Færsluflokkur: Bloggar

Örsaga til heiðurs Tímanum og vatninu

Ég geng ekki alltaf heil til skógar.  Stundum sekk ég eins og steinn ofan í blásvart vatnið og hvíli í vatni sársaukans sem er þungt og djúpt eins og vitund míns sjálfs.Sársaukinn er eins og hvítur eldur sem hreinsar mig. Ég er málmur í deiglu eldsins og ég mótast í brennandi eldhafi. Ég rís upp úr sársaukanum hert í eldi og sterk eins og stál. Ég er sterk - hönd mín er sterk og ég held fast í hönd þína.Ég þoli minn eigin sársauka. Ég á erfiðara með að þola sársauka þinn. Þegar ég horfi á þig þjást þá græt ég og sný mér til veggjar til þess að þú sjáir ekki tár mín falla til jarðar. En ég er sterk. Hendi mín er mjúk og líknandi og ég strýk köldu klæði eftir enni þínu og ég ber vatn að þurrum vörum þínum og gef þér að drekka. Kærleikur minn til þín er sterkur eins og logandi spjót og ég held þér í hendi minni eins og ómálga barni.En ég hef einnig minn eiginn sársauka. Í ríki sársaukans vil ég helst vera ein og ég ligg í myrkrinu í vatninu sem er djúpt eins og vitund míns sjálfs. Ég ligg í vatni sársaukans og hvílist þar á meðan að skógareldarnir geysa og jörðin brennur. Ekkert er til fyrir mér nema þessi sársauki sem umlykur mig og umvefur mig. Ég ligg í vatni sársaukans en dey ekki. Ekkert getur snert mig. Síðan líða nokkrir dagar...Og eins og fiðrildi vakna ég til lífsins,  rís upp úr vatninu og hrindi sársaukanum frá mér af því að ég er sterk eins og gyðja og djúp eins og steinn sem sekkur ofan í blásvart vatn. Og ég sefa grát þinn og tek burt sársauka þinn og geri hann að mínum sársauka sem ég ber næst hjarta mínu djúpt inni í sálinni þar sem enginn getur tekið hann frá mér.

Kötturinn minn (á eftir að finna hann)

kottur

Opus 43 (á ensku)

To Ragnheidur

When dusk falls
Over the lovely city of Reykjavik
The ducks fall asleep
And the ships lie still
In the snowy harbour
But my mind travels wide
Across the wildest of continents
From Africa to Antarctica
Over the Alps to Australia
On plane or boat
I swim or float
And every morning awake
Back to the city by the little lake
Where the ducks stir their wings
and the poorest of men are kings

Ljóð til heiðurs Ljúfu (afsakið enskuna)

My playful friend

Chases fowl

Barks and browls

Burns across

The silvery grass

Jumps into a lake

A flying spark

Nevermind my

Absent days

Forgetful thoughts

And eccentric ways

Forever loves me

finds and adors me

This wonderful dog of mine.

hundur

 

Hver er Wislawa Szymborska ?

WislawaWislawa Szymborska fæddist 2 júlí árið 1923 í Póllandi.  Hún er ljóðskáld, rithöfundur og þýðandi.  Árið 1996 hlaut hún Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.  Bækur hennar eru á metsölulistum út um allan heim jafnvel þótt að hún segi sjálf að einungis tveir af hverjum þúsund hafi innilega gaman af ljóðum.  Szymborska notar gjarnan kaldhæðni og andstæður til þess að benda á heimspekileg þemu og ástríður.  Kvæði hennar eru existentíalístísk og snerta siðferði auk stöðu einstaklingsins í samfélaginu. 

Szymborska hefur einungis samið um 250 ljóð en þykir samt eitt best ljóðskáld heims.  Hún er hlédræg að eðlisfari og hefur sig lítt í frammi. 


Ljóð eftir Wislawa Szymborska (þýð. IEB)

Ég á mikið að þakka

Þeim sem ég elska ekki

 

Fegin að viðurkenna

Að þeir eru nákomnari einhverjum öðrum

 

Ég finn til gleði yfir því

Að vera ekki dís drauma þeirra

 

Ég er róleg í návist þeirra

Ég er frjáls

Þessi ást gefur hvorki af sér

Né veit hvernig á að þiggja

Ég bíð þeirra ekki

Við glugga eða dyr

Þolinmóð

eins og sólúr

Ég get skilið

Það sem ástin skilur ekki

Og fyrirgefið það

Sem ástin getur aldrei fyrirgefið

 

Það er ekki heil eilífð sem skilur að fund og bréf

Heldur einungis nokkrir dagar eða vikur.

Það er alltaf gott að ferðast saman

Tónleikar sem hlustað hefur verið á

Skoðaðar dómkirkjur

Einstakt landslag

 

Og þegar sjö hæðir og ár

Skilja á milli okkar

Þá eru það hæðir og ár

Sem við þekkjum vel af landakortum.

  szymborska

Um sjálfsvíg almennt

depressionSjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru einn af þeim hlutum sem þarf að ræða í samfélaginu.  Sérstaklega þarf að benda fólki á hvað það á að gera ef vinur eða kunningi fer að tala um sjálfsvíg.  Slíkt tal á alltaf að taka alvarlega, hafa skal strax samband við lækni eða sálfræðing og leita aðstoðar.  Manneskju í sjálfsvígshugleiðingum má ekki skilja eftir eina alveg sama hvað á gengur.  Þeir sem reyna sjálfsvíg eru yfirleitt þunglyndir eða með einhverja aðra geðsjúkdóma á byrjunarstigi.   T.d. getur ung manneskja reynt að fremja sjálfsmorð af því að hún heyrir raddir sem segja henni að hún sé ómöguleg.  Slíkt er merki um geðklofa.  Umræðu um sjálfsvíg á þess vegna alltaf að taka alvarlega og hjálpa verður þeim strax sem er farið að líða svo illa að öll sund virðast lokuð. 

Hvað get ég gert ?

Nú er ég búin að fjalla nokkuð um umhverfismál í bloggi mínu og sumir bloggvinir mínir eru orðnir dáldið svartsýnir.  Ég ætla því aðeins að hressa þá við og benda á hluti sem hægt er að gera  til þess að bjarga heiminum Smile   Í fyrsta öðru og þriðja lagi skiptir máli að lifa vistvænu lífi.  Hægt er að fara á námskeið Vistvernd í Verki og kynnast öðru fólki sem er að lifa vistvænu lífi sjá www.landvernd.is.  Í öðru lagi er hægt að gerast félagi í umhverfis- eða náttúruverndarsamtökum og öðrum samtökum sem vinna að því að bæta veröldina.  Það vantar alltaf sjálfboðaliða í slík samtök.  Í þriðja lagi er að spara, spara og endurnýta allt sem hægt er.  Ef maður lifir umhverfisvænt þá þarf maður ekki eins mikla peninga.  Þar af leiðandi getur maður unnið minna og átt meiri tíma fyrir fjölskylduna og vinina.  Í dag skortir flesta tíma en ekki peninga.  Góðar stundir og munið að hugsa jákvætt!

Til hvers er frelsið ?

SolsjenitsynAndófsmaðurinn Alexander Solsjenitsyn var mjög gagnrýninn á kommúnismann í Sovétríkjunum.  Hann var sendur í fangabúðir í Síberíu og síðan í útlegð.  Það gleymist hins vegar oft að Solsjenitsyn var einnig mjög gagnrýninn á hinn vestræna kapítalisma.  Solsjenitsyn hélt frægan fyrirlestur í Harvard háskóla þar sem hann spurði þeirrar einföldu spurningar:  Til hvers er frelsið ?  Það er yfirleitt talað um frelsið sem tilgang í sjálfu sér en það vill gleymast að frelsi án markmiðs hefur engan tilgang.  Solsjenitsyn sagði að frelsi til þess að horfa á hroðalegar hryllingsmyndir gæti ekki verið til góðs.  Menn á Vesturlöndum gætu hins vegar ekki sett neinar takmarkanir á frelsið þannig að börn á Vesturlöndum væru alltaf að horfa á og upplifa ofbeldi í bíómyndum.  Börnin hefðu þannig ekki frelsi frá ofbeldinu heldur væri ofbeldinu þröngvað upp á þau í nafni frelsisins.  Solsjenitsyn varpaði fram því sjónarmiði að það væri alltaf nauðsynlegt að hafa markmið með frelsinu vegna þess að annars snérist frelsið upp í andhverfu sína.  Það væri æskilegt að taka upp heimspekilega umræðu um frelsið hér á Íslandi því að alltof oft tala menn eins og aukið frelsi sé alltaf til góðs án þess að skilgreina til hvers eigi að nota það.  Við skulum því hugleiða betur grundvöll frelsisins og af hverju það er okkur svona mikils virði, því vissulega er frelsið mikils virði.  Auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð. 

Hvað þarf marga Kárahnjúka ?

KárahnjúkarHvað ætli þurfi marga Kárahnjúka til þess að fella sitjandi ríkisstjórn ?  Gerir fólk sér almennt grein fyrir því að Reykjanes verður eitt stórt iðnaðarsvæði ef stóriðjustefnan fær að halda ótrauð áfram.  Reyknesingar munu aka í gegnum skóg af rafmagnslínum og virkjunum verði fyrirætlanir stjórnvalda að raunveruleika.  Íbúar í Árnes og Gnúpverjahreppi munu einnig búa á eyjum milli uppistöðulóna með skóg af rafmagnslínum í kringum sig.  Er þetta það sem Íslendingar raunverulega vilja ? 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband