Mikilvęgi frelsisins og naušsyn žess aš frelsiš hafi markmiš

4-cemetery-angel-manEftir nokkurra įra hlé tek ég aftur upp pennann hér į Moggablogginu og fer aš skrifa nokkur orš.

Žaš fyrsta sem mig langar til aš skrifa um er frelsiš. Mikiš er rętt um frelsi dags daglega, stjórnmįlaflokkar skilgreina sig śt frį frelsinu og margir segjast vera frjįlslyndir žótt enginn nįnari śtskżring fylgi į žvķ hvaš viš er įtt.

Frelsiš telst til žeirra lķfsins gęša sem žykja eftirsóknarverš og engin furša. Hver vill vera ófrjįls?

En žaš gleymist aš frelsiš er ķ raun marklaust nema žaš hafi tilgang og merkingu. Leyfiš mér ašeins aš śtskżra.

Frelsi veršur alltaf aš vera annaš hvort frelsi til einhvers eša frelsi frį einhverju. Į Ķslandi į aš vera skošanafrelsi og tjįningarfrelsi sem felur ķ sér frelsi til aš hafa skošanir og tjį žęr. Žaš er žvķ frelsi til einhvers.

Hins vegar er į Vesturlöndum yfirleitt minna rętt um frelsi frį einhverju, en žaš er ekki sķšur mikilvęgt eins og andófsmašurinn Alexander Solsjenitsyn benti svo réttilega į ķ fyrirlestri sķnum viš Harvard hįskóla fyrir margt löngu. 

Žaš er til dęmis mikilvęgt ķ dag aš fį frelsi frį upplżsingum sem mašur vill ekki fį. Upplżsingaflęšiš er oršiš svo mikiš og yfirgengilegt aš mikilvęgt er aš fį friš og frelsi frį auglżsingum og stöšugu flęši upplżsinga. 

Einnig getur mér sem foreldri fundist mikilvęgt aš fį frelsi frį ógešslegum hryllingsmyndum ķ sjónvarpinu og mér getur fundist mikilvęgt aš börnin mķn žurfi ekki aš horfa į myndir eša fį upplżsingar sem geta skašaš žau.

Frelsi frį hryllingsmyndum, frelsi frį upplżsingum, frelsi frį auglżsingum, um žessa tegund frelsis er nęstum žvķ aldrei rętt. Žetta er žó frelsi lķka.

Žaš er žvķ ekki nóg aš hrópa alltaf: Viš viljum meira frelsi. Nįnari skilgreiningu vantar til hvers į aš nota frelsiš, žvķ frelsi veršur alltaf marklaust nema žaš sé til einhvers eša frelsi frį einhverju.

Góšar stundir,

Ingibjörg Įlfrós Björnsdóttir


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband