Anna Karenína - eitt af meistaraverkum rússneskra bókmennta

tolstoy2Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins en hver einasta óhamingjusama fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt...þannig hefst skáldsagan Anna Karenina eftir Lev Nikolaitsj Tolstoj, en sagan er eitt af mestu meistaraverkum rússneskra bókmennta fyrr og síðar.  Umfjöllunarefni skáldsögunnar er hjónabandið, bæði hið hamingjusama hjónaband, en ekki síður hið óhamingjusama hjónaband Karenin hjónanna og Oblonskij hjónanna svo eitthvað sé nefnt.

Þegar sagan hefst er heimili Oblonskij fjölskyldunnar í uppnámi.  Fjölskyldufaðirinn hefur orðið uppvís að framhjáhaldi með kennslukonu barnanna (hversu lágt er hægt að leggjast?) og eiginkona og eiginmaður talast ekki lengur við (ekki að furða).  Þjónustufólkið reynir að miðla málum en veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga.  Þarna er komin ein óhamingjusöm fjölskylda sem er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt.  Tolstoj lýsir af ótrúlegri næmni hugsanagangi og átökum sem eiga sér stað.  Realismi Tolstojs er raunverulegri en raunveruleikinn sjálfur.

Anna Karenína fjallar einnig öðrum þræði um stöðu kvenna, þar sem Anna Karenina er ekki frjáls kona, gift manni sem hún elskar ekki (Karenin), en hann vill samt ekki veita henni frelsi.   Hin vonlausa staða Önnu leiðir að lokum til sturlunar hennar.  

Eins og lesandann kannski grunar var Lev Nikolaitsj Tolstoj sjálfur ekki mjög hamingjusamur í sínu eigin  hjónabandi a.m.k. ekki hin síðari ár.  Það er einfaldlega hægt að orða það þannig að konan hans hafi verið dálítil "gribba" og hann kannski líka erfiður á köflum.  Þrátt fyrir það var Tolstoj hlynntur auknu frelsi kvenna svona almennt enda skynsamur og upplýstur maður að eðlisfari. 

Anna Karenina er til í íslenskri þýðingu en hún var þó sennilega ekki þýdd beint úr rússnesku heldur úr dönsku eða ensku. Gæti því ýmislegt hafa skolast eitthvað til í þýðingu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, ég er sammála því að Anna Karenina er ein af meistaraverkum heimsbókmenntanna. Ég var ansi lengi að lesa hana en sé ekki eftir einni mínútu sem ég eyddi yfir þessu langa verki.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.1.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég las einmitt á síðasta ári bók um síðustu æviár Tolstjojs, í íslenskri þýðingu, man því miður ekki heiti hennar. Hún var ákaflega fróðleg. Þar var lýst mjög vel togstreitunni á milli (smá)borgarlegra viðhorfa eiginkonunnar og skáldsins, og réru aðdáendur hans og fylgismenn þar duglega undir og gerðu í því að spilla á milli þeirra.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband