Færsluflokkur: Bloggar

Undir snjónum

Undir snævar hvíta feldi
hvílir gróskunnar milda vor.
Vonast eftir sólareldi88b7a7e86391749e39581db8bb10d370_1257175.jpg
er vekur lífsins mátt og þor.

Út í blíðan vorsins blæinn
barnið fetar sín fyrstu spor.
Yfir bjartan sólardaginn
blessast barnæskunnar vor.

 

IEB (2015)


Liljan

Í ljósi augna þinnawhite-lily-flowers-wallpaper-9267.jpg
ég liljan er fríð,
þótt í heimsins ranni
ég heyi mitt stríð.

Þú sérð mitt innra
hjartans mál.
Minn kærleik mælir
á vogarskál.

Ég stend þér til fóta
hvít sem mjöll.
Þér einum tilheyrir
mín ævin öll.

Þótt úr mér blæði
sem beiskri rót,
sé ég þó sárið
sem sigurinn skóp.

Inn til logans
lá lífsins leið.
Handan himnabogans
lausnin mín beið.

Andspænis þér
ég liljan er fríð.
Í náð og miskunn
ég heyi mitt stríð.

IEB (2015)


Lofsöngur

Faðir himna, ljóss og lífs,jesus-enthroned-w-angels.jpg
lof sé þér í ríki Jarðar.
Ætíð syngi þér náð og dýrð
hjörtu þinnar barna hjarðar.

Í myrkum heimi ei virðist líft,
leiftrandi villuljósin loga.
Öllu sem lifir er þó hlíft,
af upprisu náðar sigurboga.

Lof sé þér faðir ljóss og lífs,
fyrir miskunn þína á Jörðu.
Nýr heimur sonar ljóssins skírs,
lifir og bíður barna hjörðu.

Gegnum Dauðann blikar ljós,
lýsir lofgjörð engla hjarðar.
Enginn lengur farast mun,
þótt falli sem sleginn til jarðar.

IEB (2015)

 


Án allra þinna engla

 

Án allra þinna englacemetery_angel_by_ashensorrow.jpg
ég stigið fæ ei skref.
Fótfestu finn enga,
botnlaust myrkur, þref.

Á brú úr elsku þinni,
mér birtist engill þinn.
Beinir öndu minni,
yfir botnlaus hyldýpin.

Á brú úr himnaljósi,
byggir andi minn.
Það er sem sálin kjósi
að stíga í himinn inn.

Milli þessa heims og annars,
er aðeins örmjótt þil.
Brú úr himnaljósi,
sem liggur lífsins til.

IEB (2015)


Fegurð heimsins

Fegurð heimsins var mér dulinangel-of-mercy-statue.jpg
dimm var myrkurs nótt.
Uppspretta ljóssins hulin,
þyrmdi yfir skjótt.

Þá sá ég sverð úr eldi
sindra himnum á,
engil í æðsta veldi
stíga skýjum frá.

Ég stóð sem úr steini,
starði ljósið á.
Eldur ei að meini,
en mikið var mér brá.

Þá nam ég fegurð heimsins,
upp lukust mínar brár.
Til endimarka geimsins,
dauðinn var sem nár.

Úr ösku steig ég brunninn
í nýjan alheims geim.
Sigur kærleikans unninn,
læknað mannkyns mein.

Regnskógar grænir og fagrir
gréru um alla Jörð.
Fuglar himins sungu,
signdu kornsins svörð.

Fossar féllu af hæðum,
sungu flúðir við grjót.
Nóg var af vatnsins æðum,
fram runnu fögur fljót.

Ég aldrei hafði skynjað,
fegurð þessa heims,
hafði sálu brynjað,
taldi allt ekki til neins.

En engill mig hafði snortið
opnað augu mín.
Nú er það eilíf fegurð
sem úr hjarta mínu skín.

IEB (2015)


Eitt laufblað að hausti

Sú hugsun hefur hvarflað að mér að ekki eitt einasta laufblað falli til jarðar á haustin, án þess að falla í lófa Guðs.

Bræður og systur, ef hvert laufblað sem deyr fellur í hendi Guðs náðarinnar, hversu meira virði eru menn ekki laufblaðinu? Hvers vegna eruð þið hrædd? Myrkrið verður aldrei svo dimmt, að ekki sé skammt til ljóssins. Í ofsa vetrarins fæst fyrirheit um lognmollu sumarsins. Fyrirheit um ljósbláa daga þar sem hægt er að liggja í grænu grasi og telja skýin á himnahvelfingunni. Myrkur heimsins er raunverulegt, en hlátur bernskunnar er líka b66879654873408c9da88112dc3718b7.jpgjafn sannur raunveruleiki. Enginn sem elskar er ósnortinn af fegurð heimsins. Hver sem hugsar um eitt barn, hver sem sinnir sínum minnsta bróður, foreldri sem elur barn sitt upp í kærleika, barn sem elskar foreldra sína. Það eru ekki peningar og völd sem stjórna heiminum, heldur ást. Allt væri löngu orðið forgengileikanum að bráð ef ekki væri fyrir mátt kærleika Krists, sem er ljós heimsins sem gefur okkur sérhvern andardrátt og grípur hvert einasta laufblað sem fellur gulnað og dautt til jarðar á haustin.

IEB (2015)


Bæn bræðra og systra

bibel-leben_start.jpgHið illa starfar hér í heimi,
illskan enn að verki er.
Miskunnsami faðir,
- þú hinn, sanni eini,
miskunna þínum hrellda barna her.

Guð, ég stend ein við krossinn,
myrkvað er sjálft sólar ljós.
Kraftar mínir eru þrotnir
Hvar get ég fundið kjark og skjól?

Kristur þú gengur með oss
um heimsins myrku vígaslóð.
Berð hvert barn á þínum örmum,
upp til himins, saklaust blóð.

Hvert skot á milli manna,
er skot í þinn hjartastað.
Við særum konung lífsins,
er oss á krossi miskunnar bað.

Bjarga þú allra barna lífi
er falla nú við krossins fót.
Ber þau öll að himins hliði,
að kærleikans helgu og sterku rót.

Guð ég fæ ei skilið rökin,
styrk þú mína veiku sál.
Þú ert sá sterki, er hefur tökin,
gef heimsins börnum frið og náð.

Amen

 

 

 


Mér til lífs

bird_on_way_to_heaven.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér til lífs
þurfti ég að deyja.
Í þínum kærleikskrafti
heilagt orð þitt fram segja.

Mér til ástar
þurfti ég að missa.
Í mjúkri gröf frelsast
frá moldugri Dauðans hönd.

Í dimmum dali
þurfti ég að dvelja,
til að líta himnasali
dimmblá vötn og draumalönd.

Óttans angist ég ei lengur finn.
Hún mér ekkert getur gjört.
Ég er þegar í eldi brunnin,
úr ösku mín hjartasálin björt.

Í öskunni leynist ögn af gulli,
allra innst í hjarta mér,
það er hjartað í litlum fugli
er slær enn fegurst í heimi hér.

IEB (2014)


Fegursti fuglinn

 

Fegurst sá einn fuglinn syngur
sem ber í sér dauðans hjartasár.
Áður en hann úr harmi springur,
falla til jarðar kærleiks tár.

Allt sem frýs í frosti vetrar,
á sér um vorsins ljóma von,
Allt sem deyr í dauðans ranni
rís á ný sem Drottins son.


Jólanótt


Er dvelur nóttin um draumfagran heim,
drengurinn minn, hann sefur,
er ljósið sig hringar um himingeim,
engill Guðs oss í faðm tekur.

Er stjarna Jóla ljómar seint um nótt,
sjálfur Kristur stígur skref til jarðar.
Ferðast um heim svo hægt og hljótt,
vitjar sinnar sáru barna hjarðar.

Hann huggar, sefar barnsins grát,
fyrirheit fagurra drauma gefur
um Drottins elsku, kærleik, náð
til sérhvers barns síns er sefur.

Vakið þið englar enn um stund,
því enn er ófriður í heimi.
Læknið þið sár og sviðna und,
með kærleik þeim er býr í leyni.

Í krossins krafti býr eilíft svar
einmana sálar er víða ratar.
Upprisunnar sér hún stað
í krafti þeim er allt nýtt skapar.

Lofuð sé dýrð þín, Drottinn skær,
í draumfögrum alheimsgeimi.
Lofuð sé náð þín, miskunn tær,
er bjargar föllnum heimi.

IEB (2014)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband