Færsluflokkur: Bloggar
21.4.2007 | 08:21
Ennþá rok og rigning
Selfoss virðist vera hinn yndislegasti bær - hann verður það a.m.k. eftir að ég er flutt þangað. Kem með bókasafnið með mér. Ég veit ekki hvort Selfyssingar gera sér almennt grein fyrir því en þeir geta núna fengið kennslu í rússnesku og fornkirkjuslavnesku alveg á spottprís. Byrja náttúrlega á því að kenna Da og Njet. Einnig stefni ég að því að skella mér í kór á Selfossi enda er það hluti af lífsstílnum.
Og úr því að ég er komin í sveitina þá verður náttúrulega alltaf kaffi á könnunni og allir vinir og ættingjar velkomnir í heimsókn. Tilvalinn sunnudagsbíltúr að skreppa til mín í kaffi. Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2007 | 22:56
Að hlusta á stjörnurnar hreyfast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2007 | 22:39
Alexander galdrakarl og kötturinn hans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 17:33
Rigning og rok
Ég er komin á þá skoðun að það dýrmætasta sem maður á fyrir utan fjölskylduna og vinina er menntunin og kunnáttan. Ef maður kann eitthvað fyrir sér þá getur maður alltaf bjargað sér sama á hverju dynur. Nú ætla ég ekki að telja upp allar þær breytingar sem hafa orðið í lífi mínu á síðustu tveimur árum en þær eru miklar og margar. Þessvegna tek ég hlutunum með æðruleysi, slaka á vegna þess að ég veit að allar breytingar hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar skapa streitu. En ég er eins og þjálfaður maraþonhlaupari - held bara áfram að hlaupa...rólega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2007 | 00:03
Fyrirlitning hinna sterku á hinum veiku.
Vesturlönd hafa greitt dýrt gjald fyrir fyrirlitningu sína á veikleika og smæð mannsins. Fólk sem lifir á öskuhaugum Kalkúttaborgar er hamingjusamara en heimilislaust fólk á Íslandi. Vegna þess að hinir ríku hafa jú alltaf sagt að fátæktin sé hinum fátæku að kenna. Hinir fátæku nenni ekki að vinna. En það getur bara ekki staðist. Margir eru atvinnulausir af því að þeir neyðast til þess, fátæktin ber að dyrum í kjölfar veikinda og sjúkdóma sem ekki gera boð á undan sér.
Velgengni og ríkidæmi eru orðnir guðir í okkar vestræna samfélagi. Við dýrkum þá og sýnum því fólki fyrirlitningu sem af einhverjum ástæðum verður undir í samkeppninni. En það má spyrja þeirrar spurningar: Er það þess virði að sigra í kapítalísku samfélagi ef sigurinn er á kostnað fjölskyldunnar, kærleikans, mennskunnar og alls þess sem gerir manninn þrátt fyrir allt að manneskju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2007 | 07:42
Við erum frumbyggjar norðursins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2007 | 21:40
Norðursvæðin eru eftirsóknarverð.
Öll norðursvæði jarðar, í Alaska, í Síberíu, á Íslandi og á Grænlandi þykja nú eftirsóknarverð til þróunar eða development. Vegna hlýnunar jarðar eru norðursvæðin að opnast, hættan af hafís minnkar og fjármagnið leitar norður. Ríkar þjóðir vilja fjárfesta og "þróa" óröskuð svæði norðurhjarans þar sem þessar sömu þjóðir eru búnar að þróa nánast allt sem hægt er heima hjá sér. Útrásin leitar norður á bóginn.
Íslendingar vita ekki hvernig á sig stendur veðrið þegar þeim berast hvert gylliboðið á fætur öðru. En ekki er allt gull sem glóir. Það er auðvelt að finna áhugasama erlenda fjárfesta. En borga fjárfestingarnar sig ? Eitt sem nánast aldrei er tekið með í reikninginn er kostnaðurinn fyrir umhverfið. Norðursvæðin eru viðkvæm, bæði náttúrufarslega og gróðurlega. Þau þola ekki mikla "þróun" í þeim skilningi, án þess að náttúran bíði mikið tjón. Í raun og veru erum við að fórna náttúru okkar fyrir gull og gersemar sem erlendir aðilar bjóða okkur. Erum við ekki að láta kaupa okkur á ódýran hátt eins og gerðist á nýlendutímanum í Afríku ? Erum við ekki hinar nýju nýlendur norðursins ? Hve lengi getum við haldið sjálfstæði okkar andspænis ásókn erlendra fjárfesta ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2007 | 20:15
Með góðfúslegu samþykki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2007 | 19:20
Rússarnir koma!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 08:17
Handtaka Kasparovs!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)