Færsluflokkur: Bloggar
6.7.2007 | 16:19
Málmar á hverfandi hveli
Jörðin er reikistjarna með takmarkað flatarmál. Margir málmar og mörg frumefni í jarðskorpunni eru til í takmörkuðu magni. Platínum verður uppurið eftir nokkra áratugi. Indium sem er notað í flatskjái er líka aðeins til í takmörkuðu magni og tantalum sem er notað í farsíma fer hratt minnkandi. Þar sem um frumefni er að ræða er vandséð hvernig er hægt að finna staðgengla í staðinn fyrir þessi efni. Algengari málmar eins og sínk, kopar, nikkel eru líka einungis til í takmörkuðu magni og fosfór í jarðskorpunni sem notaður er í áburð til landbúnaðar er ekki óendanlegur.
Það er hins vegar erfitt að meta hvenær nákvæmlega þessir málmar klárast vegna þess að enginn einn aðili er með yfirsýn yfir námavinnslu og notkun allra þessara málma og frumefna. Indíum sem notað er í flatskjái gæti verið uppurið eftir aðeins 4 ár, gull yrði ekki lengur til eftir 36 ár. NEMA EITTHVAÐ BREYTIST.
Það er því alllíklegt að hugsanlegar geimferðir til Mars muni þjóna þeim tilgangi að athuga hvort að námavinnsla á Mars er möguleg til að ná þar í frumefni sem ekki verða til lengur á Jörðinni eftir 100 ár. ÓDÝRAST VERÐUR ÞÓ AÐ ENDURVINNA ALLA ÞÁ MÁLMA SEM FALDIR ERU Á RUSLAHAUGUM HEIMSINS OG FLOKKA ÞÁ FRÁ. MYNDIR ÞÚ HENDA GULLI ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2007 | 00:10
Í húsinu sem Marx fæddist

Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 00:27
Geirfuglaskógurinn
Geirfuglinn í skóginum
Syngur fyrir loðfílinn
sverðtígrisdýrið
brynfiskana
Og öll hin dýrin
Sem bíða þess þolinmóð að deyja út.
Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir 2007
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 23:59
Ár úr steini
Verkfræðingarnir byggja
Ár úr steini
Malbika farvegi
Setja lækina
Í litlar pípur sem
Stækka og verða
Að risastórum ræsum sem
Renna undir
Stíflur og
varnargarða
þangað til að allt
er orðið
Svo flókið
Að enginn skilur
Það lengur
Nema Guð
Og þá Gefast þeir upp
Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 23:44
Regnskógurinn
Regnskógurinn hefnir sín
Á mönnunum
Með því að senda þeim
Kyrkislöngur á kvöldin
Og maura í hádegismat
Regnskógurinn
Bjargar mönnunum
Með því að senda þeim
Lyfjagrös sem
Seiðkarlinn notar á kvöldin
Um leið og hann spilar
Argentínskan tangó
Á panflautuna sína
Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir 2007
Bloggar | Breytt 4.7.2007 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 23:34
Uppstoppaðir regndropar
Uppstoppaðir regndropar
Hanga í loftinu
Á safninu
Regndropasafninu
Vegna þess að annars staðar
Eru þeir ekki lengur til.
Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir 2007
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 18:21
Hvað eru þýðingar?
Þýðingar hafa lengi verið látnar sitja í skugganum af hinum miklu bókmenntum. Þær hafa þótt einhvern veginn óæðri en það að frumsemja texta, þótt ferlið við að þýða og frumsemja sé að mörgu leyti líkt og starf þýðandans ekki alls óskylt starfi rithöfundarins. Enda hafa margir rithöfundar einnig verið þýðendur og margir þýðendur asnast til að skrifa bók. En núna er þýðingarfræðin komin fram á sjónarsviðið, sérstök grein sem leitast við að rannsaka þýðingar, þýðingarferlið og jafnvel þýðendur sjálfa. Nú er hægt að mennta sig sérstaklega sem þýðanda. Ég hef verið svo heppin að taka nokkur námskeið í þýðingarfræði og þýðingarsögu og verð ég að segja að það hefur verið einstaklega skemmtilegt. Fagið er áhugavert, gaman að þýða og gaman að vera með stúdentum sem eru menntaðir í mörgum tungumálum. Samfélag margra tungumála er eins og samfélag mannkynsins þar sem samskipti eru bæði skemmtileg og flókin. En þýðingar eru skemmtilegar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 21:30
Hvað er ég að gera?
Fólki finnst svolítið erfitt að skilja hvað ég er að gera. Ég er heima allan daginn, fer kannski út um tvö leytið og fæ mér kaffi og síðan sést ég hoppa inn og út úr húsinu mínu en hvað er ég að gera ??? Jú ég er fyrst og fremst að þýða. Ég sit við tölvuna allan daginn og þýði allskyns pappíra. Fæ verkefnin send frá Reykjavík og sendi þau þangað aftur til baka. Dagurinn í dag var t.d. alveg brjálaður af því að ég var komin í smá tímahrak og þurfti að flýta mér að klára. Og það verður líka alveg nóg að gera á morgun. Ég er nefnilega líka að basla við að þýða bók.
Þar fyrir utan sit ég í stjórn Landverndar og tek þar þátt í margvíslegu starfi, Bláfánanum, Vistvernd í verki, og ég vinn að umhverfisbaráttu svona yfirleitt. En mest af því starfi fer fram rólega og yfirvegað, - ég gagnrýni gjarnan matsskýrslur eða kem því til leiðar að bréf eru skrifuð og þau rata einhvern veginn sína leið. Ég trúi því að penninn sé máttugri en sverðið. Ég tek ekki oft þátt í mótmælum, en nota hins vegar þær leiðir sem mögulegar eru til að koma málefnum umhverfisverndar á framfæri á friðsamlegan hátt.
Ég hef þannig alls ekki mikinn tíma til að blogga, og ég er EKKI stjórnmálamaður heldur umhverfissinni og ég er líka menntuð í environmental science eða umhverfisvísindum frá Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg. Ég horfi oft á íslenskt samfélag utanfrá, ég er gagnrýnin og kaupi ekki hvaða bull sem er. En semsagt þetta er ég nú að gera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 09:59
Hin nauðsynlegi óvinur
Bismarck sameinaði Þýskaland með því að fara í nokkrar styrjaldir og sameina þjóðina gegn óvininum. Það er gömul Machiavellísk stjórnviska að það er auðveldara að stjórna þjóð ef hún á sér sameiginlegan óvin eða ytri ógn. Það var því lífsnauðsynlegt í lok kalda stríðsins fyrir Bandaríkjamenn að finna sér nýjan óvin. Rússar voru ekki lengur óvinurinn og Bandaríkjamenn stóðu uppi óvinalausir. Hvernig áttu þeir að geta réttlætt vopnaframleiðslu sína og hernaðarhyggju ? Eftir atburðina í N.Y. greip Bush tækifærið og bjó til nýjan óvin fyrir Bandaríkin. Óvinurinn er dökkur, svartskeggjaður og aðhyllist önnur trúarbrögð. Hann er framandi og talar óskiljanlegt mál. Hvað hann heitir veit enginn. Aðalatriðið er að það er kominn nýr óvinur sem skapar hina utanaðkomandi ógn. Væri einhver utanaðkomandi ógn ef misskiptingin á milli jarðarbúa væri ekki jafn mikil og raun er, væri einhver ógn ef ríkisstjórnir vestrænna ríkja þyrftu ekki á ógninni að halda til að réttlæta hernaðarhyggju sína. Hver er hinn raunverulegi óvinur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2007 | 09:05
Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna - flott eða fáránlegt?
Ég hef verið að spyrja sjálfa mig að því hvaða erindi Ísland eigi í Öryggisráð S.Þ. og ég hef ekki enn fundið erindið. Nema það sé að vera aukaatkvæði fyrir Bandaríkjamenn og að rétta alltaf upp hendina þegar Bandaríkjamenn réttu upp hendina.
Ég skil ekki ennþá af hverju Ísland er ekki með sjálfstæða UTANRÍKISMÁLASTOFNUN þar sem sérfræðingar í heimsmálum koma saman og móta sjálfstæða utanríkisstefnu Íslendinga. Utanríkisstefna Íslendinga virðist endurspeglast í því að treysta bandaríkjamönnum algjörlega fyrir öllu og gera bara það sem þeir segja. Með allri virðingu fyrir bandaríkjamönnum, þá held ég að þeir beri hag Íslands ekki alltaf fyrir brjósti. Ég get t.d. ekki skilið hvaða hag íslendingar höfðu af því að styðja innrásina í ÍRAK.
Er ekki kominn tími til þess að við setjum á stofn UTANRÍKISMÁLASTOFNUN og tökum sjálfstæðar ákvarðanir í heimsmálunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)