Umhverfishreyfingin á Íslandi styrkist stöđugt

desmondÍslenska umhverfishreyfingin er sterkt afl í íslensku samfélagi sem styrkist stöđugt.  Ólíkt ýmsum öđrum samtökum, hefur hún raunverulegan bođskap fram ađ fćra og byggir á mikilli sannfćringu og vísindalegum rökum.  Ţađ hefur nokkuđ skort á, ađ umhverfissinnar töluđu saman sín á milli, en ţetta er nú ađ breytast og umhverfishreyfingin er ađ styrkjast.  Reynslan vex og menn ţjappa sér ć meira saman í baráttunni.  Ţannig eru Flóamenn ekki einir í baráttu sinni gegn Ţjórsárvirkjunum, Hvergerđingar eru ekki afskiptir í baráttu sinni gegn Bitruvirkjun og norđlendingar standa saman í baráttu sinni gegn álveri viđ Bakka og gegn virkjunum í Skagafirđi.

Framkvćmdaöflin og virkjanasinnar eru hrćddir viđ umhverfishreyfinguna vegna ţess ađ ţeir byggja hugmyndafrćđi sína nćr einvörđungu á gróđasjónarmiđum.  Ţeir eru eins og gráu mennirnir í pappírsfötunum í bókinni Mómó eftir Michael Ende, sem reyndu ađ stela tímanum, en gufuđu síđan allir upp og urđu ađ engu.

Virkjanasinnar hafa í ótta sínum gripiđ til ýmissa úrrćđa sem telja verđur miđur falleg.  Umhverfissinnum hefur veriđ sagt upp störfum, og ţeim hótađ stöđumissi eđa einhvers konar refsingum.  En ekkert fćr stöđvađ fljót sannleikans og réttlćtisins sem streymir áfram.  Ţrátt fyrir allar hótanir, og ţrátt fyrir alla klćki eru alltaf fleiri og fleiri sem lýsa ţví yfir opinberlega ađ ţeir/ţau/ţćr séu á móti virkjunum og vilji vernda náttúruna, lífríkiđ og lífiđ sjálft.

Umhverfisbaráttan er barátta fyrir lífinu sjálfu eins og Albert Schweitzer lýsti yfir, baráttu fyrir ţví ađ allt lífríkiđ fái ađ lifa, ađ mennirnir fái ađ lifa í friđi og réttlćti og ađ skynlausu ofbeldi sé ekki beitt gagnvart mönnum, dýrum og plöntum.   

Vegna ţess ađ umhverfisbaráttan er barátta gegn ofbeldi er ekki hćgt ađ ná um hana samkomulagi.  Ţađ er ekki hćgt ađ leyfa ofbeldi gagnvart dýrum á sunnudögum, en bara ekki á mánudögum.  Umhverfisbaráttan snýst einnig um valdbeitingu og andlegt ofbeldi sem hefur veriđ beitt gagnvart fólki sem er á annarri skođun en orkuiđnađurinn og yfirvöld í ţessu landi.  Ţví andlega ofbeldi verđur ekki gleymt. 

En allt getur ţetta breyst ţví eins og gerđist í Suđur Afríku ţegar ađskilnađarstefnan tók enda ţá getur sú ađskilnađarstefna náttúrunnar sem gildir hér á Íslandi orđiđ ađ engu á örfáum mánuđum.  En til ţess ţarf hugarfarsbreytingu međal allra Íslendinga vegna ţess ađ línan á milli góđs og ills liggur ţegar upp er stađiđ í gegnum hjarta hvers einasta manns. 


Alexandra vum Daerchen

DSC_0154Hann Vampy okkar eignađist kettlinga um daginn og núna eftir ađ Vampy er farinn aftur til eiganda síns, fengum viđ Valgeir einn af kettlingunum, hana Alexöndru.   Alexandra er fallegasta litla kisa sem ég hef nokkru sinnum augum litiđ.  Hún er mjúk, og ljúf og góđ međ litlar hvítar hosur og blá augu.

Alexandra er strax farin ađ kanna sín nýju heimkynni.  Hún skođar hvern krók og kima í húsinu okkar og horfir í forundran á naggrísinn, hann Gogga.  (Nikolaj Gogol heitir Goggi í raun og veru enda dökkur á brún og brá eins og rithöfundurinn).  

En núna er Alexandra litla semsagt komin til okkar.  Ég efast um ađ ţađ verđi sofiđ mikiđ í nótt. 

Athugiđ ađ ljósmyndin var tekin af Sólu sem er frábćr ljósmyndari. 


Drakúla greifi í Seđlabankanum

Dracula filmSpaugstofan var aldeilis ótrúlega frábćr nú í kvöld.  Svei mér ţá ef ţetta var ekki besta íslenska stuttmynd sem ég hef nokkru sinni séđ um Davkúla greifa í Seđlabankanum.  Ţađ sem ég velti fyrir mér núna er hverjar verđa afleiđingarnar af ţví ađ ráđast svona beint ađ rótum vandans.  Verđur spaugstofan lögđ niđur?  Týnast spaugstofumenn í flugvél yfir Tröllaskaga og finnast aldrei framar ????  Hefur Davíđ húmor fyrir sjálfum sér, og ţađ mikilvćgasta - hefur Davíđ húmor fyrir Spaugstofunni ?????

Lćrum viđ eitthvađ af sögunni?

The image “http://www.mojoko.com/tutorial/candle/candle.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Saga mannkynsins er ađ mörgu leyti sorgleg en einnig falleg.  Mér ţykir alltaf sorglegt ađ hugsa til ţeirra fórnarlamba styrjalda og átaka sem liggja í ómerktum gröfum, - venjulegt fólk sem dó vegna hörmunga og óréttlćtis.

Nú er ţađ svo ađ hver einstakur mađur ber ábyrgđ á sjálfum sér og sínum gjörđum.  Jafnvel ţótt ađ hann eigi sér eitthvađ til málsbóta ţá ber hann ábyrgđ á sjálfum sér.  Ţau fórnarlömb stríđsátaka sem ekki gátu variđ sig eiga heimtingu á ţví ađ ţeirra sé minnst og ađ ţeir sem hafa framiđ fjöldamorđ og ódćđisverk verđi sóttir til saka af stríđsglćpadómstólum.  

Ég trúi ţví ađ saga hvers manns sé skráđ jafnvel ţótt ađ hann týnist og hverfi í stríđsátökum heimsins.  Einhversstađar í gulnađi bók stendur nafn hans skráđ.  


Ábending vegna fćrslu hér ađ neđan

Ţađ skal tekiđ fram ađ ţótt ýmislegt virđist líkt međ ţeim Suslov og Hannesi Hólmsteini, ţá er líka ýmislegt ólíkt međ ţeim.  En ţetta efni mćtti rannsaka nánar t.d. í doktorsritgerđ.


Suslov og Hannes Hólmsteinn - samanburđarrannsókn

222px-Suslov_ITMikhail Andreyevich Suslov (1902-1982), var ađal hugmyndafrćđingur Sovétríkjanna sálugu.  Suslov var upphaflega prófessor i hagfrćđi en varđ einnig áhrifamikill stjórnmálamađur.  Ýmislegt virđist sameiginlegt međ Mikhail Suslov og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. 

Mikhail Suslov náđi frama sínum fyrst og fremst vegna trausts eins leiđtoga.  Hann var ađal hugmyndafrćđingur Jósefs Stalíns og fylgdi ţessum leiđtoga sínum í einu og öllu.  Hannes Hólmsteinn hefur einnig notiđ trausts og vináttu eins sterks leiđtoga og náđ stöđu sinni háđur honum.

Bćđi Suslov og Hannes Hólmsteinn Gissurarson halda fram hreinni og ómengađri hugmyndafrćđi hvor á sinn hátt.  Ţeir virđast báđir forđast rökrćđur og reyna ađ upprćta allar mótsagnir í málflutningi sínum.  Hugmyndafrćđin skal vera hrein og án efa eđa mótsagna.

Báđir lögđu mikla áherslu á ađ skipan efnahagsmála vćri undirstađa allra annarra ţátta menningarinnar.  

Mikhail Suslov var eins og Hannes Hólmsteinn sá ađili sem varđi hugmyndafrćđi Flokksins gagnvart mótmćlendum og andstćđingum.  Suslov var eins konar ćđsti prestur sovéska kommúnistaflokksins og hélt stefnu og línu flokksins hreinni.

Af ţessari stuttu samanburđarrannsókn má sjá, ađ ţađ eru kannski ekki mjög mikil, en ţó nokkur líkindi á milli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Mikhails Suslov og vćri eflaust hćgt ađ skođa ţau líkindi nánar. 

Heimild: Mikhail Suslov.  Wikipedia. The free encyclopaedia.  Skođađ 14.04. 2008. 

