Færsluflokkur: Bloggar
2.3.2007 | 19:12
Hvað er að gerast í Danaveldi ?

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 17:48
Betra er seint en aldrei.
Flest eigum við eftir að eldast og breytast í þá manngerð sem gjarnan er kölluð eldri borgarar eða ellilífeyrisþegar. Það að ná sjötugsaldri þýðir þó alls ekki að lífinu sé lokið. Þvert á móti sýna allar rannsóknir að virkni í félagslífi og nám á efri fullorðinsárum lengir líf og bætir heilsu. Þannig að það er aldrei of seint að byrja að læra eitthvað nýtt. Af hverju ekki að byrja að læra frönsku um sjötugt, mála, sauma, stunda listsköpun og gera allt það sem mann hefur alltaf langað til að gera. Ef mér endist aldur og heilsa ætla ég að verða afskaplega virkt gamalmenni, taka þátt í félagsstarfi, mála, skrifa ævisöguna og drekka eitt (og aðeins eitt) glas af rauðvíni á dag til þess að hreinsa æðakerfið. Við skulum bera virðingu fyrir eldra fólki. Það hefur reynslu lífsins að baki sér og almennt séð finnst mér fólk alltaf þroskast svo mikið og batna með aldrinum. Við skulum bara hlakka til þess að eldast og njóta efri áranna þegar að þeim kemur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007 | 07:25
Tæknilegar lausnir
Ein spennandi lausn sem er efnafræðilega möguleg en ennþá á tilraunastigi er að dæla koltvíoxíði niður í basaltjarðlög og láta það hvarfast og mynda kalsít. Þetta verkefni er ennþá á tilraunastigi og á eftir að koma í ljós hvort þetta er mögulegt og einnig hver hagkvæmnin er.
Einfaldasta leiðin til þess að ná koltvíoxíði úr andrúmsloftinu er að græða upp landið eða planta trjám. Sum svæði henta þó varla til skógræktar á meðan önnur svæði eru afar hentug fyrir skógrækt. Í þessu sambandi verður þó að hafa í huga að það þarf ansi mörg tré til þess að vega upp á móti þeirri losun sem kemur frá mengandi iðnaði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2007 | 08:58
Hvaðan kemur CO2 í andrúmsloftinu ?
Koltvíoxíð losnar einnig út í andrúmsloftið vegna breyttrar landnotkunar, einkum þegar skógar eru felldir, vegir eru byggðir eða mýrar ræstar fram. Miklu máli skiptir að gróðursetja tré til þess að binda koltvíoxíð. Ekki má þó nota þá hugsun sem afsökun fyrir því að losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Almenn landgræðsla skiptir einnig miklu máli.
En hverjir eru að valda loftslagsbreytingum? Sögulega séð voru það iðnríkin sem losuðu mest en þjóðir eins og Indverjar og Kínverjar eru nú farnir að losa talsvert magn af gróðurhúsalofttegundum. Kínverjar eiga gífurlegar kolabirgðir og þess vegna skiptir máli að þeim verði hjálpað að nota umhverfisvæna orkugjafa í stað kolaorku. Segja má í dag að kol og olía séu of ódýr vegna þess að markaðurinn tekur ekki umhverfiskostnaðinn með í reikninginn. Ef umhverfiskostnaðurinn væri reiknaður með í hagfræði heimsins þá myndu orkugjafarnir þróast fyrr í umhverfisvænar áttir. Það má þó ekki gleyma því að víðast hvar eru það orkufyrirtækin sjálf sem eru fremst í því að þróa nýja tækni sem vekur upp spurninguna: Af hverju er Landsvirkjun ekki að þróa vindorku og sjávarfallaorku ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.2.2007 | 11:15
Frábær heimsóknaþjónusta!
Það eru því miður alltof margir sem eru einmana og afskiptir í okkar ríka nútímaþjóðfélagi. Samskiptin á milli kynslóðanna eru of lítil og margir aldraðir og fatlaðir upplifa einangrun jafnvel þótt að þeir búi kannski við ágætan efnahag. Þess vegna langar mig að benda á frábært starf heimsóknavina Rauða Kross Íslands sem heimsækja einmana fólk, hella upp á kaffi, spjalla, fara í gönguferðir og lesa fyrir þá sem ekki geta lesið sjálfir.
Það er afskaplega gefandi og gott starf að vera heimsóknarvinur enda er maður manns gaman. Ég vil því hvetja sem flesta til þess að taka þátt í gefandi sjálfboðastarfi og heimsækja þá sem eru einmana og komast lítið út. Við skulum ekki gleyma því í þessu sambandi að félagslegi þátturinn er oft mikilvægari en efnahagslegi þátturinn. Samverustundir eru dýrmætari en peningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2007 | 00:07
Svefnleysi!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2007 | 23:23
Áfallahjálp!
Aftur á móti er ég að fara að flytja til Selfoss þar sem ég mun vinna í umhverfissprotafyrirtæki auk þess sem ég stunda þýðingar af miklum móð. Selfoss here I come. Aumingja Selfyssingar - þeir vita ekki hvað þeir eru að fá yfir sig.
Ræddi við manninn minn áðan. Spurði hann varfærnislega hvort að ég talaði of mikið. Auðvitað átti hann að segja NEI en hann hló bara og sagði JAAA.....stundum þarftu að tala ansi mikið.... þannig að nú hef ég áhyggjur. Blogga ég kannski of mikið líka ? Á ég kannski að taka mér pásu og fara á Heilsuhælið í Hveragerði ??? Eða á Kyrrðardaga í Skálholti ? Framhaldið kemur í ljós... fylgist með í næsta þætti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2007 | 13:13
Frábær landsfundur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2007 | 21:48
Af hverju risaeðlurnar átu ekki gras!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2007 | 23:46
Af hverju sólin skýrir ekki loftslagsbreytingar!

Bloggar | Breytt 14.3.2007 kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)