Færsluflokkur: Bloggar

Mikilvægi frelsisins og nauðsyn þess að frelsið hafi markmið

4-cemetery-angel-manEftir nokkurra ára hlé tek ég aftur upp pennann hér á Moggablogginu og fer að skrifa nokkur orð.

Það fyrsta sem mig langar til að skrifa um er frelsið. Mikið er rætt um frelsi dags daglega, stjórnmálaflokkar skilgreina sig út frá frelsinu og margir segjast vera frjálslyndir þótt enginn nánari útskýring fylgi á því hvað við er átt.

Frelsið telst til þeirra lífsins gæða sem þykja eftirsóknarverð og engin furða. Hver vill vera ófrjáls?

En það gleymist að frelsið er í raun marklaust nema það hafi tilgang og merkingu. Leyfið mér aðeins að útskýra.

Frelsi verður alltaf að vera annað hvort frelsi til einhvers eða frelsi frá einhverju. Á Íslandi á að vera skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi sem felur í sér frelsi til að hafa skoðanir og tjá þær. Það er því frelsi til einhvers.

Hins vegar er á Vesturlöndum yfirleitt minna rætt um frelsi frá einhverju, en það er ekki síður mikilvægt eins og andófsmaðurinn Alexander Solsjenitsyn benti svo réttilega á í fyrirlestri sínum við Harvard háskóla fyrir margt löngu. 

Það er til dæmis mikilvægt í dag að fá frelsi frá upplýsingum sem maður vill ekki fá. Upplýsingaflæðið er orðið svo mikið og yfirgengilegt að mikilvægt er að fá frið og frelsi frá auglýsingum og stöðugu flæði upplýsinga. 

Einnig getur mér sem foreldri fundist mikilvægt að fá frelsi frá ógeðslegum hryllingsmyndum í sjónvarpinu og mér getur fundist mikilvægt að börnin mín þurfi ekki að horfa á myndir eða fá upplýsingar sem geta skaðað þau.

Frelsi frá hryllingsmyndum, frelsi frá upplýsingum, frelsi frá auglýsingum, um þessa tegund frelsis er næstum því aldrei rætt. Þetta er þó frelsi líka.

Það er því ekki nóg að hrópa alltaf: Við viljum meira frelsi. Nánari skilgreiningu vantar til hvers á að nota frelsið, því frelsi verður alltaf marklaust nema það sé til einhvers eða frelsi frá einhverju.

Góðar stundir,

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir


Staka

Tilveran er töfrum vafin
tíu englar sitja til borðs.
Ástin sanna af kærleik alin
eilíf viska hins lifandi orðs.

IEB (2016)


Óður til Eliots.

 

Því allt verður forgengileikanum að bráð.

Heitir kossar, brennandi ást.

Ástríður ungdómsins.

Vísdómur öldungsins.

Aldingarðar Palmýru eru rústir einar.

Sedrusviður Líbanons visnaður.

Hol bein drottningarinnar af Saba
syngja tómlega í vindinum.

Rottufætur hlaupa yfir brotið gler.

Mús nagar bein T.S. Eliots.

Við erum hinir innantómu.

Höfuð okkar full af stráum.

Auðnin eignast að lokum allt.

Metnaður er eitur sálarinnar.

Fyrir Dauðanum eru allir jafnir.

 

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2016)


Til barnanna minna

 

Er nóttin dvelur um draumfagran heim,
drengirnir mínir sofa.
Þá englar svífa um eilífs geim,
elskuna sönnu lofa.
Sál jarðar hvílir í hendi hans
sem himintunglum stjórnar.
Allt kveiknar líf og kemst til manns,
sem kærleik Drottins lofar.

 

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2016)


Ein leið að sjá tilganginn með öllu saman

7ce627fffda795d0c22d88f8d02808da.jpgEf til vill er tilgangur lífsins fólginn í því að umbreyta stöðugt æ stærri hluta af myrkri lífs okkar yfir í ljós gegnum tengsl okkar við Guð.

IEB


Við erum öll samtengd

Við erum öll vitundarlega tengd hvort öðru. Við erum einungis of sjálfmiðuð til að sjá það. Öll þekking er þegar innan okkar vébanda. Við lærum með því að rifja upp það sem við vitum nú þegar.

 

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir


Samfélag Essena

20150502_1616271.jpg

 

 

 

 

 

 

Les um Essena. Heillandi veröld sem opnast. Les um skólann á Karmel fjalli og handrit sem fundust í Qumran.

Myndin sýnir helli í Karmel fjalli.

Í Guðs friði

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir


Páfi kærleikans - Frans fyrsti

Frans fyrsti páfi er páfi kærleikans. Hann kemur eins og ljósgeisli inn í myrkur veraldarinnar.

Ég er alveg á mörkunum að breytast í kaþólikka vegna hans.

Myndirnar hér að neðan skýra af hverju:

Frans fyrsti hittir Kyrill patríarka Rússlands.

pope-francis-patriarch-kirill-600x350.jpg

 

2a7872c500000578-3157848-image-a-33_1436724977673.jpg

 

Frans páfi fer út á meðal fólksins. Neitar að láta lífverðina stoppa sig. Er sama um alla áhættu. Hann fer út á akurinn eins og Kristur. Þörfin er brýn.

 

459605498.jpg

 

Frans páfi veit að við erum eilífar verur og þurfum ekkert að óttast. Við höfum leyfi til að vera glöð.

 

Frans páfi snæðir með þeim fátæku. Hvar ætti hann annars staðar að vera?

dv1808109.jpg

 

 

 

 

 


Bæn til þín í dagsins amstri, hver sem þú ert

seeking-god-600x400.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Megi kærleikur Krists umvefja þig.

Megi Kristur taka þig sér í faðm og veita þér náð og fyrirgefningu.

Megir þú uppgötva þinn innri kærleika.

Megir þú rækta þitt innra ljós.

Megi kærleikurinn fylgja þér hvert sem þú ferð.

Megi þessi dagur verða þér jafn léttur og laufblað í vindi.

 

Amen


Texti til hugleiðslu

hd-wallpapers-star-night-wallpaper-mountains-sky-stars-light-winter-1680x1050-wallpaper_1277335.jpgÉg geng út í stjörnubjart himinhvolfið yfir fannhvítum tindum Himalajafjalla. Ég er ljós. Ég er léttari en ljós. Ég geng inn í hvítbláa orku fjallgarðsins. Ég tindra inn í eilífa orku stjörnuhiminsins. Ég er ljós. Ég er léttari en ljós.

Ég er hvorki bundin af rými né tíma. Allt er afstætt.

Allt er eitt og hann er sá sem hann er.

Ég heiti El - Shah - sem merkir Guð er alls máttugur.

Lífi mínu var naumlega bjargað í fæðingu.

Ég er breyskleiki. Ég er brotið ílát.

Hugur minn gengur oft í sorg.

Ég geng niður steintröppur niður í fagran garð. Hann er umlukinn ljósum veggjum og í honum miðjum er pagóða með rústrauðu þaki.

Þar hitti ég himneska veru. Ég fæ að spyrja einnar spurningar.

Hvað á ég að gera í lífinu? spyr ég fákunnandi.

Sýndu öðrum samhygð. Gefðu.

Lífið er gjöf. Gefðu lífið til baka.

 

Góðar stundir,

 

Ingibjörg Elsa

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband