Færsluflokkur: Bloggar
15.4.2007 | 07:54
Verktakalýðræði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2007 | 22:19
Störf fyrir 2600 manns.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2007 | 00:36
Veturinn 2006-2007 - horft til baka
Heimild: http://climate.mssl.ucl.ac.uk/docs/NAO_20067_Verification.pdf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 21:49
Umhyggja fyrir eldri kynslóðinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2007 | 21:31
Er Íslandslægðin að breytast ?
En hvað er eiginlega að gerast? Mér finnst vindafar á landinu vera að breytast, en það er ekki nóg að segja mér finnst. Sannanir vantar. Bændur tala að vísu um að það sé að verða hvasst í áttum þar sem aldrei var hvasst áður, og lægðirnar sem koma upp að landinu núna eru djúpar og vindsstyrkur er alltaf að fara yfir 20 m/sek.
Mér finnst hvassara en áður, en sannanir vantar. Hvað mér finnst er ekkert sönnunargagn. Ég bíð spennt eftir því hverjar niðurstöður verða úr rannsóknum vísindamanna, loftslagsfræðinga og veðurfræðinga. Það skyldi þó ekki vera að Íslandslægðin sé að breytast ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 07:04
Losun á CO2 vegna flutninga á áli
Flutningur á súráli frá Suðurálfu til Íslands losar um 0,5 tonn af CO2 á hvert framleitt tonn af nýju áli.
Sem þýðir að skipið PIne Arrow losaði um 12.000 tonn af CO2 á leiðinni frá Ástralíu til Reyðarfjarðar.
Framleiðsla í verksmiðju á 1 tonni af áli losar um 1,7 tonn CO2. Við bætast 0,5 tonn vegna flutnings frá Ástralíu til Íslands og 0,08 tonn CO2 vegna flutnings á markað í Þýskalandi alls: 2,28 tonn CO2 á hvert tonn af áli.
Síðan má reikna út hve mikið eitt álver losar á ári í CO2 vegna framleiðslu og flutninga. Þá eru ótaldar aðrar gróðurhúsalofttegundir sem álverið losar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.4.2007 | 21:42
Virkjanaiðnaðurinn
Á Íslandi er sprottinn upp sannkallaður eldspúandi dreki, það er dreki virkjanaiðnaðarins. Fyrir utan alla starfsmenn Landvirkjunar eru allar stóru verkfræðistofurnar með virkjanadeildir og marga tugi manna á launum við að reikna út burðarþol og afkastagetu.
Finnar höfðu vit á því að setja sína verkfræðinga í að búa til farsíma og Svíar settu sína verkfræðinga í að vinna hjá Volvo, Saab, Electrolux og Sony-Ericson. Bandaríkjamenn láta sína verkfræðinga vinna hjá NASA eða hja US Corps of Engineers. Verkfræðingar eru verðmætt vinnuafl og með dýrmætustu starfskröftum hverrar þjóðar.
En við Íslendingar. Hvað völdum við ? Við völdum að gera okkar verkfræðinga að sérfræðingum í virkjunum. Það er ljóst að ef fresta á verkefnum í virkjanaiðnaðinum innanlands, þá þarf að setja þetta vel menntaða fólk í önnur verkefni og það strax. Þá þarf að leggja aukna áherslu á samgöngumál og byggja nýjar byggingar. Eða beina þessu vel menntaða fólki inn á brautir nýsköpunar og nýrrar þekkingar t.d. í baráttunni við umhverfisvandamál heimsins. Það er einnig hægt að flytja út þekkingu einkum um nýtingu jarðhita.
Í raun og veru eru næg verkefni til staðar fyrir alla verkfræðinga og tæknifræðinga landsins. Það þarf bara að beina starfskröftum alls þessa góða fólks í jákvæðan og uppbyggilegan farveg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 18:25
Hvað eiga verkfræðingarnir að gera ?
En hvað eigum við þá að gera við verkfræðistofurnar þegar Landsvirkjun hefur verið flutt til Indlands og Venezuela ? Jú við þurfum heldur betur á verkfræðiþekkingunni að halda. Þekkingin sem slík er dýrmæt og nauðsynlegt að allir verkfræðingar landsins snúi bökum saman og fari að bregðast við loftslagsbreytingum, þeirri miklu vá sem vofir yfir. Hvernig á t.d. að byggja varnargarða eins og í Hollandi ? Hvernig á að minnka útblástur koltvíoxíðs frá íslenskum iðnaði ? Hér er heldur betur þörf á hugviti allra verkfræðinga landsins. Að leysa umhverfismálin verður eitt aðalverkefni verkfræðinga 21.aldar. Sá sem ekki sér þá þróun fyrir sér er blindur. Ég vil því hvetja alla verkfræðinga landsins til þess að snúa sér að því verkefni hvernig við Íslendingar eigum að bregðast við loftslagsbreytingum á einhvern annan hátt en að byggja álver sem losa hundruð þúsundir tonna af gróðurhúsalofttegundum á ári hverju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2007 | 23:16
Hinn andlitslausi maður!
Með tilkomu hins tæknivædda nútímaþjóðfélags hefur þróast nýtt viðhorf til mannsins. Nú er ekki lengur spurt "hver er maðurinn ?" heldur er spurt "hvað gerir maðurinn?" Tæknina varðar engu, hver sé uppruni mannsins, hvaðan hann beri að garði, hver sé hans lífssaga. Öllu varðar hins vegar á hverju hann kunni skil, hvaða tækni hann hafi tileinkað sér og vei þeim sem ekki hefur náð að tileinka sér einhverja tækni sem hann getur "selt" í samfélagi nútímans. Þegar spurt er "hvað gerir maðurinn ?" missir maðurinn andlitið. Ásjóna hans er svipt persónulegum einkennum en í staðinn er sett á hann gríma sem hæfir því hlutverki sem honum er ætlað að gegna. Og hvað gerist svo ef maðurinn missir hlutverkið. Er atvinnulaus persona non grata í hinu tæknivædda nútímaþjóðfélagi. Hvar á sú andlitslausa manneskja að finna sína sjálfsmynd og sína sjálfsvirðingu? Er furða þótt margir missi fótfestuna, verði hált á svellinu, finni til ístöðuleysis og vanti innri frið. Maðurinn er vissulega fæddur frjáls en hann er allsstaðar í hlekkjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 09:41
Eins og sólarupprás að morgni!
Í dag er dagur upprisunnar þegar Kristur reis upp frá dauðum. Ég trúi á upprisu Krists á sama hátt og ég er nokkuð viss um að það kemur nýr dagur eftir þennan dag. Upprisan er eins og sólarupprás að morgni. Geislar kærleika Guðs bræða ísinn og klakann sem myrkrið og kuldinn hafa skilið eftir sig. Allt vex og dafnar. Allt lifir og allt endurnýjast. Upprisa Krists er sönnun þess að hið góða í veröldinni er sterkara en hið illa. Þótt við göngum um dimman dal og allt virðist hulið myrkri, þótt geysi styrjaldir og náttúruhamfarir, þá megum við hvíla í þeirri fullvissu að ljósið og kærleikurinn sigrar myrkrið og dauðann. Það er gott að hvíla í kærleiksríkri hendi Guðs og upplifa þessa hlýju tilfinningu og fullvissu um kærleika hans. Við skulum þó ekki gleyma því að styrkur Guðs opinberast í veikleika en ekki með lúðrablæstri og látum. Við skulum horfa til hins smáa, barnsins sem opnar augun, páskaliljanna sem brosa mót sól og minnast þess að stundum þurfum við bara að horfa í kringum okkur til þess að finna og upplifa hamingjuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)