 


Ljóđaţýđingar


Ljóđ eftir Wiswava Szymborska

 

Ţakkir

 

Ég á mikiđ ađ ţakka

Ţeim sem ég elska ekki

 

Fegin ađ viđurkenna

Ađ ţeir eru nákomnari einhverjum öđrum

 

Ég finn til gleđi yfir ţví

Ađ vera ekki dís drauma ţeirra

 

Ég er róleg í návist ţeirra

Ég er frjáls

Ţessi ást gefur hvorki af sér

Né veit hvers á ađ krefjast

 

Ég bíđ ţeirra ekki

Viđ glugga eđa dyr

Ţolinmóđ

Nánast eins og sólúr

Ég get skiliđ

Ţađ sem ástin skilur ekki

Fyrirgefiđ ţađ

Sem ástin getur aldrei fyrirgefiđ

 

Ţađ er ekki heil eilífđ sem skilur ađ fund og bréf

Heldur einungis nokkrir dagar eđa vikur.

Ţađ er alltaf gott ađ ferđast međ ţeim

Tónleikar sem hlustađ hefur veriđ á

Skođađar dómkirkjur

Einstakt landslag

 

Ţegar sjö hćđir og ár

Skilja á milli okkar

Ţá eru ţađ hćđir og ár

Sem viđ ţekkjum vel af landakortum.


Um rómantísku stefnuna

Rómantíska stefnan

 

Rómantíska stefnan var hugmyndafrćđi sem átti rćtur sínar ađ rekja til 18. aldar í Vestur Evrópu.[1]  Hún lagđi áherslu á sterkar tilfinningar,  ímyndunarafl einstaklingsins og umbyltingu ţjóđfélagsins,  einkum var lögđ áhersla á ađ umbylta ađalsskipulaginu.  Mikiđ var rćtt um náttúru eđa eđli tungumála og sögu og lögđ var áhersla á upplifun hins háleita í gegnum tengsl viđ náttúruna.[2]  Franska byltingin hafđi í ţessu sambandi mjög mikil áhrif og í kjölfariđ breiddist rómantíkin út um álfuna.  Rómantíska stefnan lagđi mikla áherslu á dýrkun einstaklinga sem taldir voru hetjur eđa listamenn.  Stefnan fylgdi í kjölfar upplýsingarinnar og var ađ hluta til knúin áfram af uppreisn gegn ríkjandi gildum fyrra tímabils, auk ţess sem hún taldi sig uppfylla drauma og vćntingar samtímans.[3] 

Beethoven2

Ludwig van Beethoven ( 1770 – 1827 ). 

Oft er lagđur sá skilningur í rómantísku stefnuna,  ađ hún hafi veriđ safn nýrra menningarlegra og fagurfrćđilegra gilda[4].  Hćgt er ađ rekja til rómantísku stefnunnar upphaf einstaklingshyggjunnar og á sama tíma kemur fram hugmyndin um hinn rómantíska snilling og var Shakespeare oft tekinn sem dćmi.   

Hvađ ţýđingar snertir skiptir hér máli ađ hugmyndin um ţjóđina og ţjóđtunguna varđ til og áhersla var nú lögđ á venjulegt mál í stađ latínu áđur.  Ţjóđtungur komu fram á sjónarsviđiđ og gerđar voru tilraunir međ ný listform sem ekki voru af  klassískum meiđi.[5] 

[1] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia.  Vers. 28.January 2006. Leitarorđ Romanticism. 

[2] Drabble, Margaret, ed.  The Oxford Companion to English Literature  bls. 842. 

[3] Roe, Nicholas.  Romanticism.  An Oxford Guide.  Bls.  51. 

[4] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia.  Vers. 28.January 2006.  Leitarorđ Romanticism. 

[5] Roe, Nicholas.  Romanticism.  An Oxford Guide.  Bls.  58.


Brot úr ljóđi eftir Brodsky

 

Jules Verne eftir Josif Brodsky

 

  1. erindi

 

Órofinn hnökralaus sjóndeildarhringur

Korvettan klýfur öldurnar međ vangasvip Franz List.

Ţađ syngur í reipum.

Nakinn api stekkur öskrandi upp úr káetu náttúrufrćđingsins.

Viđ skipshliđ synda höfrungar

Og eins og einhver sagđi

Ţađ eina sem ţolir veltinginn

Eru flöskurnar á barnum.

Vindurinn feykir burt síđari hluta skemmtisögu

Og kafteinninn grípur međ berum höndunum

Um mastriđ.


Hver var Lermontov?

lermontovMikhail Yur'yevich Lermontov (Михаил Юрьевич Лермонтов),  (1814 til 1841), var rússneskt rómantískt skáld og rithöfundur stundum kallađur skáld Kákasus.  Hann var ţjóđskáld rússa eftir dauđa Alexanders Púskins,  en sjálfur lést hann einungis fjórum árum síđar í einvígi,  26 ára gamall[1]

Lérmontov fćddist inn í virđulega fjölskyldu í Moskvu en ólst upp í ţorpinu Tarkhany ţar sem hann er nú grafinn.  Fjölskylda hans rakti ćttir sínar aftur til hins skoska ćvintýramanns Learmounts[2],  sem hafđi sest ađ í Rússlandi í upphafi 17 aldar ţegar Micael Fjodorovich Romanov var keisari. 

Sem ungur drengur hlustađi Lérmontov á sögur af stigamönnum viđ Volgu og ímyndunarafl hans fór á flug ţegar hann hugsađi um dirfsku ţeirra og leynileg rćningjabćli.  Tíu ára gamall veiktist Lérmontov alvarlega og til ţess ađ bjarga lífi hans fór amma hans međ hann til Kákasus.  Ţar varđ hinn ungi Lérmontov fyrst ástfanginn af ungri stúlku sem hann lýsti síđar ađ hefđi haft gulliđ hár og englaaugu.[3]

Lérmontov ólst upp í svipuđu andrúmslofti og Alexander Púshkin.[4]  Í Moskvu kynntist Lérmontov verkum Goethes og Schillers og áriđ 1828 hóf hann nám í menntaskóla.  Ţađ kom fljótt í ljós ađ hann var afburđa námsmađur.  Á menntaskólaárunum kynntist Lérmontov síđan Púshkin og Zhukovsky og vinir hans voru vanir ađ grínast međ ađ hann gengi um međ verk Byrons undir hendinni.[5]  Eftir menntaskóla áriđ 1830 hóf Lérmontov nám í Moskvuháskóla.  Hann ţótti klár, kuldalegur og hrokafullur.  Hann mćtti vel í fyrirlestra en tók lítinn ţátt í stúdentalífinu.  Ađ lokum ákvađ Lérmontov ađ fara í herskóla og varđ ađ lokum liđsforingi í ţjóđvarđliđinu.    

Er Pushkin dó í einvígi áriđ 1837 ásakađi Lermontov yfirvöld um ađ hafa tekiđ ţátt í morđinu í ljóđi sem hann tileinkađi keisaranum.  Keisaranum var ekki skemmt og hann sendi Lérmontov strax til Kákasus en Lérmontov var himinlifandi yfir ţví ađ vera aftur kominn í dali Kákasusfjalla. 

Áriđ 1839 lauk Lérmontov viđ einu skáldsögu sína, Hetja vorra tíma, sem spáir fyrir um ţađ einvígi sem varđ honum ađ aldurtila áriđ 1841. 

Líf Lérmontovs var á heildina litiđ mjög dramatískt.  Hann dó í einvígi sem sumir segja ađ keisarastjórnin hafi skipulagt.  Lérmontov er eitt vinsćlasta skáld Rússa enn í dag.  Flestir Rússar geta vitnađ í Lérmontov hvort sem ţeir hafa hlotiđ langskólamenntun eđur ei.  Á Vesturlöndum hefur Lermontov löngum veriđ misskilinn einkum og sér í lagi vegna lélegra enskra ţýđinga á verkum hans. [6]

Lérmontov gaf einungis út eina ljóđabók á stuttri ćvi sinni (1839).  Honum er í ţessu sambandi oft líkt viđ Shelley.  Ţrátt fyrir ţađ hafđi Lérmontov mikil áhrif á rússneskar bókmenntir allt fram á 21.öld. 


[1] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia.  Vers. 28.January 2006.  Leitarorđ Lermontov. 

[2] Drabble, Margaret, ed.  The Oxford Companion to English Literature  bls. 565. 

[3] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia.  Vers. 28.January 2006.  Leitarorđ Lermontov. 

[4] Alexander Sergejevich Pushkin.  Ţjóđskáld rússa.  Skrifađi međal annars Evgeníj Onegín. 

[5] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia.  Vers. 28.January 2006. Leitarorđ Lermontov. 

[6] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia.  Vers. 28.January 2006. Leitarorđ Lermontov. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband