Loftslagsbreytingar það eina sem skiptir máli

climatechangeVeruleiki loftslagsbreytinga er eini pólitíski raunveruleikinn sem skiptir máli í heiminum í dag.  Verði raunveruleiki loftslagsbreytinga ekki viðurkenndur, þá verður enginn annar pólitískur raunveruleiki til þess að takast á við, - engar fiskveiðar, engin efnahagsmál, ekkert bankakerfi, enginn hagvöxtur.  Það verður því að teljast heldur bagalegt þegar stjórnmálamenn hér á Íslandi virðast ekki vilja horfast í augu við þennan veruleika loftslagsbreytinga.  Ekki bætir úr skák þegar hámenntaðir sérfræðingar koma fram í fjölmiðlum og segja að loftslagsbreytingar séu bara þriðja heims vandamál og þetta verði bara frábært hér á Íslandi - soldið hlýrra og meiri sól.  Veruleiki loftslagsbreytinga er miklu meira, annað og meira en meiri sól.  Loftslagsbreytingar þýða að kornuppskera heimsins getur brugðist, Egyptaland og Bangladesh geta farið á kaf.  Reykjavík getur að hluta til farið í kaf.  Meiri líkur verða á stormum og ofsaveðri.  Slíkur er veruleiki loftslagsbreytinga en íslenskir stjórnmálamenn hafa hingað til valið að stinga höfðinu í sandinn.  En jöklarnir eru að bráðna, jafnvel á veturna eru íslensku jöklarnir brúnleitir og bráðnandi.  Það sést varla almennilega hvítur jökull lengur.  En við Íslendingar njótum sérstakrar náðar almættisins.  Við erum með sérsamning.  Ekkert sem ógnar heimsbyggðinni getur ógnað okkur, eða hvað ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband