Endist jarðhitinn að eilífu?


Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að jarðhitavirkjanir hafa takmarkaðan endingartíma.  Það er vegna þess að hraðar er dælt upp úr jörðinni, heldur en mögulegt er að jarðhitageymirinn í jörðu niðri geti endurnýjað sig.  Að þessu leyti má líkja jarðhitavirkjunum við námavinnslu. 

Nú eru komnar ansi stórar virkjanir á Hellisheiðinni.  Bæði Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun eru að hluta til að nota sama svæði.  Nú á að bæta Bitruvirkjun við.  

Það er óvíst hversu lengi jarðhitinn á Hellisheiði og Nesjavallasvæðinu mun endast.  Það er jafnvel hugsanlegt að Nesjavallavirkjun keyri á fullum afköstum þangað til að einhvern daginn er hún bara búin í bili.  Það er að vísu hægt að hvíla jarðhitavirkjanir, á meðan geymirinn fyllist aftur, en á meðan verður að ná í orku annarsstaðar.

Það eru því gild rök fyrir því að fara alls ekki í Bitruvirkjun í dag, vegna þess að þá erum við að fækka þeim möguleikum sem við höfum hugsanlega í framtíðinni þegar Nesjavellir mögulega klárast einhvern daginn.  Auk þess gæti Bitruvirkjun flýtt fyrir dauða Nesjavallavirkjunar og einnig haft áhrif á Hellisheiðina alla.  Þessi mál þarf a.m.k. að rannsaka og kanna mun betur áður en rokið af stað í frekari virkjanir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 10.9.2008 kl. 02:26

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Athyglivert, en er þá ekki kostur að virkja smátt og á mörgum svæðum, eða eru þau kannski ekki svo mörg?

Haraldur Davíðsson, 10.9.2008 kl. 02:46

3 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Mitt mat er það að það væri æskilegt að geyma Bitruvirkjun vegna þess að enn er ekki alveg ljóst hvaða áhrif hún mun hafa á langtímanýtingu Nesjavalla sem ég met sem mun mikilvægari virkjun.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 10.9.2008 kl. 07:21

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Það eru ákveðinn takmörk fyrir því hve margar virkjanir er hægt að setja á sama svæðið!

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 10.9.2008 kl. 07:22

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ertu viljandi að gleyma Hverhlíðarvirkjun?

Gestur Guðjónsson, 10.9.2008 kl. 09:23

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Ingibjörg. Þú átt líklega við, að heita vatnið (grunnvatnið) gæti minnkað? Er nokkuð sem bendir til þess að virkjanir hafi áhrif á sjálfan jarðhitann? Ísland er jú "heitur reitur" þar sem Kvikan (magma) streymir upp á yfirborð jarðar líkt og á Hawaii.   

Júlíus Valsson, 10.9.2008 kl. 09:57

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hm hm... já, þó maður hafi ekki hugsað útí þetta hljómar það rökrétt.  Eyðist þegar af er tekið o.s.frv.

En td. eins og með Nesjavallavirkjun, að ef hú er yrði búin einn daginn og þyrfti hvíld... hvað er þá líklegt að geymirinn væri lengi að fyllast á ný. Ár, tugir ára, eða meira kannski ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 11:27

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvað með Kröflu svæðið, hefur það dofnað/veikst á þessum áratugum sem hún hefur verið starfrækt?

Hefur reynslan af Kröflu gefið til kynna að við göngum of hratt á tankana?...

....spyr sá sem ekki veit...

Haraldur Davíðsson, 10.9.2008 kl. 16:01

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef ekkert vit á þessu frænka, treysti ykkur vísindamönnum fyrir að hafa vit fyrir pólitíkusum í aðgerðum eða ekki aðgerðum, en hef trú á að hitinn í bloggunum á undan þessum eigi eftir að endast eitthvað áfram.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.9.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband