Færsluflokkur: Bloggar

Ljóð eða söngtexti - hver veit

When dusk falls
Over the lovely city of Reykjavik
The ducks fall asleep
And the ships lie still
In the snowy harbour
But my mind travels wide
Across the wildest of continents
From Africa to Antarctica
Over the Alps to Australia
On plane or boat
I swim or float
And every morning awake
Back to the city by the little lake
Where the ducks stir their wings
and the poorest of men are kings

Að kolefnisjafna álver!

aluminium smelterNúna eru uppi hugmyndir um að kolefnisjafna útblástur gróðurhúsalofttegunda frá fyrirhuguðu álveri við Húsavík.  Þeirri hugmynd fagna ég ekki.  Ástæðan er sú að hvert nýtt álver er HREIN VIÐBÓT VIР LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA Í HEIMINUM.  Álverið á Húsavík kemur þannig til með að losa hundruðir þúsunda tonna af gróðurhúsalofttegundum á ári út í andrúmsloftið sem ella hefðu aldrei borist þangað.  MEÐ ENDURVINNSLU Á ÁLDÓSUM ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR ALLA ÞESSA LOSUN MEÐ ÞVÍ AÐ SLEPPA ÞVÍ EINFALDLEGA AÐ BYGGJA FLEIRI ÁLVER.

Í öðru lagi á að planta tugum milljóna trjáa í Þingeyjarsýslum.  Eru menn orðnir gjörsamlega galnir ?  Skógrækt á fullan rétt á sér á sumum svæðum, en ef planta á þessum trjáafjölda á ÍSLANDI þá ER ÞAÐ MEIRIHÁTTAR BREYTING Á UMHVERFI OG NÁTTÚRUFARI.  MÓFUGLAR MUNU HVERFA AF STÓRUM SVÆÐUM OG GRASLENDI TAKA MIKLUM BREYTINGUM OG VATNAFAR EINNIG.

Í þriðja lagi er EKKI SANNAÐ hversu mikið af kolefni tré varðveita til framtíðar.  Tré eyðast og þegar þau deyja þá losa þau aftur kolefni út í andrúmsloftið.  ÞAÐ ÞARF ÞVÍ AÐ PLANTA ÞESSUM SKÓGI MÖRGUM SINNUM EF FRAMTÍÐARÁRANGUR Á AÐ VERA TRYGGÐUR. 

NIÐURSTAÐAN ER SÚ AÐ ÞAÐ ER EINFALDLEGA EKKI ÞÖRF FYRIR ÖLL ÞESSI NÝJU ÁLVER NEMA TIL ÞESS AÐ LEYFA BANDARÍKJAMÖNNUM AÐ HENDA ÁLDÓSUM Í RUSLIÐ Í STAÐ ÞESS AÐ ENDURVINNA ÞÆR.  VONANDI Á EFTIRSPURN EFTIR ÁLI Í HEIMINUM EFTIR AÐ MINNKA EN EKKI AUKAST.  MINNI ÁLFRAMLEIÐSLA Í HEIMINUM MYNDI KOMA Í VEG FYRIR GÍFURLEGA EYÐILEGGINGU UMHVERFIS OG LOFTSLAGS.  DRÖGUM ÚR NOTKUN ÁLS.


Hafið temprar loftslagsbreytingar - ennþá

hafidVísindamenn eru farnir að benda á að hafið er að súrna vegna þess að það tekur upp svo mikið magn koltvíoxíðs úr andrúmsloftinu.  Hafið temprar þannig loftslagsbreytingar á meðan það tekur til sín mikið magn gróðurhúsalofttegunda.  En hve lengi tekur hafið við ?

Það er mögulegt að hafið geti einungis tekið við ákveðnu magni koltvíoxíðs og þegar mettun er náð muni hafið taka upp mjög lítið magn koltvíoxíðs.  Ef það gerist mun hlýna mun hraðar á jörðinni og loftslagsbreytingar verða mun áþreifanlegri og hraðari en áður.   

Þannig er það hafið sem kemur í veg fyrir að við finnum af fullum krafti í dag fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, en hve lengi tekur hafið við ?  Auk þess súrnar hafið alltaf meir og meir sem gæti haft afleiðingar á fiskistofna og allt líf í hafinu.  Er losun gróðurhúsalofttegunda virkilega svona mikilvæg að við séum tilbúin að fórna hafinu fyrir hana ?


Geislun frá sólinni hefur ekki aukist

solflackSamkvæmt mælingum hefur geislun frá sólinni ekki aukist síðustu 27 árin a.m.k. og þegar mikið er um sólbletti á sólinni er geislunin einungis 0,08 % meiri.  Nákvæmar mælingar á útgeislun sólar eru framkvæmdar af svíum sem eru með sólarsjónaukann Las Palmas og einnig gerir CERN rannsóknir á útgeislun sólar.

Þannig útskýrir geislun sólar innan við 10% af þeirri hlýnun sem orðið hefur á jörðinni síðustu 100 árin.  Heimild:  Dagens Nyheter.


Yndisleg messa í Skálholti

Varð þeirrar ánægju aðnjótandi að taka þátt í messu í Skálholti í morgun.  Messan sem fjallaði í þetta skipti um umhverfismál var mjög góð og lifandi.  Það var kannski ekki alveg full kirkja en þeir sem voru á staðnum tóku virkan þátt í messunni.

Sum hamingja í lífinu er einfaldlega ekki mælanleg og þessi messa var ein af þessum ómælanlegu ánægjustundum tilverunnar.  Það er mikils virði að eiga staði eins og Skálholt þar sem hægt er að hittast til umræðna, hugleiðingar og tilbeiðslu.  Og á Norðurlandi eru auðvitað Hólar í Hjaltadal Smile


Hjólað á Selfossi

Nú er ég búin að uppgötva hvað það er þægilegt að hjóla á Selfossi, allt flatt.  Að vísu alltaf smá vindur eins og á Íslandi yfirleitt en stundum er hann í bakið og þá blæs byrlega. Fjárfesti í flottu svörtu og silfruðu hjóli í Byko.  Hjólið er gíralaust,  það er bara mekanískt, það er ekkert sem ég get ekki gert við sjálf, hægt að skrúfa allt og skipta um.  Gírarnir skipta ekki máli þar sem ég þarf sjaldnast að fara upp mjög bratta brekku. 

Síðan dreymdi mig í nótt að ég var að ganga Jakobsveg hinn fræga.  Var innan um fullt af fólki með bakpoka  og kunni bara ágætlega við mig.  Vonandi þýðir þessi draumur, ef hann þýðir þá eitthvað yfirleitt, að það verður gott göngusumar.  A.m.k. keypti ég nýja mjúka gönguskó í Cochem í Þýslandi og hlakka til að prófa þá.  Það er eitthvað ósegjanlega gaman við að finna grjótið undir sólunum og ganga um fjöll og firnindi.  Því lengra sem er í siðmenninguna svokölluðu því betra.  Kannski þó gott að vera með farsíma svona til öryggis.  LoL


The great global warming swindle er svindl!

Í kvöld verður sýnd í ríkissjónvarpinu myndin The great global warming swindle sem Channel 4 í Bretlandi lét búa til.  Myndin sjálf er eitt mesta svindl í heimildamyndagerð sem gert hefur verið.  Allir hinir svokölluðu vísindamenn sem talað er við í myndinni hafa ekki stundað rannsóknir um árabil, nema einn og hann kvartaði yfir þættinum og sagði orð sín tekin úr samhengi.  Margir vísindamannanna eru á mála hjá olíufyrirtækjum, einkum Exxon Mobil sem er sama olíufyrirtæki og stendur á bak við Bush stjórnina í Washington. 

Fyrir nokkrum árum síðan gerði Exxon Mobil áætlun um það hvernig fyrirtækið gæti kastað rýrð á niðurstöður vísindamanna varðandi loftslagsbreytingar, einkum í huga almennings.  Segja má að myndin The great global warming swindle sé afrakstur þeirrar áætlunar.

Í myndinni eru fölsuð línurit, línurit byggð á úreltum upplýsingum og þar er einnig fullyrt að eldfjöll losi meira magn gróðurhúsalofttegunda en mannkynið sem er hreint og beint röng fullyrðing.  Það er í raun og veru einungis á færi sérfræðinga í umhverfismálum að sjá í gegnum þennan blekkingar og lygavef sem þessi svokallaða heimildarmynd Channel 4 er. 

Ég á fastlega von á því að margir þeir sem eiga hag sinn í því að rugla almenning í ríminu varðandi loftslagsbreytingar muni halda þessari fölsuðu heimildarmynd á lofti.  En það breytir því ekki að loftslag jarðar er að taka breytingum og fyrr eða síðar mun allt mannkynið átta sig á því sem er raunverulega að gerast.  Vonandi verður það bara ekki of seint. 


Loftslagsbreytingar það eina sem skiptir máli

climatechangeVeruleiki loftslagsbreytinga er eini pólitíski raunveruleikinn sem skiptir máli í heiminum í dag.  Verði raunveruleiki loftslagsbreytinga ekki viðurkenndur, þá verður enginn annar pólitískur raunveruleiki til þess að takast á við, - engar fiskveiðar, engin efnahagsmál, ekkert bankakerfi, enginn hagvöxtur.  Það verður því að teljast heldur bagalegt þegar stjórnmálamenn hér á Íslandi virðast ekki vilja horfast í augu við þennan veruleika loftslagsbreytinga.  Ekki bætir úr skák þegar hámenntaðir sérfræðingar koma fram í fjölmiðlum og segja að loftslagsbreytingar séu bara þriðja heims vandamál og þetta verði bara frábært hér á Íslandi - soldið hlýrra og meiri sól.  Veruleiki loftslagsbreytinga er miklu meira, annað og meira en meiri sól.  Loftslagsbreytingar þýða að kornuppskera heimsins getur brugðist, Egyptaland og Bangladesh geta farið á kaf.  Reykjavík getur að hluta til farið í kaf.  Meiri líkur verða á stormum og ofsaveðri.  Slíkur er veruleiki loftslagsbreytinga en íslenskir stjórnmálamenn hafa hingað til valið að stinga höfðinu í sandinn.  En jöklarnir eru að bráðna, jafnvel á veturna eru íslensku jöklarnir brúnleitir og bráðnandi.  Það sést varla almennilega hvítur jökull lengur.  En við Íslendingar njótum sérstakrar náðar almættisins.  Við erum með sérsamning.  Ekkert sem ógnar heimsbyggðinni getur ógnað okkur, eða hvað ?

Aðrir skemmtilegri hlutir

rusl2Jæja, maður verður bara hálf þunglyndur á því að hugsa alltaf um þessi umhverfismál.  Ekkert nema virkjanir og álver á teikniborðinu og bara örfáir einstaklingar sem reyna að berjast eitthvað á móti.  Og ef álverin koma manni ekki í vont skap, þá er alltaf hægt að hugsa um loftslagsbreytingar.  Í Bandaríkjunum eru vísindamenn farnir að velta því fyrir sér hvernig jörðin verði án mannkynsins, en þeir eru líka alltaf svo svartsýnir þarna í Bandaríkjunum.

Svo að ég ætla að blogga um aðra skemmtilega hluti.  Nú erum við hjónin nefnilega komin með garð og þurfum því heldur betur að taka til hendinni.  Það er þó bæði ljúft og skemmtilegt þegar veðrið er svona gott.  En verkfærin vantaði þannig að við fórum og keyptum hrífur og sköfur, og klippur og hjólbörur þannig að nú verður kantskorið og unnið í garðinum.  Ekki veitir af.  Umhverfisfræðingur verður náttúrulega að vera til fyrirmyndar og moltugerðin er að fara af stað.  Sorpflokkunarkerfi heimilisins verður jafn flókið og hjá NASA og vei þeim sem hendir gleri í málm, eða málmi í gler.  Og ekki segja að þetta endi allt í sama gáminum, vegna þess að það gerir það ekki !Cool


Umhverfismat skiptir engu máli!

Alþekkt er sú rökfærsla virkjanasinna að það sé allt í lagi að fara í virkjanir - þær hafi staðist umhverfismat.  Nú er það svo að umhverfismat er kannski skárra en ekki neitt, en umhverfismat breytir engu um grundvallareðli framkvæmdarinnar.  Tökum sem dæmi:  Ef til stæði að byggja kjarnorkuver á Íslandi, þá myndi framkvæmdin fara í umhverfismat og líklega standast það og koma meira að segja vel út.  Það að framkvæmdin hafi staðist umhverfismat breytir því ekki að um kjarnorkuver er að ræða.  Umhverfismat er þannig hluti af þessum margfræga grænþvotti þar sem framkvæmdir og fyrirtæki eru grænþvegin til þess að líta út fyrir að vera umhverfisvæn þótt þau séu það í raun og veru alls ekki.  Umhverfismat skiptir því í raun og veru engu máli, sérstaklega eftir að úrskurðarvaldið var tekið frá Skipulagsstofnun.  Eru kannski líka allir búnir að gleyma því ?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband