Bréf til Maríu - spjall

christianitychristianbiblicaltrinitystatueoftheblessedvirginmaryVar að klára að lesa Bréf til Maríu eftir Einar Má Jónsson.  Hreint aldeilis athyglisverð bók sem allir ættu að lesa.  Hann setur fram skoðanir á hinum ýmsu atriðum en allt ber að sama brunni.  Vestræn menning virðist vera að glata fótfestu sinni, bæði á sviði mennta og menningar.  Einkum eru það frjálshyggjuöflin sem eru að leggja vestræna menningu í rúst, en hún molnar einnig innanfrá vegna ístöðuleysis og skorts á samstöðu.  Klassísk menntun hefur verið aflögð með hroðalegum afleiðingum fyrir skólakerfið (að mati höfundar) og alls konar afbygging eða dekonstrúktívismi viðgengst. 

Um leið og vestræn menning er í kreppu og molnar innanfrá vegna þess að menn eru búnir að fórna arfleifð sinni og gildismati fyrir stundargróða og persónulega hagsmuni sækja önnur menningaröfl og önnur trúarbrögð inn í Evrópu, tilbúin að fylla það tómarúm sem myndast eftir því sem vestræn menning gefur meira eftir og verður lausari í reipunum.  Veruleg hætta er á því að nánast öll vísindaleg, trúarleg og sagnfræðileg þekking mannkynsins glatist og sá þráður sem liggur til fortíðar (og áfram til framtíðar) slitni.  Slíkt rof í sagnfræðilegum og tímalegum skilningi er hættulegt vegna þess að samfélag sem lifir einungis í nútímanum er stjórnlaust samfélag.  Frjálshyggjan er í þessu samhengi tortímandi afl sem fer um eins og draugur og skilur eftir sviðna jörð.

Hvort sem menn eru sammála þeim skoðunum sem koma fram í bókinni Bréf til Maríu, eða telja þær svartagallsraus eitt, þá hvet ég allar hugsandi konur og menn til þess að lesa þessa bók og mynda sér skoðun.  Þ.e. ef fólk kann almennt ennþá að lesa bækur sem eru þykkari en 100 bls.  Hvað þá ef bókin væri skrifuð á latínu, amo, amas, amat...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þessa bók þarf ég greinilega að lesa.

Skemmtileg tónlistin þín í tónlistarspilaranum þínum!

Minnir á Rússland,...? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.1.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Takk, það er víst óhætt að segja að ég sé undir vissum rússneskum áhrifum enda hef ég lært rússnesku, rússneska sögu og fornkirkjuslavnesku í 5 ár í háskóla.  Byrjaði síðan í jarðfræði þegar ég var 25 ára gömul.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 1.1.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband