8.11.2007 | 07:31
Hiti og hausverkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2007 | 21:05
Orkuveitu- og fjármálasápan - framhald
Nú er Hannes Smárason búinn að koma FL-Group í taprekstur og ætlar að bjarga sér með því að einkavæða Indónesíu. Forsetinn er kominn á launaskrá hjá Bjarna Ármannssyni og Össur Skarphéðinsson langar líka í kauphækkun. Bráðum verður opnað sendiráð á Filippseyjum og verður Dorrit sennilega gerð að sendiherra. Demantavinnsla er hafin í Esju með innfluttu vinnuafli og bráðum stendur til að dæla brennisteinsvetni frá Bitruvirkjun yfir úthverfi Reykjavíkur. Gasgrímum verður útdeilt til íbúa í Norðlingaholti og verða haldnar sérstakar brennisteinsvetnisæfingar í grunnskólum Reykjavíkur. Árni Sigfússon er byrjaður að byggja álver úr legokubbum og Árni Johnsen sást síðast með gröfu í Landeyjum þar sem grunur leikur á að hann ætli að grafa Vestmannaeyjagöng í einkaframtaki. Sue Ellen er komin í fangelsi fyrir morðið á Smirnoff en hún er byrjuð að múta sér leið út með hjálp veltukorts frá Glitni. Pamela og Bobby eru komin til Indónesíu og Bobbý er að hugsa um að læra jarðhitabankafræði. Enginn veit ennþá hver á Hitaveitu Suðurnesja. Bjarni Ármannsson hefur keypt höfundarréttinn á bókinni The Picture of Dorian Gray og menn segja að hann eigi spegil á háaloftinu.
Fylgist með í næsta þætti þegar álversframkvæmdir hefjast á Indlandi. Árni Sigfússon frelsast og gefur eigur sínar, Bjarni Ármannsson les A Christmass Carol eftir Dickens og Hannes Smárason uppgötvar að hann vantar skotsilfur í stöðumælinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2007 | 18:26
Kettir og kóræfingar
Nú er ég svo upptekin með bæði kött og naggrís á heimilinu að ég hef eiginlega ekki tíma til að blogga. Er einnig að fara á kóræfingu...libera me domine de morte aeterna in die illa tremenda...
Ein spurning:
Maður nokkur keypti sér páfagauk. Hann endurtekur hvert orð sem hann heyrir - sagði afgreiðslumaðurinn í gæludýrabúðinni. Maðurinn fór spenntur heim með páfagaukinn en þegar heim var komið sagði gaukurinn ekki orð. Samt laug afgreiðslumaðurinn ekki. Hver er eðlilegasta skýringin á þessu ?
Svar birtist í næsta bloggi....la,la,la
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.10.2007 | 18:41
Vampy vum Daerchen
Svona lítur hann Vampy út nokkurn veginn. Augun í honum eru ljósblá, en það sést ekki á ljósmyndinni. Eins og sést er hann mikill sjarmör.
Hann er fæddur í Luxembourg en ættaður frá Burma. Birmankettir eiga rætur sínar að rekja til munkaklaustranna í Burma eða Myanmar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2007 | 10:59
Nokkrar myndir af Birmanköttum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 22:33
Heilagur köttur frá Burma

Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2007 | 14:09
Frábær vefur fyrir þá sem vilja skrifa - rithringur.is
Í nokkur ár hefur verið starfandi frábær vefur fyrir þá sem vilja æfa sig að skrifa sögur og smásögur. Vefurinn byggist á því að hver sem er getur sett inn sögu og fengið hana ritrýnda af öðrum þátttakendum. Inni á Rithringnum eru nokkrir rithöfundar sem þegar hafa gefið út bækur og miðla þeir einnig af reynslu sinni til óreyndari þátttakenda. Haldin eru upplestrarkvöld og ýmis konar spjall er einnig í gangi þar sem hægt er að ræða um hluti sem tengjast bókmenntum og skáldskap.
Ég mæli því eindregið með Rithringnum fyrir þá sem eru með efni í skúffunum. Slóðin er www.rithringur.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 06:54
Um vaxandi lengd mannsævinnar
Læknavísindin taka sífelldum framförum og lífslíkur íbúa jarðar aukast sífellt, einkum í hinum vestræna heimi. Tekist hefur að koma í veg fyrir að fólk deyji úr mörgum hættulegum sýkingum sem áður urðu mörgum að snemmbærum aldurtila. Þróunin er því að verða sú að æ fleiri ná háum aldri, og elli kerling hefur aldrei verið eins lífsseig og drjúg eins og í dag. En þótt að fleiri ár bætist við mannsævina er ekki þar með sagt að lífsgæði fólks aukist endilega til mikilla muna. Það hefur nefnilega færst í vöxt að fólk þjáist af allskyns hrörnunarsjúkdómum, alzheimer og parkinsons auk gigtarsjúkdóma og ýmiss konar slæmsku sem veldur mönnum óþægindum eða jafnvel þjáningum. Það að fólk lifir lengur í dag en nokkru sinni fyrr, þýðir líka að fólk býr lengur við allskyns sjúkdóma, það lifir lengur með alzheimer, það berst lengur við krabbamein og það býr við gigtarsjúkdóma síðustu æviárin.
Þetta þýðir að sá tími sem fólk þarf umönnun annarra og hjúkrun hefur lengst verulega og mun lengjast æ meir á komandi árum. Það er ekki dauðinn sjálfur sem er að hrjá gamla fólkið í dag heldur hin langa elli, hrörnunin og þeir sjúkdómar sem henni fylgja. Stjórnmálamenn og yfirmenn heilbrigðiskerfisins þurfa að gera sér grein fyrir því strax að þörfin fyrir langtímahjúkrun mun einungis fara vaxandi á komandi árum. Biðlistar munu lengjast og álag á aðstandendur mun aukast. Þetta er mál sem snertir ekki bara einstaka fjölskyldur heldur snertir þetta okkur öll vegna þess að öll munum við væntanlega eldast og mörg okkar munu á endanum fá einhvers konar sjúkdóma og ellieinkenni. Mörg getum við vænst þess að ná áttræðisaldri þannig að öldruðum mun fjölga að sama skapi sem umönnunartími vegna ellinnar lengist. Það er kominn tími til að setja gamla fólkið í forgang.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2007 | 10:24
Að fara í hundana
Ég verð að játa dálítið. Mig hefur alla ævi langað í hund. En foreldrar mínir voru algjörlega á móti gæludýrum og ég sem dýravinur og dýramanneskja hef því átt ansi erfitt uppdráttar. Mér hefur tekist að koma einum naggrís inn á heimili okkar hjónanna og kallast dýrið Goggi. Goggi er rólegur og friðsamur, grænmetisæta, borðar þyngd sína af heyi á dag og elskar tómata og gúrkur einkum frá Laugarási.
Í gær fórum við hjónin í gæludýrabúðina til að kaupa hey handa Gogga. En þá voru þar til sölu undurfagrir 4 silk terrier hvolpar og einn þeirra horfði á mig með þessum augum ....þið vitið... augunum sem segja viltu ekki eiga mig. Ég kolféll fyrir hundinum, en maðurinn minn ekki. Á leiðinni heim í bílnum var ekki talað um annað en hunda, kosti þeirra og galla. Ég taldi upp kostina, maðurinn minn taldi upp gallana. Það merkilega var að í gær komu síðan tveir hundar (með eigendurna í bandi) í heimsókn til okkar. Einn hundurinn pissaði utan í dyrakarminn til þess að merkja sér húsið og ég þaut í Júróprís til þess að kaupa grænsápu. Um kvöldið kom síðan annar hundur sem sýndi naggrísnum Gogga mikinn áhuga en Goggi sem er grænmetisæta var þetta sallarólegur í búrinu sínu og ullaði bara framan í hundinn.
Í nótt dreymdi mig síðan silk terrier hvolpa og nú er ég komin með hundaveikina. Ef þetta heldur svona áfram gæti hvað sem er gerst. En ég er a.m.k. ekki ennþá farin í hundana...ekki alveg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.10.2007 | 14:10
Haustlaukarnir

Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)