Færsluflokkur: Bloggar
3.4.2015 | 08:32
Föstudagurinn langi
Ég geng með þér
inn í krossfestinguna.
Finn naglana fara
gegnum fætur okkar beggja.
Þú heldur í hönd mína.
Það er enginn sársauki.
Aðeins nærvera þín.
Í veröld þinni
er ekkert sárt lengur.
Engin krossfesting,
aðeins fyrirgefning.
Engin illska,
aðeins friður.
Ég stend við krossinn
horfi á fuglana koma til þín.
Þeir safnast í hópa
og tilbiðja þig.
Mennirnir eru tregustu
dýr jarðarinnar.
Öll hin dýrin skilja
það sem menn vilja
hvorki vita né sjá.
Þú kemur sem
brennandi bylur
til jarðar
og snjóhlébarðar gæta þín.
Ég horfi á sólina hverfa
tunglið myrkvast
meðtek
þjáningu þína,
meðtek
kærleika þinn.
Í þögninni verður það fullkomnað.
IEB (2015)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2015 | 13:07
Sérhvert skref
Sérhvert skref er þrautin ein að baki,
sérhvert skref er skref í rétta átt.
Þótt sumt sé þyngra en tárum taki,
sýnir tíminn kærleiks kraft og mátt.
Sérhvert skref er skref til himna,
inn í andans helgu vé.
Allt sem andar, bíður vonar,
á sér skjól við lífsins tré.
Drottinn sjálfur ljósi líkur,
hvítari en allt sem hvítast er
Úr sæti sínu gjarnan leiðir
sérhvert barn að hjarta sér.
Allt á sér ástæðu, rök og orsök,
kærleikans krafti einum í.
Allt við munum að lokum skilja
er við til þín göngum enn á ný.
IEB (2014)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2015 | 10:17
Dagur Einhverfunnar 2. apríl 2015 - Um einhverfu
Einhverfa er ekki sjúkdómur. Hún er svokallað heilkenni. Einhverfir eru ekkert geðsjúkari en fólk er almennt, þ.e. tíðni geðsjúkdóma hjá einhverfum er sú sama og hjá "venjulegu fólki".
Það er ekki hægt að lækna einhverfu, þar sem hún felur í sér að heilinn er öðruvísi skipulagður frá upphafi. Hins vegar er ljóst að allir hafa gott af því að borða minni sykur svona almennt og hugsa almennt vel um heilsu sína. En það gildir ekkert sérstaklega um einhverfa umfram aðra.
Einhverfusamtökin www.einhverfa.is veita einhverfum og fjölskyldum þeirra stuðning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2015 | 10:09
Alþjóðlegur dagur einhverfunnar 2. apríl 2015.
Í dag 2.apríl er Dagur einhverfunnar. Við sem erum einhverf þurfum að útskýra hvað einhverfa er fyrir fólki almennt. Þetta árið er áherslan lögð á atvinnumál einhverfra. Um 80% einhverfra fá ekki vinnu, þótt þeir hafi afburðahæfileika á ýmsum sviðum. Bandarikjamenn eru sjálfsagt komnir lengst í því að nýta hæfileika einhverfra enda vilja þeir mjög mikið nýta allan mannauð. Akademían er umburðarlyndari gagnvart einhverfum heldur en atvinnulífið, en það dugar samt ekki til. Sjá nánar um einhverfu á síðu S.Þ. http://www.un.org/en/events/autismday/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2015 | 17:32
Þriðja heimstyrjöldin - ljóð
Fellibylur geisar á Jörðu
stormsins blóðuga stríð.
Menn gleyma öllu öðru
finna engan sálarfrið.
Þú stendur mitt í stormi
stærri en allt sem er.
Kominn í þínu Orði
til að stjórna himnaher.
Ég sé þig sem konung,
heims og allra engla.
Í brennandi eldi fimum
stjórna gæðingi hvítum.
Þér fylgir englaskari,
hvítir drekar úr ljósi
sem birtast sem elding,
leiftur úr skýjabólstri.
Sól og tungl sortna,
stoðir himna brotna.
Möndlulaga ljós þitt
skín í logandi funa.
Krossinn blóðugur
í hvítum eldsins bruna.
Þú stígur af háum himni
niður til lágrar jarðar.
Konungur heims sjálfur
leitar nú sinnar hjarðar.
Menn falla sem spýtur
til rakrar jarðarmoldar.
Hverfa í auga stormsins
aftur til sinnar foldar.
Ekkert illt fær staðist
í návist þinni.
Það skelfur og grotnar,
hrynur og rennur.
Logandi hraun um
hallir og hof brennur.
Háborgir heimsins
skjálfa og nötra.
Nautið bráðnar,
hjáguðir sundrast,
hverfa sem sindur
í leiruga mold.
Á himninum eldar
í brennandi boga
yfir háhýsum heimins
standa og loga.
Gagnslaust gullið
morknar og hverfur.
Vopn og sprengjur
brenna í hvítum
geislavirkum eldi.
Kjarnorkuver opnast
frumefnin klofna
lífsins varnir dofna.
Allt verður að engu.
Úr eldsins deiglu
rís ný Jörð.
Serafar standa
um hana eilífan vörð.
Creatio ex nihilo
IEB (2015)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2015 | 16:45
Úr Auguries of Innocence 1801-1803
Að sjá gjörvallan heim í sandkorni einu,
himnana ríki í villtu blómi;
Að halda óendanleikanum í hendi sér,
skynja eilífðina á örskotsstundu.
Einn glóbrystingur í búri
kallar fram himnanna reiði;
Dúfnahús fullt af dúfum
fær allt hel til að skjálfa.
Hundur sem sveltur við húsbóndans hlið
spáir fyrir um hrun ríkisins.
Bardagahani klipptur fyrir bardaga
fær rísandi sól til að hörfa;
Hestur sem er misnotaður
kallar til himna og krefst réttlætis.
Hvert einasta öskur úlfs eða ljóns
reisir mannsins sál frá helju.
Sérhvert kall frá eltum héra,
slítur burt taug úr heilanum;
Smáfugl særður á vængjum
fær kerúba til að þagna.
Sá sem meiðir einn músarindil
verður aldrei elskaður af mönnum;
Sá sem reitir uxann til reiði,
mun aldrei njóta ásta kvenna;
William Blake.
Bloggar | Breytt 30.3.2015 kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2015 | 19:11
John Milton. Úr Paradísarmissi.
Þannig líða árin, og árstíðir koma,
en dagurinn kemur ei aftur til mín,
né hin fagra dagrenning eða hið ljúfa sólarlag,
né fæ ég séð blómstur vorsins eða rósir sumarsins,
né hjarðir dýra, eða hið guðlega andlit manns;
Heldur er sjón mín myrkvuð, og ævarandi myrkur
umlykur mig, og aðskilur mig frá glaðværum háttum manna
og ég get ei lengur lesið bók þekkingarinnar,
sem áður hafði opinberað mér undur náttúrunnar,
og viskan úr þessum brunni er mér því hulin.
En því heldur lýs þú hið himneska ljós inn
í sál mína, og upplýs huga minn og skín
í hugsun minni. Gefðu mér innri augu,
skýra og þokulausa sýn,
þannig að ég megi sjá og segja frá
þeim hlutum sem eru ósýnilegir
dauðlegum mönnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2015 | 18:13
Vort stríð
Stríð vort er ekki af
þessum heimi.
Það er sem brot
af andans seimi.
Barist er um hjartað,
okkar innstu sál.
Það er á andans vegi
sem orrustan er háð.
Á milli góðs og ills
er aðeins örmjótt bil.
Þar býr sársaukinn mesti
sem við finnum sárast til.
Í brynju úr tærum eldi
við temjum illskunnar bál.
Við eigum hug og hjarta
sem sterkari er en stál.
Mikjáll með eldsins sverði,
varðar okkur leið.
Með Drottins englaverði
leiðin verður greið.
IEB (2015)
Bloggar | Breytt 29.3.2015 kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)