Færsluflokkur: Bloggar
12.3.2007 | 20:54
Hvaða mengunarefni eru mæld í Reykjavík ?
Hægt er að fá upplýsingar um loftgæðamælingar hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar eða á vefnum www.loft.rvk.is
BTEX efni eru mæld að einhverju marki í Reykjavík. Hvort mælt er allan sólarhringinn veit ég ekki. Það er að mínu mati ekki nóg að mæla heildarmagn vetniskolefna (THC) heldur tel ég æskilegt að mæla þessi efni sitt í hvoru lagi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 19:15
DOAS laser-aðferð til að mæla umferðarmengun
DOAS aðferðin byggir á Beer - Lambert lögmálinu: A = -log10(Io/I ) = ecl
þar sem A er gleypni, Io er styrkleiki innkomins geisla, I er styrkleiki sends geisla og e er mólgleypni efnisins, c er styrkleiki og l er fjarlægðin sem geislinn fer í gegnum andrúmsloftið.
Aðferðin virkar þannig að leysigeisla er skotið t.d. 50 m vegalengd í gegnum mengunarloftið og skotið aftur til baka með spegli. Styrkleiki geislans þegar hann kemur til baka er numinn og tölva er síðan notuð til þess að reikna út magn lofttegunda í andrúmsloftinu.
Með DOAS tækni er hægt að mæla BTEX efni og formaldehýð, einnig SO2, NOx og önnur algeng umferðarmengunarefni.
DOAS aðferðin er notuð víða um heim og er hægt að nálgast frekari upplýsingar á netinu með því að slá inn DOAS + Air pollution.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2007 | 08:38
Ófullkominn bruni (combustion)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2007 | 21:47
Áhrif svifryks á heilsu!
Svíar hafa reiknað út að um 1000 manns deyi í Svíþjóð á ári hverju vegna umferðarmengunar. Þetta er þó ekki nákvæm heldur áætluð tala. Talið er að í einni meðal stórborg deyi um 800 manns á ári vegna öndunarfærasjúkdóma eða krabbameins sem rekja mætti til umferðarmengunar. Hins vegar er erfitt að sanna orsakatengslin nákvæmlega þar sem um marga umhverfisorsakaþætti getur verið að ræða. Það er þó ljóst að umferðarmengun er dauðans alvara.
Þrátt fyrir alla umræðu um svifryk má ekki gleyma þeim efnum og gastegundum sem koma með útblæstri bifreiða. Þar eru efni eins og Tólúen, Xýlen, Bensen, Formaldehýð og Polyaromatic hydrocarbons (PAH-efni). Því miður benda áreiðanlegar rannsóknir til þess að neikvæð tengsl séu á milli umferðarmengunar og heilsufars.
Rannsóknir á loftmengun flokkast undir umhverfiseðlisfræði (environmental physics).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.3.2007 | 19:04
Svifryk og nagladekk!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 22:45
Eldgos á Io

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 07:18
Að aflétta launaleynd
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2007 | 21:25
Um hugrekki
Í Nürnberg réttarhöldunum eftir lok síðari heimstyrjaldar var staðfest að hver og einn maður ber ábyrgð á gjörðum sínum. Það er ekki hægt að nota þá afsökun að maður hafi bara hlýtt skipunum. Það að gera ekki neitt, að hafa enga skoðun og samþykkja ríkjandi ástand er líka ákveðin siðferðisleg afstaða.
Umhverfismál eru fyrst og fremst siðferðislegs eðlis. Þau fjalla um þá siðferðilegu afstöðu sem við tökum til náttúrunnar. Þeir sem vilja vernda náttúruna taka ákveðna afstöðu og þeir sem vilja eyðileggja hana taka einnig ákveðna afstöðu. Vandi umhverfisins er fyrst og fremst siðferðislegur vandi.
Náttúran er í eðli sínu minnimáttar á sama hátt eins og börn, sjúkir eða aðrir minnihlutahópar. Eyðilegging náttúrunnar er ofbeldi sambærilegt við ofbeldi gagnvart börnum. Dýrin og jurtirnar geta ekki varið sig. Þessvegna er svo mikilvægt að til séu umhverfis- og náttúruverndarsamtök sem verja náttúruna og tala máli hennar gagnvart þeim öflum samfélagsins sem stuðla sífellt að niðurrifi og eyðileggingu. Í raun og veru ætti líka að vera til umboðsmaður náttúrunnar sem gegna myndi sama hlutverki og umboðsmaður barna. Gleymum því ekki, að náttúran getur ekki varið sig sjálf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 23:35
Ljóð eftir Brodsky (lausleg þýð. IEB)
Hinn nýi Jules Verne - fyrsti hluti.
Hnökralaus órofin lína sjóndeildarhringsins. Skipið klýfur öldurnar eins og vangasvipurinn á Franz List. Það syngur í reipum. Nakinn api stekkur æpandi út úr káetu náttúrufræðingsins.
Við skipshlið synda höfrungar. Einungis flöskurnar á barnum þola veltinginn. Vindurinn feykir burt innihaldi skemmtisögu og kafteinninn grípur með berum höndunum um mastrið.
Við og við heyrast úr borðsalnum hljómar síðasta smáljóðs Brahms. Stýrimaðurinn leikur sér með sirkilinn, íhugull út af beinni stefnu skipsins. Og í sjónaukanum rennur víðáttan framundan saman við víðáttuna að baki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)