Hver er náungi minn?

The image “http://www.tomorrowproject.net/pub/Media/-568_200.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Á þeim 20 mínútum sem tekur þig að skoða bloggið, munu um 1100 manns deyja í þróunarlöndunum af völdum vannæringar og skorts.  Mörg dauðsföll má einnig rekja til þess að fólk neyðist til þess að drekka mengað vatn sem getur smitað það af taugaveiki eða jafnvel kóleru.  Fjölónæmir berklar eru algengir í Rússlandi og Austur Evrópu, einkum í fátækari hlutum þessara landa þar sem aðbúnaður fólks er lélegur.  Á meðan þú lest þessar línur býr um 1 milljarður manna við fátækt sem veldur tjóni bæði á sál og líkama.

Við sem búum í ríkustu löndum heims berum sameiginlega ábyrgð á þessari stöðu mála.  Við erum sameiginlega sek í því að viðhalda heimsmarkaðskerfi sem tekur frá þeim fátæku og gefur þeim ríku.  Ríkar þjóðir nota auðlindir og hráefni fátækari ríkja sjálfum sér til hagsbóta en jaðarsvæði og fátækustu íbúar heims bera lítið sem ekkert úr býtum.

Þessi sameiginlega sekt okkar er erfið viðureignar.  Fæstir stjórnmálamenn þora að horfast af alvöru í augu við spurningar um félagslegt réttlæti og raunveruleg mannréttindi.  Þeir eru flestir varðhundar kerfisins og verja hina óréttlátu skipan veraldarinnar með kjafti og klóm.  Stjórnmálamenn eru einnig flæktir í allskyns hagsmunatengsl, og þeir eru margir hverjir háðir stórfyrirtækjum sem hafa greitt í kosningasjóði.  Það er því vandfundinn sá stjórnmálamaður sem þorir að ráðast gegn kjarna vandans, gegn hinni óréttlátu heimsskipan.

Við eigum þannig réttilega að vera með samviskubit vegna þess hvernig við sameiginlega förum illa með fátækustu íbúa jarðar.  Það skiptir því miklu máli að við, íbúar ríku landanna, öxlum ábyrgð og reynum að draga úr fátækt og örbirgð í heiminum.  Einnig ættum við að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda undireins, vegna þess að loftslagsbreytingar munu bitna harðast á fátækari íbúum heimsins.  Það er okkar að grípa til aðgerða.

Viskan er nefnilega fólgin í því að hugsa fyrst og fremst um aðra, en ekki alltaf um sjálfan sig. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Afburðagóður pistill. Kveðja úr Grænumýri

Erna Bjarnadóttir, 26.5.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þörf ábending.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 10:51

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir góðann pistil og þarfan.

Georg P Sveinbjörnsson, 5.6.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband