25.8.2007 | 14:40
Einstein´s mirror - spegill Einsteins
Einstein once imagined what would happen if he were holding a mirror and travelling faster than the speed of light. Would he be able to see his image in the mirror ? Newtonian mechanics predicted that he would not be able to see his image but Maxwell had shown that he might. So Einstein reasoned that this paradox was nonsense since nothing could travel faster than the speed of light. ERGO - this situation would never arise in our cosmos since he would only be able to travel at the speed of light and thus would always see his image in the mirror.
But now the challenge of physics is how to fit together The general theory of relativity and quantum mechanics because they do not fit together. Where there is a mismatch between theories in science - there is opportunity for improvement. Anyone interested ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 14:34
Hin vísindalega aðferð
Hin vísindalega hugsun gerir ráð fyrir því að hægt sé að skilja veröldina. Í alheiminum gildi lögmál, svokölluð náttúrulögmál, sem sé hægt að uppgötva og sanna með prófunum og mælingum (observation). Newton sýndi fram á að sömu náttúrulögmál ættu að gilda í öllum alheiminum.
Þannig byrjar vísindamaðurinn á því að safna einhvers konar gögnum eða upplýsingum. Hann mælir það sem hægt er að mæla, tekur viðtöl, gerir könnun eða tekur sýni.
Síðan kemur úrvinnsla gagna, útreikningar, tölfræði og oft einhvers konar sundurgreining eða analýsa.
Þetta var auðveldi hlutinn.
Síðan kemur erfiði hlutinn sem alls ekki allir vísindamenn hafa tök á, og það er að sjá heildarmyndina - sjá hvernig niðurstöðurnar falla inn í hið stóra samhengi hlutanna. Þessi hluti hinnar vísindalegu aðferðar krefst bæði hugsunar og yfirgripsmikillar þekkingar.
Síðan þegar samhengi hlutanna er orðið ljóst, má setja fram kenningu. Dæmi um slíka kenningu er landrekskenningin eða kenningin um myndun sólkerfisins.
Það kemur síðan í ljós með tímanum hvort kenningin reynist sönn eða röng. Þeir sem hafa rétt fyrir sér standa með pálmann í höndunum en hinir ekki. Þannig þróast vísindin smám saman fram á við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 11:24
Læknar án landamæra
Horfði í gær á norska heimildarmynd á RÚV um lækna án landamæra í Suður-Súdan. Myndin var aldeilis frábær. Læknarnir eru þarna í stöðugri hættu vegna átaka, kóleru og malaríu auk fleiri smitandi sjúkdóma. Þeir sýna ótrúlegt hugrekki og það er líka allt þess virði. Að geta bjargað einu ungabarni, eða móður frá malaríu er greinilega svo stórkostleg reynsla að öll áhætta skiptir litlu máli í samanburði.
Af þessum þætti mátti mikið læra. Í fyrsta lagi er hugrekki sá eiginleiki sem skiptir mestu máli í lífinu. Hvort að maður er manneskja með sjálfsvirðingu eða mús (með allri virðingu fyrir músum). Án hugrekkis verður lítið úr lífsverkinu. Það þarf einfaldlega hugrekki til þess að standa í lappirnar.
Í öðru lagi, eru ekki allir jafn hugrakkir og það hentar ekki öllum að fara til Sómalíu eða Suður-Súdan. En hvað með að gefa þeim sem vilja fara þangað og láta gott af sér leiða tækifæri? Hvað með að auka þróunaraðstoð, senda lækna og hjúkrunarfólk á fleiri staði, auk þess að flytja út tækniþekkingu og t.d. þekkingu á jarðhitanýtingu og landgræðslu?
Við hér á Íslandi getum gert miklu meira fyrir náunga okkar á suðurhveli og fátækustu íbúa heims almennt. Við höfum yfirburða þekkingu og reynslu. Við eigum fullt af hugrökku fólki. Við skulum því stefna að því að auka okkar þróunaraðstoð ekki bara í fjármunum talið, heldur fyrst og fremst með því að veita þá aðstoð þekkingarlega sem virkilega skiptir máli. Verkefnin eru óteljandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 13:59
Kennsla framundan
Jæja, búin að taka að mér kennslu í haust í jarðvísindum og hlakka mikið til. Það þýðir að þörf mín til þess að tjá mig hér á blogginu mun væntanlega eitthvað minnka. Annars segir maðurinn minn að mér sé svo mikið niðri fyrir að ég verði að passa mig að demba ekki of miklu á nemendur. Ég held að það sé best að fara svona frekar rólega af stað en auka síðan hraðann.
Efnið sem ég er að fara að kenna er stórkostlegt. Saga og uppruni jarðarinnar, hagnýt jarðefni og síðan ýmislegt um jarðhita o.fl. Þannig að ég sé til hvenær ég blogga næst.
Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér tölvupóst á ieb@simnet.is eða heimsótt mig á Selfossi.
Með kærri kveðju, Ingibjörg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 13:31
Essay on environmental ethics and theology
I´m now foraying into the realm of environmental ethics. As an environmentalist I need a sound base to stand on and also as a Christian I need to learn how to behave and think with regard to the natural world. Here the concept of stewardship is all embracing. Man instead of dominating nature should seek to become a member of God´s created community and he should seek to find kinship with all living things on Earth. I sometimes wonder if it were to happen that mankind would find a common midge on Mars, whether we would not be wildly exited even though we tend to despise midges, useful as they may be, in our own natural world. Even the coarsest midge or the commonest loon is a part of our environment, a part of our heritage and our companionship here on Earth. If we also extend this companionship to the non-living Earth, to the soil, to the rocks realizing fundamentally that there is a thread of cause and effect between the nature of the soil and what life thrives in it we have reached an even deeper understanding of the complex interconnectedness of our natural world. For the nature of the soil minerals, the acidity and chemistry of the soil, ultimately is decisive for what plants thrive in it, and which animals live on it. We must not forget that the division between geology and biology is a fictional one that nature in her magnificence does not obey. Fundamentally the soil is the ground on which we stand, literally. We have no other soil or ground to stand on. Humanity cannot "create"soil in laboratories. Will it ever happen that we will be forced to import soil from other planets because we have destroyed the soil cover of the Earth ?
I wish that our feeling of companionship would reach further both towards our neighbour and towards the natural world. In a desolate world a lonely midge becomes a miracle. And life is truly a miracle edging out a precarious existence on this somewhat lonely pale blue dot in space. I use Carl Sagan´s expression here, because astronomy has truly shown us how huge the cosmos is and how small and tiny the human condition is. Mankind is indeed of little signifigance in comparison with God´s whole creation, and we´re not even sitting in the middle of the universe, far from it, we are situated in one arm of a spiral galaxy which is part of a galactic cluster which in turn rotates around an unknown center in the supergalactic cluster. And our Sun, worshipped as it was by the Egyptians, is only an ordinary Sun of the G2 type. Middle aged it´s half way through burning it´s fuel. So here we are, small as midgets in the lonely inhuman wasteness of space with a Sun that´s slowly burning out, and we pretend that we do not need God, - that we can do everything without him. We are truly like 3 year old children that want to do everything themselves.
So like Tillich, we have to start from the human condition. From an environmental and natural science perspective it has to be admitted that the human condition is rather bleak. Humanity is arduously eroding the foundations of life itself on this planet, including human life. Technology and scientific knowledge, as opposed to scientific wisdom, play a large part in this development putting atomic weapons in the hands of morally blind people who act as children without light. So the human condition is that of constant peril, posed as it is on the brink of the blackness of space, and mankind also feels a deep sense of abandonment since many men can neither see the miracle of God nor experience his presence. Some pessimists say that God created the world and then left it to evolve on it´s own premises. But what does the Christian message say? The Christian message unlike that of scientific knowledge and technology, is that of Hope. As Tillich so amptly emphasizes, man has to affirm himself against the blackness of the void, through the voluntary act of faith. Faith thus becomes the affirmation of being. And faith is expressed mainly through man´s relation to God, which is the loving being ever present in the world and whose love should be our ultimate concern. The world is God´s expression of himself, his word in fact, and God is thus constantly present in the world never to abandon mankind even though mankind may often feel abandoned. Indeed the creative process that created the world is still at work and thus the world is constantly being created. God´s work is not finished and we are called from our bleak condition, to become the co-workers of God, helping him to realize a future world of love, justice and hope. It lies in our hands to affirm our existence through faith and thus to aquire the hope which knows that behind all appearances there is a loving God, that seeks to heal the wounds and administer both wisdom and in the end benevolent and loving justice.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2007 | 11:44
One day spent at Hólar University
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 20:47
Um Suðurlandsskjálfta
Suðurlandsskjálftinn mikli árið 1896 átti upptök sín í Skarðsfjalli nálægt Árnesi við Þjórsá. Um nokkra skjálfta var að ræða (skjálftahrinu) og einn skjálftinn var svo mikill að björgum laust saman í Ingólfsfjalli þannig að eldglæringar mynduðust. Skjálftarnir í júní árið 2000 losuðu einungis um 25% af spennunni sem er í jarðskorpunni á svæðinu við neðanverða Þjórsá. En af hverju varð ekki jarðskjálfti með uppruna sinn í Skarðsfjalli árið 2000 ? Líklega vegna þess að bergið í Skarðsfjalli er of sterkt. Spenna er ennþá að byggjast upp í skorpunni við Skarðsfjall og að því mun koma að öllum líkindum á næstu áratugum að það verði stór skjálfti 6-7 á Richter með upptök sín á svæðinu í kringum eða við Skarðsfjall. Svæðið þarna er allt sundursprungið og minna en 1 km á milli sprungna.
Af hverju er ég að rekja þetta? Jú vegna þess að til stendur að byggja virkjanir á þessu mikla upptakasvæði jarðskjálfta á Suðurlandi. Er ekki nóg að íbúarnir á svæðinu þurfi að búa við vaxandi jarðskjálftaógn og ógn frá Heklugosum. Þurfa þeir einnig að búa við stöðugan ótta vegna þess að uppistöðulón gætu lekið og vatnsflóð komið fram á ólíklegustu stöðum? Eru ekki sjálfsögð mannréttindi að geta búið við öryggi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2007 | 20:01
Venjulegt líf sólstjörnu
Miðað við núverandi kenningar vísindanna myndast sólstjarna þegar efni þéttist og fellur saman undan eigin þyngdarafli í stjörnuþoku (nebulae). Þyngdaraflið fær massann til þess að falla saman og um leið hitnar kjarni stjörnunnar. Þegar kjarninn er orðinn nógu heitur byrjar stjarnan að skína og verður að frumstjörnu (protostar).
Hvað gerist næst fer eftir upprunalegum massa stjörnunnar. Ef við tökum stjörnu eins og sólina okkar, þá blikkar stjarnan fyrst óreglulega og sendir frá sér sterkan sólvind. Þetta er hið svokallaða T-Tauri stig stjörnumyndunar og sólin okkar gæti hafa verið á því stigi í um 30 milljón ár. Þegar kjarnahitastigið er síðan komið upp í 10 milljónir gráða Celsius, hefst kjarnasamruni í kjarna. Vetni tekur að breytast í helium og tekur sá bruni um 10.000 milljón ár. En að lokum kemur að því að vetnið þrýtur og helíum fer að brenna í stað vetnis yfir í kolefni. Stjarnan verður óstöðug, þenst út og breytist í rauða risastjörnu. Á þessu stigi myndi sólin "gleypa" Jörðina. Þegar helíumið þrýtur getur stjarnan ekki brennt kolefni heldur breytist hún í stjörnuþoku (planetary nebulae). Efnið fellur saman undan þyngdarafli og að lokum myndast hvítur dvergur. Eðlisþyngd efnisins í hvítum dverg er slík að sykurmoli af hvítum dverg myndi "detta" í gegnum Jörðina. Best þekkti hvíti dvergurinn er hinn dimmi félagi stjörnunnar Sirius sem er smærri en Uranus en jafn þungur og sólin.
(Heimild: Patrick Moore: Atlas of the Universe).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 00:58
Einelti eða fjölelti
Einu sinni kvartaði ég yfir skrifstofustjóra stofnunar sem hafði verið sérstaklega andstyggilegur við mig og sagði yfirmanni mínum að ég teldi að það væri einelti í uppsiglingu. Yfirmaðurinn hló og sagði að þetta væri ekki einelti -skrifstofustjórinn væri svona andstyggilegur við alla. En hvað gerir maður ef einhver hátt settur á vinnustaðnum er andstyggilegur við mann þótt maður hafi ekki gert neitt af sér ? Hvert á maður að leita ? Til umboðsmanns alþingis eða til sálfræðings ? Af hverju er það alltaf fórnarlambið sem þarf að hætta á vinnustaðnum.
Er ekki kominn tími til að kenna yfirmönnum stofnana og fyrirtækja að axla ábyrgð og leita sér aðstoðar. Þar er til fólk sem er með doktorspróf í einelti og það eru til stjórnunarráðgjafar. Af hverju eru þeir ekki kallaðir til? Hvar eru sálfræðingarnir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2007 | 10:13
Varasöm jarðfræði við Þjórsá
Í jarðfræðiskýrslu sem fylgdi með umhverfismati vegna Þjórsárvirkjana árið 2003 koma fram ýmsar athyglisverðar upplýsingar. Í fyrsta lagi hafa stíflumannvirki og uppistöðulón aldrei verið byggð áður við svipaðar aðstæður. Í skýrslunni er bent á að skoða þurfi eftirfarandi:
1. Um er að ræða upptakasvæði stórra jarðskjálfta. Jarðskjálftar af stærðargráðunni 6-7 á Richter verða nokkrum sinnum á öld. Suðurlandsskjálftinn árið 2000 losaði í þessu sambandi einungis 25% af spennunni sem er í jarðskorpunni á þessu svæði.
2. Mikill fjöldi virkra jarðskjálftasprungna liggur um svæðið. Þessar sprungur geta verið upprunasprungur jarðskjálfta eða þær geta opnast og hreyfst til í skjálftum. Sprungurnar mega alls ekki lenda undir mikilvægum mannvirkjum.
3. Sprungurnar eru lekar jafnvel þótt þær hreyfist ekki. Reikna verður með því að uppistöðulón sem eru byggð ofan á lekum sprungum geti lekið.
4. Þéttleiki virkna sprungna er mikill. Reikna má með að áætluð jarðgöng á svæðinu sem snúa í Austur - Vestur skeri einhverjar sprungur.
Í ljósi ofangreindra atriða hlýtur að vakna sú spurning hvort að jarðfræði Þjórsársvæðisins hafi verið nógu vel rannsökuð, hvort að hægt sé að byggja uppistöðulón á sprungum sem gætu lekið eða hvort að náttúra svæðisins sé þess eðlis að hún henti ekki fyrir virkjanir yfirleitt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)