

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: halkatla

Tolstoy var líka níhilisti í hálfa öld áður en hann uppgötvaði Krist

p.s bloggið þitt er eitt það gáfulegasta á svæðinu

halkatla, 11.9.2008 kl. 07:39

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

  Allir sem voru veikburða eins og fatlaðir, einhverfir, geðsjúkir, samkynhneigðir, voru merktir með stjörnu og sendir til Buchenwald eða Auswitsch.
Ert þú viljandi að sleppa ákveðnum afar fjölmennum hópi í þessari upptalningu vegna þess að það passar ekki við "kenningu" þína?

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 08:25

5 identicon

Gyðingar voru merktir með stjörnu.  Hinir hóparnir voru merktir með öðrum táknum.  Hommar voru t.d merktir með bleikum þríhyrningi.

Allt um flokkunarkerfi útrýmingarbúðanna hérna.  http://en.wikipedia.org/wiki/Nazi_concentration_camp_badges

 Það er alvarleg rökvilla í þessari grein.  Þú spyrðir saman eplum og applesínum.  Af lestri greinarinnar má lesa út að Hitler og Stalín hafi framið grimdarverk vegna þess að þeir voru nihilistar.  Með sömu röksemdafærslu má segja að þeir hafi framið grimmdarverkin vegna þess að þeir voru báðr dökkhærðir.  

 Mikilvægt er að þeir frömdu ekki ódæði sin í nafni nihilsmans.  það er meir að segja umdeilanlegt hvort þeir hafi yfir höfuð verið nihilstar.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 09:33

6 identicon

"... ég er sannfærður um að ég starfa fyrir hönd skapara okkar. Með því að berjast gegn Gyðingunum. Ég er að vinna verk Drottins."

Adolf Hitler (Mein Kampf)

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 09:46

7 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Sæll Teitur og takk fyrir gott innlegg,

Skv. Simon Sebag Montefiore, The Young Stalin, bls. 74, varð Stalín trúlaus marxisti eftir að hafa stundað nám í prestaskóla.  Hann var trúleysingi, atheisti eins og allir forystumenn marxisma í Sovétríkjunum.  Þegar ég segi að hann hafi verið nihilisti er ég að segja að hann hafi ekki trúað á neinn Guð eða æðri mátt, hvorki í himni né í manninum sjálfum.   Hann var því tómhyggjumaður.

Hvað varðar Hitler er málið kannski dálítið flóknara, en það er a.m.k. hægt að fullyrða að ekki var Hitler kristinnar trúar, og vafamál hvort að hann hefur trúað á einhvern æðri mátt yfirhöfuð og ekki hefur hann heldur trúað á "Guð í sjálfum sér".

Hitler og Stalín voru á sama tíma í Vínarborg og fræðilega séð hefðu þeir getað hist, en þessir ágætu menn hittust samt aldrei svo vitað sé, hvorki þá né síðar.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 11.9.2008 kl. 09:50

8 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Guð notar þá sem eru góðir, en vondu mennirnir reyna að nýta sér Guð!  Kæri Óli Gneisti, Hitler lét taka marga kristna menn af lífi og tortímdi mörgum kristnum prestum sem mótmæltu nazisma, sbr. Bonhoeffer.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 11.9.2008 kl. 09:54

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

varð Stalín trúlaus marxisti eftir að hafa stundað nám í prestaskóla
Ertu að segja að nám í prestaskóla leiði til stalínisma?

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 10:08

10 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæri Matthías,

Í tilviki Jósefs Djúgashvilis Stalíns er a.m.k. hægt að segja að námið í þessum ákveðna prestaskóla í Georgíu gerði hann ekki að kristnum manni eða betri manni, heldur hafði í raun þveröfug áhrif. Ef þú lest bókina eftir Simon Sebag Montefiore þá skilur þú e.t.v.  betur af hverju.

Reyndar var Stalín barinn svo mikið í bernsku af föður sínum löngu áður en hann fór í umræddan prestaskóla, að ég hef stundum velt því fyrir mér hvort að hann hafi ekki orðið fyrir heilaskemmdum sem barn. A.m.k. var um hroðalegt heimilisofbeldi að ræða.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 11.9.2008 kl. 10:13

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Finnst þér röksemdafærsla þín ekki dálítið vafasöm? 

Ef við notum þína aðferð er ljóst að nám í prestaskóla leiðir til stalínisma og því vona ég að þú berjist fyrir því að guðfræðideild HÍ verði lögð niður.

Þú veist vonandi að gyðingahatur í Evrópu á sér kristnar rætur.  Í Þýskalandi skrifaði Lúther meðal annars bókina Um gyðinga og lygar þeirra  þar sem hann lagði til ofsóknir á gyðingum.

Leiðir Lútherstrú þá til fasisma?  Já, hiklaust samkvæmt þinni aðferð.

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 10:19

12 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæri Matthías,

Misnotkun á kristinni trú og misnotkun á vísindum getur leitt til hroðalegra verka.  Það þekkjum við dæmi um úr mannkynssögunni.  Trúleysi er einnig trúarafstaða sem getur leitt til hroðalegra verka sbr. stalínismann.

Misnotkun og mistúlkun á öllum trúarbrögðum getur leitt til ódæðisverka, en þýðir það að trúarbrögðin sjálf eigi ekki rétt á sér? Ég er ekki þeirrar skoðunar.

Ég tel trú vera algjörlega eðlislæga og miðlæga í mannlegri hugsun.  Ég trúi því t.d. að sólin komi upp í fyrramálið, en ég hef enga beina sönnun fyrir því fyrr en það gerist. Ég lifi beinlínis í trausti og trú, ég gæti ekki lifað öðru vísi. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 11.9.2008 kl. 10:28

13 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Misnotkun á kristinni trú

Ertu að segja að Lúther hafi misnotað kristna trú?  Ertu í Þjóðkirkjunni?

Trúleysi er einnig trúarafstaða sem getur leitt til hroðalegra verka sbr. stalínismann.

Nei, þetta er bull.  Hér er ein grein um kristni og kommúnsima en margt annað hefur verið ritað.  Kommúnistar voru fyrst og fremst... kommúnistar.

Trúleysi er ekki trúarafstaða, trúleysi er lífsskoðun alveg eins og trú er lífsskoðun en þar með er ekki sagt að trúleysi og trú séu eins.  Trúleysi er afstaða en það felst engin trú í því að trúa ekki.  Þetta er kjánaleg þversögn.  Kristnir trúa t.d. ekki á ótal aðra gvuði, felst sérstök trú í því?  

  Ég trúi því t.d. að sólin komi upp í fyrramálið, en ég hef enga beina sönnun fyrir því fyrr en það gerist.

Nei, þú veist að sólin kemur upp á morgun og þú hefur ótal sannanir fyrir því að það gerist.  Ekki gera þér upp fáfræði. 

Þú þarf einfaldlega að kynna þér málið betur því þú tjáir þig hér eins og engin umræða hafi áður farið fram um þessi efni.  Hugtakið "trú" hefur ýmsar merkingar, á ensku eru til a.m.k. tvö hugtök "faith" og "belief".  

Hér er örlítið lesefni.

 Ég mæl svo sérstaklega með pistlum Þórdísar Helgadóttur um trúleysi.

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 11:07

14 identicon

"Trúleysi er einnig trúarafstaða" segir þú.  Þetta er rugl.  Ef þetta er rétt, þá eru áhangendur íþróttafélaga "trúaðir" því félagslega líkindi eru mikil milli trúarsöfnuða og íþrótta"söfnuða".  það vantar yfirnáttúruna inn í dæmið.  Trúleysi innifelur ekki í sér trú á yfirnáttúru.  Þar eru stóru skilinn.

Örn Bárður prestur í Neskirkju er voðalega gjarn á að spyrða "trú" við allskonar athafnir, rétt eins og þú ert að gera.  Þú segir að Dawkins sé t.d afar trúaður maður.  Enn og aftur vantar yfirnátturuna.  Búddismi innifelur í sér yfirnáttúru þótt að enginn "guðinn" sé til staðar.  Örn Bárður gengur svo langt að segja að fólk "næri" trúarþörfina (hugtak sem ég set spurningamerki við) með lestri ljóða og skáldsagna.  Með sama móti mætti segja að öll hrifnæmi væri trúrleg upplifun.  Þetta er bara bull.

 það er einnig særandi að segja að trúleysingjar séu "samt" trúaðir.  Svona röksemdafærsla var notuð í Vietnamstríðinu af haukonum í Washington.  Fræg réttlæting fyrir ofbeldinu þar var að "innan í hverjum Víetnama er í rauninni Bandaríkjamaður sem vil að við "hjálpum" honum.

 Svona skrif eru til vansæmdar og á ferlega lágu plani.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:50

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nihilistarnir í Rússlandi á 19. öld hafa alltaf vakið forvitni mína.  Þetta var svo mikil uppreisn gegn ríkjandi gildum  o.s.frv. 

Eg vil ekki setja samansemmerki milli rússneska kommúnismans og Nihilistanna á 19.öld þó megi segja að vissir þættir séu tengdir þeirra á milli.

En Dostojevskí sá fyrir að þetta gæti endað með ósköpum.  Hann sá fyrir að þegar Guð eða æðri kraftur og tilgangur var tekinn útfyrir sviga... gæti það skapað jarðveg hættulegrar þróunnar fyrir mannskepnuna.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2008 kl. 12:00

16 identicon

Ég trúi því t.d. að sólin komi upp í fyrramálið, en ég hef enga beina sönnun fyrir því fyrr en það gerist.

Þú hefur nefnilega margar beinar sannanir að það gerist. Í fyrsta lagi snýst jörðin eins og t.d. hægt er að staðfesta með Foucault pendúl (þessi stóri í Orkuveituhúsinu hefur ekki enn stöðvast svo færa má rök fyrir að jörðin sé enn að snúast). Í öðru lagi sérðu færslu sólar á himninum eða stjarnanna, sem hlýst af völdum snúnings jarðar. Í þriðja lagi er snúningur jarðar ekki bundinn þannig að hún snúi ætíð sömu hliðinni að sólinni.

Þetta ætti auðvitað jarðfræðimenntuð kona eins og þú að vita. Það er því alveg óþarft að gera sér upp fáfræði þegar maður veit betur.  

Sævar Helgi (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:55

17 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Ég hef reyndar alltaf litið á trúleysi sem trúarafstöðu, þ.e. afstöðu til trúmála, rétt eins og það er ákveðið atvinnuástand að vera atvinnulaus (en það er þó ekki "vinnan" manns að vera atvinnulaus, rétt eins og trúleysi eru ekki trúarbrögð).

Aðal misskilningurinn hjá Ingibjörgu felst í því að hún telur trúleysi vera hugmyndafræði. Það er hins vegar enginn siðaboðskapur eða siðfræði tengd trúleysi; rétt eins og við flest sækir Ingibjörg stóran hluta siðferðikenndar sinnar í arfleifð upplýsingarinnar og húmanismans (sem hún notar svo til að vinsa úr góðu versin í Biblíunni og kallar það kristilegt siðgæði). En það er ekki hægt að drýgja neitt í nafni trúleysis - Stalín, Pol pot og fleiri gerðu öll sín ódæði í nafni ákveðinnar hugmyndafræði. Að þeir hafi verið trúlausir hefur sjálfsagt ekki stoppað þá (þeir hafa ekki óttast neina helvítisvist), en það var ekki mótívið fyrir grimmdarverkum þeirra.

Kristján Hrannar Pálsson, 15.9.2008 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband