Færsluflokkur: Bloggar

Hvaða mengunarefni eru mæld í Reykjavík ?


Hægt er að fá upplýsingar um loftgæðamælingar hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar eða á vefnum www.loft.rvk.is
BTEX efni eru mæld að einhverju marki í Reykjavík. Hvort mælt er allan sólarhringinn veit ég ekki. Það er að mínu mati ekki nóg að mæla heildarmagn vetniskolefna (THC) heldur tel ég æskilegt að mæla þessi efni sitt í hvoru lagi.

DOAS laser-aðferð til að mæla umferðarmengun

DOAS aðferðin byggir á Beer - Lambert lögmálinu: A = -log10(Io/I ) = ecl
þar sem A er gleypni, Io er styrkleiki innkomins geisla, I er styrkleiki sends geisla og e er mólgleypni efnisins, c er styrkleiki og l er fjarlægðin sem geislinn fer í gegnum andrúmsloftið.

Aðferðin virkar þannig að leysigeisla er skotið t.d. 50 m vegalengd í gegnum mengunarloftið og skotið aftur til baka með spegli. Styrkleiki geislans þegar hann kemur til baka er numinn og tölva er síðan notuð til þess að reikna út magn lofttegunda í andrúmsloftinu.

Með DOAS tækni er hægt að mæla BTEX efni og formaldehýð, einnig SO2, NOx og önnur algeng umferðarmengunarefni.

DOAS aðferðin er notuð víða um heim og er hægt að nálgast frekari upplýsingar á netinu með því að slá inn DOAS + Air pollution.


Ófullkominn bruni (combustion)

Bruni í bílvélum er það sem kallast ófullkominn bruni (incomplete combustion). Það þýðir að efnin í bensíninu brenna ekki til fulls heldur eru þau að einhverju leyti losuð sem úrgangur út um púströrið. Að vísu er það lítið magn sem kemur frá hverjum bíl, en safnast þegar saman kemur. Í stórborgum erlendis eru efni eins og bensen tólúen, xýlen og formaldehýð efnagreind í loftinu stöðugt með DOAS lasertækni til þess að hægt sé að fylgjast með magni þeirra. Enginn efast um að uppruni þessara efna er umferðin sjálf en ekki bensínstöðvar.

Áhrif svifryks á heilsu!

Áhrif svifryks á heilsu ráðast af stærð svifryksins. Gróft svifryk eins og jarðvegsagnir og salt eru þess eðlis að auðvelt er að hósta þeim upp. Hins vegar gildir um þær fínu agnir sem koma frá bruna (combustion) í bílum eða verksmiðjum að líkami mannsins getur ekki hóstað ögnunum upp. Fínustu agnirnar sem koma frá útblæstri bifreiða og frá verksmiðjum fara ofan í lungnablöðrurnar, leysast þar upp og fara inn í blóðið. Í svifryksögnunum er fyrst og fremst sót eða brennt kolefni. Einnig getur svifrykið verið súrt og er þá oft brennisteinn í því. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er gott að fá sót eða brennistein í blóðið.
Svíar hafa reiknað út að um 1000 manns deyi í Svíþjóð á ári hverju vegna umferðarmengunar. Þetta er þó ekki nákvæm heldur áætluð tala. Talið er að í einni meðal stórborg deyi um 800 manns á ári vegna öndunarfærasjúkdóma eða krabbameins sem rekja mætti til umferðarmengunar. Hins vegar er erfitt að sanna orsakatengslin nákvæmlega þar sem um marga umhverfisorsakaþætti getur verið að ræða. Það er þó ljóst að umferðarmengun er dauðans alvara.
Þrátt fyrir alla umræðu um svifryk má ekki gleyma þeim efnum og gastegundum sem koma með útblæstri bifreiða. Þar eru efni eins og Tólúen, Xýlen, Bensen, Formaldehýð og Polyaromatic hydrocarbons (PAH-efni). Því miður benda áreiðanlegar rannsóknir til þess að neikvæð tengsl séu á milli umferðarmengunar og heilsufars.
Rannsóknir á loftmengun flokkast undir umhverfiseðlisfræði (environmental physics).

Svifryk og nagladekk!

sotÞað er mikill misskilningur í gangi eins og Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur bendir réttilega á þegar menn halda að hægt sé að koma alfarið í veg fyrir svifryk með því að hætta notkun nagladekkja. Sannleikurinn er sá að versta mengunin kemur frá útblæstri bifreiða. Í borgum kemur versta svifrykið frá brennslu (combustion) og iðnaðarútblæstri. Það er það sem kemur út um púströrið eða skorsteininn sem skiptir meginmáli vegna þess að þar myndast fínustu svifryksagnirnar. Í útblæstri frá bifreiðum eru auk svifryks þekkt krabbameinsvaldandi efni eins og Bensen, Tólúen, Xýlen, Formaldehýð, PAH. Frá bílum kemur einnig NOx sem hvarfast við sólarljós og myndar óson sem eyðileggur gróður og veldur ertingu í öndunarfærum. Það var nóbelsverðlaunahafinn Dr. Paul Crutzen við Max Planck stofnunina í Þýskalandi sem sýndi fram á hvaða efnahvörf eiga sér stað í umferðarþoku. Þeir sem vilja skoða nákvæmlega hvaða efnahvörf eru í gangi í umferðarmengunarþoku geta haft samband við mig (Á bókina hans Crutzen þar sem þetta er rakið). Að færa umferð í stokk færir bara mengunina til. Eina raunverulega ráðið er að hanna borgina þannig að hægt sé að draga úr bílaumferð. Góðar stundir.

Eldgos á Io

eldgos IoNýlega náðist þessi mynd af eldgosi á tunglinu Io sem er innst af tunglum Júpíters.  Eldvirkni á Io er ótrúlega mikil og spennandi að sjá þær myndir sem berast núna af Io til jarðar. 

Að aflétta launaleynd

Einu sinni var ég að vinna í einkafyrirtæki þar sem karlmennirnir við hliðina á mér voru með talsvert hærri laun þótt við værum að vinna svipuð störf. Í fyrirtækinu ríkti launaleynd. Ég fattaði hins vegar ekki að karlmennirnir væru með hærri laun fyrr en þeir fóru að kaupa sér einbýlishús og bíla en ég bjó ennþá í lítilli blokkaríbúð og tók strætó. Ég skynjaði að eitthvað var undarlegt á seyði en ég gat ekki sannað eða staðfest að eitthvað væri að. Síðan gerðist það fyrir tilviljun að ég sjá ljósrit af launalistum sem kærulaus ritari hafði skilið eftir á ljósritunarvélinni. Þá sá ég að karlmennirnir sem voru að vinna svipuð störf og ég voru með allt að 200 þús. hærri laun á mánuði. Ég hætti að vinna í fyrirtækinu skömmu síðar.

Um hugrekki

Hugrekki er það mikilvægasta sem nokkur manneskja getur haft til að bera. Að lifa án hugrekkis er eins og að tapa aftur og aftur og geta aldrei litið glaðan dag. Margir hugrakkir einstaklingar setja svip sinn á mannkynssöguna, þar á meðal Gandhi, Nelson Mandela og Alexander Solsjenitsyn. Gandhi sagði að enginn málstaður væri þess virði að drepa fyrir en margir málstaðir þess virði að deyja fyrir. Það er líka til mikið af hversdagshetjum sem berjast við fötlun og sjúkdóma þótt ekki verði nöfn þeirra skráð í sögubækur.
Í Nürnberg réttarhöldunum eftir lok síðari heimstyrjaldar var staðfest að hver og einn maður ber ábyrgð á gjörðum sínum. Það er ekki hægt að nota þá afsökun að maður hafi bara hlýtt skipunum. Það að gera ekki neitt, að hafa enga skoðun og samþykkja ríkjandi ástand er líka ákveðin siðferðisleg afstaða.
Umhverfismál eru fyrst og fremst siðferðislegs eðlis. Þau fjalla um þá siðferðilegu afstöðu sem við tökum til náttúrunnar. Þeir sem vilja vernda náttúruna taka ákveðna afstöðu og þeir sem vilja eyðileggja hana taka einnig ákveðna afstöðu. Vandi umhverfisins er fyrst og fremst siðferðislegur vandi.
Náttúran er í eðli sínu minnimáttar á sama hátt eins og börn, sjúkir eða aðrir minnihlutahópar. Eyðilegging náttúrunnar er ofbeldi sambærilegt við ofbeldi gagnvart börnum. Dýrin og jurtirnar geta ekki varið sig. Þessvegna er svo mikilvægt að til séu umhverfis- og náttúruverndarsamtök sem verja náttúruna og tala máli hennar gagnvart þeim öflum samfélagsins sem stuðla sífellt að niðurrifi og eyðileggingu. Í raun og veru ætti líka að vera til umboðsmaður náttúrunnar sem gegna myndi sama hlutverki og umboðsmaður barna. Gleymum því ekki, að náttúran getur ekki varið sig sjálf.

Ljóð eftir Brodsky (lausleg þýð. IEB)

Hinn nýi Jules Verne - fyrsti hluti. 

Hnökralaus órofin lína sjóndeildarhringsins.  Skipið klýfur öldurnar eins og vangasvipurinn á Franz List.  Það syngur í reipum.  Nakinn api stekkur æpandi út úr káetu náttúrufræðingsins.

Við skipshlið synda höfrungar.  Einungis flöskurnar á barnum þola veltinginn.  Vindurinn feykir burt innihaldi skemmtisögu og kafteinninn grípur með berum höndunum um mastrið. 

Við og við heyrast úr borðsalnum hljómar síðasta smáljóðs Brahms.  Stýrimaðurinn leikur sér með sirkilinn, íhugull út af beinni stefnu skipsins.  Og í sjónaukanum rennur víðáttan framundan saman við víðáttuna að baki. 

 


Hundarnir mínir (teiknaðir)

tveir hundar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband