Færsluflokkur: Bloggar

Opus 35

Fyrra ljóðið var vinsælt þannig að ég set hérna eitt í viðbót. Þið afsakið enskuna en ég á líka íslensk ljóð sem ég kem kannski með síðar.

Opus 35

The fishing boat slowly
winds its way into the harbour
carrying a silvery cargo
of cod, haddock and shark
The seamen observe the colorful puffins
jumping playfully from
the black soaring cliffs
happy but tired
clad in orange
they smoke a pipe
with a picture
of María or Gunna
clutched in their weary hands
and while the curious harbour seals
observe the boats
from a safe distance
a lonely seagull sveeps up a piece
of tasty liver
from the aging slippery dock.


Hvað eru virkar vetrarbrautir ?

ngc4261Virkar vetrarbrautir hafa risastórt svarthol í miðjunni eða svo er a.m.k. talið.  Svarthol þeirra er ennþá virkt þannig að efni og stjörnur falla í sífellu inn í svartholið.  Við þetta myndast mikið af ljósi og annarri geislun.  Fjórar tegundir af virkum vetrarbrautum eru til:  Útvarpsvetrarbrautir sem senda frá sér útvarpsbylgjur, Seyfert vetrarbrautir,  kvasarar sem virðast vera stjörnur en eru í raun mjög fjarlægar og gífurlega bjartar, virkar vetrarbrautir og blazarar.  Spurningin vaknar hvort að svartholið í miðju okkar eigin vetrarbrautar er virkt en við því kunna vísindin ekki endanlegt svar.  Þó virðist virkni okkar svarthols allavegana ekki vera mjög mikil enda væri geislun frá miðju vetrarbrautarinnar okkar þá meiri.   

Opus 131

Ég veit það, ljóð eiga að vera á íslensku en samt koma þau stundum á öðrum tungumálum. Hér kemur eitt ferskt og frumsamið:

I know that quasars far away
the strangest story tell
of universums ancient age
and quantum nature´s spell

If Kant had ever known that we
Of stardust all are made
In supernovas born of bliss
he would have stood in awe

Our solar systems nebulae
And rotating angular disc
Made us all a loving Earth
With a crust so thin and crisp

No one really understands
How the heavens motion find
Unless the cosmos be spinning round
Like some star of another kind.

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, 2007.


Hollenskar pönnukökur

Mér finnst allir svo svangir hérna á blogginu þannig að hér kemur uppskrift að hinum einu sönnu hollensku pönnukökum. Eins og allir vita eru Hollendingar vitlausir í pönnukökur enda eru þær ljúffengar og hér kemur uppskriftin:

PANNEKOEKEN

1 bolli eða 200 gr. hveiti
hálf teskeið lyftiduft
pínulítið salt

þessu hrært saman og örlítið af vatni úr krananum sett út í og hrært þykkt deig (ath. ekki of mikið vatn).

Síðan eru sett út í deigið 2 egg.

Venjuleg panna (ekki pönnukökupanna) er hituð upp og á hana sett smjör. Deigsletta er sett á pönnuna.
Síðan tekur maður grófan sykur (granulated sugar) og stráir yfir þá hlið pönnukökunnar sem á eftir að baka.
Pönnukökunni snúið við og það myndast þessi fína karamella.

Best að hafa með ekta hlynsíróp. Einnig hægt að nota skorin epli í staðinn fyrir sykur.

NJÓTIÐ VEL


Loftslag en ekki veður!

Ný skýrsla nefndar Sameinuðu Þjóðanna um Loftslagsbreytingar mun segja svo ekki verður um villst að loftslag jarðarinnar sé að hlýna. Yfirgnæfandi líkur verða á því að breytingarnar séu af mannavöldum. Þessi niðurstaða staðfestir það sem vísindamenn hafa verið að segja undanfarin 15 ár. Hlýnun loftslags fylgir síðan bráðnun jökla, hækkun sjávarborðs og hugsanlega dýpri lægðir og fellibyljir. Margir hafa tilhneigingu til þess að rugla saman veðri frá degi til dags og loftslagi sem er langtímajafnvægisástand andrúmsloftsins. Það getur verið að janúar hafi verið kaldur mánuður, og það getur ennþá snjóað en það breytir því ekki að loftslagið, - okkar fræga úthafsloftslag er að taka breytingum. Veðrið sveiflast frá degi til dags en loftslagið á ekki að sveiflast eins mikið. Nú er hins vegar hætta á því að sveiflur verði í loftslaginu og það eru ekki góðar fréttir.

Þeir sem menga eiga að borga

Í umhverfisrétti gildir regla sem heitir mengunarbótareglan. Hún segir einfaldlega að sá sem mengar eigi að greiða fyrir það tjón sem hann veldur. Í þessu tilviki finnst manni augljóst að eigendur skipsins eigi að borga fyrir það tjón sem skipið mun valda eða borga fyrir að skipið sé fjarlægt. Það hlýtur líka að vekja upp spurningar hvað skipið var eiginlega að gera svona nærri landi. Er ekki hættulegt að siglingarleiðir liggi svona nálægt ströndinni á jafn viðkvæmu svæði. En mér finnst ekki spurning. Eigendur Wilson Muuga eiga að borga.
mbl.is Engin niðurstaða um Wilson Muuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skröltormurinn einhvers virði ?

TígrisdýrNorski heimspekingurinn Arne Naess hefur sett fram grundvöll þeirrar umhverfissiðfræði sem flestir styðjast við í dag. Samkvæmt Naess þarf náttúran ekki að hafa neitt nytjagildi - hún hefur rétt til þess að vera til óháð duttlungum mannsskepnunnar. Þannig hefur skröltormurinn rétt til þess að lifa þótt mér persónulega finnist hann fremur ógeðslegur - það er bara ekki í mínu valdi að ákveða hvaða lífverur fá að lifa og hverjar að deyja. Skröltormurinn getur líka gegnt sínu hlutverki prýðilega í náttúrunni án tillits til mannlegra þarfa. Vistkerfi byggjast upp af mörgum þáttum og hver lífvera gegnir ákveðnu hlutverki í sínu vistkerfi hversu skemmtilegt eða óskemmtilegt það hlutverk virðist vera. Því miður eru alltof margir sem níðast bæði á dýrum og lífríki og réttlæta það með því að þeir séu að þjóna mannskepnunni. Það gleymist í þessu sambandi að maðurinn er bara ein lífvera meðal allra lífvera heimsins og ekki sjálfgefið að hann hafi allan rétt. Ef fram heldur sem horfir mun maðurinn útrýma um helmingi allra dýrategunda á jörðinni á næstu 150 árum. Er ekki kominn tími til að gefa dýrunum og náttúrunni einhvern rétt ?

Konur í raunvísindum.

Konur sækja nú inn í háskólana sem aldrei fyrr. Samkvæmt nýrri skýrslu OECD - women in science - unleashing the potential virðast þær samt sækja mest í greinar þar sem mikið er af konum fyrir svosem líffræði, lyfjafræði og sálfræði. Aðeins örfáar konur fara í hörð raunvísindi eins og eðlisfræði eða stærðfræði. Þrátt fyrir að konur séu nálægt helmingi stúdenta eru þær einungis um 25 - 30% þeirra sem síðan koma til með að vinna við rannsóknir. Konur fara fyrst og fremst í kennslu og þær fá lægri akademískar stöður en karlmenn. Þegar komið er upp á toppinn í akademíunni eru konur í allri Evrópu og á Norðurlöndunum einungis 20%. Ástæðan fyrir þessu er glerþak sem fáir virðast efast um að sé til, en það er samt flókið að útskýra það. Margir háskólar hafa reynt að koma til móts við konur og sett sér jafnréttisstefnu en samt komast konur ekki áfram á sama hátt eins og karlmenn. Spurningin hlýtur að vakna: "Er akademían ekki fyrst og fremst heimur karlmanna ?"

Að hugsa útávið

Dostoevsky_1872Rússnesku rithöfundarnir Tolstoj, Dostojevskij og Túrgenév voru meistarar sálfræðilegu skáldsögunnar. Þeir greindu hugsun bæði venjulegs og óvenjulegs fólks með ótrúlega nákvæmum hætti. Það er því ekki að furða að Sigmund Freud hafi lesið rússneskar bókmenntir og var hann sérstaklega hrifinn af verkum Dostojevskijs. Í rússneskum bókmenntum kemur fram sú hugsun að það sé hættulegt að hugsa of mikið og einkum er hættulegt að hugsa innávið. Að hugsa innávið er að hugsa of mikið um sínar eigin tilfinningar og almennt að vera mjög upptekinn af sjálfum sér. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Tolstoj lýsir því að hamingjusamasta fólkið hugsar yfirleitt ekki neitt og þeir sem eru alltaf að hugsa verða að beina hugsun sinni útávið, annars fer fyrir þeim eins og Önnu Karenínu. Kannski má segja að rússnesku meistararnir hafi haft eitthvað til síns máls. Mannshugurinn er flókið og mjög öflugt verkfæri og sé öflugum huga beitt innávið er hætt við að eitthvað láti undan í sálarlífi mannsins. Hins vegar hlýtur það að vera jákvætt að beina öflugum huga útávið til þess að leysa flókin viðfangsefni. Þeir sem hugsa mikið verða því að gæta þess að hafa alltaf nóg fyrir stafni þannig að hæfileikar þeirra komi sem að mestum notum og þeir hugsi útávið. Þannig verður gáfumennskan dygð eins og Þórbergur hefði orðað það.

Að hafa skoðun

Að hafa skoðun þykir sjálfsagt í lýðræðisþjóðfélagi en er þó engan veginn sjálfsagt. Víða um veröld er fólk handtekið og því refsað vegna skoðanna sinna eins og Amnesty International hefur bent á. Mannréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Þau eru eitthvað sem þarf að berjast fyrir í sífellu. Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf dáðst að fólki sem þorir að hafa sjálfstæðar skoðanir. Þannig var ég hrifin af Sakharov og Solsjenitsyn á sínum tíma og ég hef alltaf litið upp til Noam Chomsky. Það fylgja því hins vegar fórnir að hafa sjálfstæðar skoðanir. Bæði þeir sem hafa skoðanir svo og fjölskyldur þeirra og vinir geta orðið fyrir aðkasti ýmiss konar. Ég þekki menn sem hafa fengið ofbeldishótanir af því einu að þeir voru á móti virkjunum í heimabyggð. Hetjuskapur þeirra sem þora að hafa sjálfstæðar skoðanir getur haft slæm áhrif á fjölskyldur. "Af hverju þarft þú endilega að vera hetja" getur einhver frænka eða frændi spurt. "Heldurðu virkilega að akkúrat þú getir breytt heiminum ?" Við þeirri spurningu er aðeins eitt svar: Þögn er sama og samþykki. Með því að þegja samþykkjum við ríkjandi ástand veraldarinnar. Í Þýskalandi nasismans þögðu margir og leyfðu þannig heiminum að þróast í vitlausa átt. Í lýðræðisþjóðfélagi hlýtur að vera æskilegt að sem flestir segi skoðun sína. Við skulum því tjá okkur og halda áfram að blogga!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband