Færsluflokkur: Bloggar
18.6.2007 | 07:58
Virkjanir halda áfram
Nú þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk svona mikið fylgi í kosningunum, halda virkjanir áfram af fullum krafti. OR og Orkuveita Suðurnesja ætla að virkja á Reykjanesi og meira við Hengilinn. Neðri hluti Þjórsár er á skurðarborðinu og fleiri áætlanir eru í farvatninu. Spurning hvenær ráðist verður á Langasjó og Torfajökulssvæðið.
Af hverju kýs þessi mannfjöldi alltaf Sjálfstæðisflokkinn ? Það er mér hlulin ráðgáta. Nú segjast allir vilja vernda náttúruna, en kjósa samt þann flokk sem hefur það á stefnuskránni að eyðileggja sem mest. Er ekki kominn tími til þess að kalla Sjálfstæðisflokkinn til ábyrgðar fyrir sinnuleysi og ógnarstjórn í umhverfismálum ?
Friðrik Sophusson hefur ekki miklar áhyggjur af þeirri gagnrýni sem Landsvirkjun hefur fengið, - af hverju ? Jú Sjálfstæðisflokkurinn fær alltaf fylgi í kosningum sama hvaða gagnrýni Landsvirkjun fær og á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar landinu heldur eyðileggingin áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 20:00
Eyðilegging náttúrunnar er birtingarform illskunnar
Illskan og óskapnaðurinn birtist m.a. í eyðileggingu náttúrunnar, misþyrmingu á dýralífi og miskunnarleysi gagnvart þeim sem minna mega sín. Illskan leitar þangað sem fjármagnið er, hún birtist ætíð óbeint og oft í gervi umhyggju eða forsjárhyggju fyrirtækja. Flest stórfyrirtæki heimsins eru siðlaus fyribæri, vélar sem miða að því að græða peninga. Nú eru þessi siðlausu stórfyrirtæki komin til Íslands og farin að stjórna hér litlum sveitarfélögum sem halda upp á sjálfstæði sitt með veikum mætti á 17.júní. Það þýðir lítið að veifa íslenskum fána gegn ógnarveldi fjármagnsins, milljarðanna og illskunnar. Sjálfstæði landshluta, og jafnvel landsins sjálfs verður hljóm eitt í slíku samhengi. Skyldi Ísland vera ennþá sjálfstætt ríki eftir 100 ár eða verður það örlítill hluti af Bandaríkjum Norður Ameríku á svipaðan hátt og Hawaii??? Er feitum ameríkaniseruðum nútíma Íslendingum kannski bara alveg sama þótt þeir breytist í Norður-Ameríkana ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 20:12
Fallegur heimur
Hafið þið tekið eftir því hvað heimurinn er fagur ? Sólin skín í gegnum skýin og sólstafir falla til jarðar. Grasið grænkar og himinnbláminn finnur spegilmynd sína í regndropunum. Í stöðuvötnunum synda fiskar um sali úr grænum speglum.
Það er engin rökrétt ástæða fyrir fegurð heimsins, nema litið sé svo á að þar sem skapari heimsins er fagur og kærleiksríkur hljóti sköpun hans að endurspegla hina eilífu fegurð. Þannig má segja að fegurð heimsins sé fingrafar guðs, það sem hann skilur eftir sig í heiminum, vegna þess að hann er í heiminum og heimurinn er í honum. Þannig skulum við þakka fyrir það að hafa fengið að líta þennan fagra heim, jafnvel þótt að lífið reynist stundum erfitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2007 | 20:30
Drápstól á þjóðvegunum

Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2007 | 12:27
Frábær ferð um Þýskaland og Svíþjóð
Nýkomin heim úr frábærri ferð um Þýskaland og Svíþjóð. Fyrri hluti ferðarinnar samanstóð af kórferðalagi Reykjalundakórsins, og var farið um Rínardalinn og Mósel, sungið í Trier, og í St. Goar auk fleiri staða.
Síðari hluti ferðarinnar var ferð um Svíþjóð þar sem ég heimsótti m.a. Uppsali þar sem ég var við nám á sínum tíma og Gautaborg þar sem ég stundaði einnig nám. Þægilegt að vera í Svíþjóð, allt lagom og veðrið í alla staði frábært.
En það var líka gott að koma heim til Íslands eftir rúmar tvær vikur erlendis, en ekki virðist nú mikið hafa breyst á meðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 22:43
Er á förum til Þýskalands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.5.2007 | 10:09
Álgarður í Þorlákshöfn

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 13:09
Hamingjan er í þessum hversdagslegu hlutum

Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.5.2007 | 23:56
Að halda í höndina

Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2007 | 17:59
Herr lehre doch mich...

Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)