Færsluflokkur: Bloggar
7.4.2007 | 23:55
Skriðdrekar á Hringbrautinni.
Stundum geng ég um Reykjavíkurborg og hún birtist mér í nýju ljósi líkt og yfirborð annarrar reikistjörnu. Þannig var það um daginn að ég velti fyrir mér hvað myndi gerast ef það yrði einhvern tímann herforingjastjórn á Íslandi. Menn í einkennisbúningum, skriðdrekar á Hringbrautinni, útgöngubann og blóðug átök á Þingvöllum. Dauðarefsing væri í gildi og bann við mótmælum. Ég velti því einnig fyrir mér hvað lýðræðið er í raun og veru brothætt og hversu lítið þyrfti til þess að einræðisflokkur eða einræðisherra myndi ná tökum á Íslandi. Hann myndi að sjálfsögðu vera með yfirskegg eins og allir sannir einræðisherrar og láta reisa sér styttur víða um borgina. Og fréttamálið væri newsspeak og okkur væri skipað að vera heima og horfa á sjónvarpið þegar einræðisherrann væri að tala til þjóðarinnar. Ísland gæti eins og Tahiti hentað afskaplega vel fyrir einræðisherra. Landið er mátulega stórt, íbúarnir saklausir og engar óþægilegar landamæradeilur við stóra nágranna. Ég veit reyndar alveg hvar ég myndi lenda í svona einræðisríki. Í Gulaginu eða í útlegð í Langtibortistan. En svona getur maður nú fengið skrýtnar hugmyndir í kollinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2007 | 23:32
Heimurinn árið 2170?
Stundum velti ég því fyrir mér hvernig heimurinn verði árið 2170 ? Verður Reykjavík þá að mestu leyti komin í kaf og byggðin komin upp í Mosfellsdal og efst í Breiðholtið ? Verða álverksmiðjurnar á Íslandi þær sem ennþá eru starfandi í eigu Rio Tinto ? Verður kannski herforingjastjórn á landinu og dauðarefsing í gildi. Herlög og bann við mótmælum. Helmingurinn af Íslendingunum flúinn og orðinn að umhverfisflóttamönnum víða um heim. Andófsmenn sendir í útlegð. LÍL (Leynilega íslenska leyniþjónustan) verður ríki í ríkinu. Kárahnjúkar verða fullir af aur og síðustu jökulleifarnar að hverfa. Þeir sem enn þrauka á landinu lifi í stöðugum ótta og eymd. Við komuna til landsins stendur ryðgað skilti þar sem stendur áletrað: The Rio Tinto Icelandic aluminium base.
Ég vona að þessi framtíðarsýn sé víðs fjarri raunveruleikanum og komi aldrei til með að rætast en hver veit ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 19:47
Óbein áhrif loftslagsbreytinga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 19:31
Loftslagsbreytingar eru ekki bara 3.heims vandamál!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 12:44
Torfæruhjól spæna upp göngustíga í Heiðmörk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 09:55
Gildi náttúrunnar til þess að styrkja og byggja upp einstaklinginn
Eitt gildi náttúrunnar af mörgum er gildi hennar til þess að mennta, þjálfa og byggja upp einstaklinginn. Skátahreyfingin t.d. notar náttúruna til þess að þjálfa upp ungt fólk og björgunarsveitirnar eru í stöðugri þjálfun. Hálendið er staður þar sem hægt er að ganga, svitna, og ýta sjálfum sér áfram. Ég man hvað ég þurfti að beita miklum viljastyrk þegar ég gekk Laugaveginn í roki og rigningu. En það var stórkostleg reynsla sem situr eftir í minningunni. Þeir sem fá að vera úti í náttúrunni læra að umgangast hana af virðingu og þeir vita að þeir verða að hugsa og taka tillit til hennar. Náttúran hefur einnig lækningagildi. Hún læknar margan manninn sem er daufur og þungur. Það er fátt betra en að drífa sig út úr bænum og komast inn í heim friðsældar og fegurðar þar sem karakterinn fær að njóta sín. Við mennirnir erum þrátt fyrir allt bara apategund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2007 | 02:13
Þöglar þjáningar umhverfisverndarsinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 02:00
Sögulegt gildi náttúrunnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 13:26
Áhrif loftslagsbreytinga á Bangladesh
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 00:16
Mene, mene tekel ufarsin!
Í Gamla testamentinu kemur fram mikil valdagræðgi hjá konungum af ýmsum toga. Bæði margir faraóar Egyptalands og konungar Babýlóníu eru sokknir í valdagræðgi og velllystingar þegar hér kemur við sögu. Þá gerist það að hönd Drottins skrifar á vegginn: Mene, mene tekel ufarsin eða Konungur, dagar þínir eru taldir. Konungurinn verður felmtri sleginn og missir öll völd sín skömmu síðar.
Viðbrögð íslenskra ráðamanna við úrslitum kosninganna í Hafnafirði benda sterklega til þess að einhverjir þeirra séu undir áhrifum Saurons og hafi orðið valdagræðginni að bráð. Þeir eru heiftúðugir og reiðir þegar þeir uppgötva það að fólkið í landinu er þeim ekki sammála. Tala jafnvel um að breyta lögum til þess að fólk geti ekki lengur kosið á móti stóriðjustefnunni. Hvílíkur vísdómur. Hvílík stjórnviska.
Við þessa ríkisstjórn sem mun verða kölluð stóriðjustjórnin með fyrirlitningu í mannkynssögunni segi ég: "Mene, mene tekel ufarsin" Konungur, dagar þínir eru taldir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)