Færsluflokkur: Bloggar
1.4.2007 | 20:10
Vísindalegt gildi náttúrunnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 18:25
Áfangasigur í baráttu sem er engan veginn lokið
Hafnfirðingar tóku rétta ákvörðun í gær. Þeir sögðu nei við stækkun álversins í Straumsvík. En baráttunni er engan veginn lokið. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri sagði að aðeins þessari ákveðnu skipulagstillögu hefði verið hafnað sem gefur í skyn að fleiri tillögur séu í farvatninu. Að auki er rætt um að stækkun álversins verði einungis frestað um þrjú ár. Þetta sýnir að baráttan gegn stóriðjustefnunni er langtímabarátta. Þetta er maraþonhlaup en ekki spretthlaup. Ég fagna innilega niðurstöðu kosninganna í Hafnarfirði og þakka Hafnfirðingum kærlega fyrir frábæran sigur en minni jafnframt á að slagnum er ekki lokið. Alþjóðleg stórfyrirtæki hafa læst sínum álklóm í Ísland og þau vilja helst ekki sleppa takinu. Það skiptir gífurlega miklu máli hvernig við kjósum í Alþingiskosningunum í vor. Við verðum að standa saman og hafna stóriðjustefnunni alfarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 08:40
Fagurfræðilegt gildi náttúrunnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 22:02
Að hafa frelsi frá farsímanum.
Einn ágætur vinur minn benti mér á það um daginn að mílljónamæringar ganga ekki um með farsíma. Þeir hafa aðra til þess að svara í síma fyrir sig. Milljónamæringarnir spranga í friði um Bali eða Fiji eyjar og njóta lífsins meðan þrælarnir sitja sveittir við símtólin og tölvurnar. Þetta segir manni hvað frelsið getur verið tvíbent. Fyrst finnst manni farsíminn skapa frelsi en síðan fær maður engan frið. A.m.k. er ég farin að ganga um með farsíma sem þýðir að ég er ekki milljónamæringur á Balí eða Fiji eyjum (Just in case you were wondering!). Ég er bara venjulegur Íslendingur sem situr við tölvu með farsíma. En einhvern daginn ætla ég að fá frelsi frá farsímanum og fara til Hawaii að skoða eldfjöllin Mauna Loa og Mauna Kea. Þangað til verð ég við símann...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 20:39
Hin nýja peningalykt.
Ef til kemur meiri uppbygging stóriðju á Suðvesturhorninu mun verða virkjað meira á Hengilsvæðinu og fýlan á Hellisheiðinni mun breiðast enn meira út.
Það skyldi þó ekki vera að hin nýja peningalykt af virkjununum muni á endanum ná niður í Alþingi við Austurvöll og gera mönnum þar lífið leitt. Þá myndu margir fara í fýlu. Sjá nánari upplýsingar og línurit á heimasíðu Landverndar www.landvernd.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 11:39
Kadmíum frá álverum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 20:16
Umhverfissiðfræði og álversframkvæmdir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 18:48
Skemmtigildi náttúrunnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 16:08
Hagrænt gildi náttúrunnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 07:13
Mannvinurinn Albert Schweitzer
Albert Schweitzer, fæddist 14.janúar 1875 í Alsace-Lorraine. Hann er þekktastur fyrir að hafa sett á stofn Lambaréné spítalann í Gabon, vesturhluta Mið-Afríku. Schweitzer lærði bæð guðfræði og læknisfræði. Hann var frjálslyndur guðfræðingur og lagði áherslu á líf Jesúm Krists sem fyrirmynd fyrir líf mannsins (christology). Heimspeki Alberts Schweitzers var byggð á virðingu fyrir öllu sem lifir ("Ehrfurcht vor dem Leben") . Hann vildi ekki einu sinni drepa óþægileg skordýr og í þessum efnum fylgdi hann tíbetskum munkum og Lev Nikolaevich Tolstoj að málum. Schweitzer hélt því fram að siðfræði fæli í sér að bera ómælda virðingu fyrir öllu lífi og leitast við að fá allt líf til að vaxa og dafna. Albert Schweitzer naut mikillar virðingar af því að hann lifði samkvæmt skoðunum sínum. Hjá Albert Schweitzer áttu bæði dýr og menn sitt skjól.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)