Endurfjármagna á bankana til þess að geta selt þá aftur til auðkýfinga!

728px-eugene_delacroix_-_la_liberte_guidant_le_peuple_706847.jpgMér sýnist af viðtali Kastljóss við Geir H. Haarde að Sjálfstæðisflokkurinn sé að hugsa um að skuldsetja íslenska ríkið óskaplega til þess að endurfjármagna bankana til þess að geta selt þá síðan aftur til auðmanna og flokksgæðinga til þess að auðmennirnir geti síðan aftur farið í útrás (af því að hver getur bannað mönnum að græða) og komið bönkunum aftur á hausinn.  Auðvitað á samhliða að styrkja fjármálaeftirlitið og bæta regluverkið eitthvað en mun það duga til????

Á sama tíma á að halda áfram að skuldsetja Ísland enn meira með því að keyra áfram álversframkvæmdir og fjármagna þær gegnum bankakerfið.   Hrunadansinn heldur þannig áfram.

Kosningar koma ekki til greina.  Það er engin stefnubreyting í kortunum.  Það á bara að ræsa dráttarvélina á ný og keyra síðan út í næsta skurð.

Tilhugsunin um að flytja til Bandaríkjanna eða Svíþjóðar verður æ betri, enda hafa Bandaríkjamenn verið að spyrja mig hvort að ég vilji ekki bara koma til þeirra.  Þeir eru alltaf að leita að snillingum eins og mér.


Skýrsla Stiglitz um íslenska hagkerfið frá 2001

 

Í skýrslu Joseph Stiglitz um íslenska hagkerfið frá 2001 sem ég hvet alla áhugasama til að lesa, stendur eftirfarandi um ábyrgð íslenskra stjórnvalda:

 

"Does the fact that the current account deficit has its roots in the private sector
mean that there is no need for government action? Not necessarily. First, it can be
argued even in this case that the role of the government is larger than it seems. To the
extent that the exchange rate is viewed as pegged, there may be a perception of an
implicit government guarantee that boosted capital inflows and thus the credit boom.
Furthermore, the banking system is partly government owned and foreign investors have
a tendency to assume that the government will bail other major banks out. That in turn
will also tend to boost capital inflows and distort the pricing of risk. Moreover,
expectations of permanent income and future profit are important determinants of
domestic demand and the government plays a role in shaping those. Secondly, in the
same way as the government has a role to play to even out business cycles that are
generated in the private sector it can have a somewhat similar role vis-à-vis the current
account deficit when its primary source is in domestic demand fluctuations."


Íslenskt efnahagslíf eins og dauður þorskur í miðju Atlantshafinu?

Það eru ýmsar skrautlegar lýsingar á íslenska efnahagsundrinu og hruni þess í erlendum fjölmiðlum.  Einn blaðamaður lýsir íslenska hagkerfinu eins og dauðum þorski sem fljóti í miðju Atlantshafinu.  Annar talar um íslenska frjálshyggjumenn sem unga Tyrki (young Turks) sem hafi framið nýtt Tyrkjarán.

Sumar greinar erlendra blaða eru grafalvarlegar, en aðrar eru blandnar sívaxandi kaldhæðni.  Sagt er að Haarde og Oddsson séu betlarar og að íslenska efnahagsundrið hafi endað með skelfingu.

Sumar greinarnar fjalla um að Íslendingar séu bara 320.000 og ákveðin vorkunsemi kemur fram hjá höfundum þegar þeir telja upp hvað íslensku bankarnir skulda mikið.

Og skuldir bankanna virðast vera út um allan heim.  Ég bíð bara eftir því að heyra að Kaupþing hafi opnað mörgæsabanka á Suðurskautslandinu.

 


The Haarde government must not receive the IMF loan!

It can be catastrophic if the current government will be poised to receive and decide what to do with the IMF loan.  Let´s not forget that this is the same government that brought about the current bank crisis. 

Do you give a bottle of wine to an alcoholic?  Not if you can avoid it.  The current government is no better than an delinguent alcoholic looking for the next fix.  

What Iceland so desperately needs is a new government, a leftist government, ready to protect the last remains of the welfare state.  But will the IMF ever be able to tolerate a leftist government?  Not while the USA is controlled by president Bush.  And does the US not control the IMF ????  Excuse me for asking. Should we not at least wait for OBAMA.

So THE DANGER WE ARE FACING is that a ULTRA RIGHT or ALMOST FACIST government will be installed and almost institutionalized in ICELAND for many years to come.  THIS COULD BE ONE OF THE UNWRITTEN CONDITIONS OF AN IMF LOAN.

MAYBE Haarde´s government cares more about staying in power, than about the fate of the icelandic people.  After all we the common people of Iceland can all be replaced.

 

 


Sjálfstæðismenn orðnir að athlægi um allan heim!

cleese_705175.jpgÉg er búin að vera að skoða erlendu pressuna og ég sé ekki betur en óspart sé gert grín að Sjálfstæðisflokknum um allan heim.  Þeir félagar Haarde og Oddsson eru að verða heimsfrægir fyrir að hafa siglt einu ríkasta hagkerfi heimsins svo kyrfilega í strand að elstu menn muna ekki annað eins.

Þeir eru að verða eins konar efnahagslegir Gög og Gokke, eða fjárhagslegir Knold og Tot.

Það versta er að Haarde og Oddsson átta sig ekki á því sjálfir hvað er að gerast.  Þeir halda í sakleysi sínu að þeir geti bara haldið áfram að sigla þjóðarskútunni áfram eins og þeir hafa alltaf gert.  Guðlaugur Þór, lærisveinn þeirra, er í startholunum að fara að einkavæða heilbrigðiskerfið.  Ímyndið ykkur Bónus- hjartaaðgerðir eða nýrnaígræðslu í boði Landsbankans allt á erlendum myntkörfulánum. 

Það getur svo sem vel verið að íslenska þjóðin sé tilbúin til þess að fyrirgefa Sjálfstæðisflokknum eina ferðina enn, 

en öll heimsbyggðin í kringum okkur...allar alþjóðastofnanir heimsins...eru ekki líklegar til þess

að fyrirgefa... og þær...

munu líklega knýja fram kosningar á Íslandi fljótlega ef við gerum það ekki sjálf.


Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn og erlenda sérfræðinga hingað strax, takk!

bidrod_703209.jpgÉg er búin að fá mig fullsadda af dugleysi núverandi ríkisstjórnar og fyrrverandi ríkisstjórnar.  Davíð Oddsson gerir illt verra í Seðlabankanum og Hannes Hólmsteinn situr ennþá í bankaráði.

Ég treysti ekki lengur þessum íslensku fjölskylduklíkum, hagsmunatengslum og spillingu stjórnmálamanna og vil fá erlenda sérfræðinga hingað strax.

Ég vil fá Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn inn strax með björgunaráætlun og ég vil erlenda sérfræðinga inn í stjórn Seðlabankans og burt með núverandi stjórn.

Þeir sem hafa stjórnað Íslandi hingað til hafa fengið sitt tækifæri.  Þolinmæði mín er löngu á þrotum.

Einar Már Guðmundsson og Jón Baldvin Hannibalsson eru einu mennirnir sem hafa sagt eitthvað með viti í margar vikur.  Hlustum á þá báða.


Eru ekki margir núverandi stjórnmálamenn sekir?

corr.jpgBöndin beinast ekki einungis að íslenskum bankastjórum þegar spurningin um sekt og sakleysi vaknar heldur vaknar spurningin um hagsmunatengsl margra núverandi íslenskra stjórnmálamanna við bankana. Spurningin vaknar hvort að alþjóðleg bankalög hafi ekki verið brotin.

Það er ekki langt síðan að okkur var sagt að það skipti ekki máli þótt bankarnir skulduðu í útlöndum af því að íslenska ríkið stæði svo vel og væri skuldlaust.  Það gleymdist bara að segja okkur að íslenska ríkið væri ábyrgt fyrir a.m.k. stórum hluta af skuldbindingum bankanna erlendis.

Mér finnst nákvæmlega ekkert sniðugt að sömu stjórnmálamenn og tóku þátt í útrásinni, - sömu stjórnmálamenn og fóru í boð til bankanna og tóku þátt í gleðskapnum séu núna þeir sem eiga að bjarga þjóðarskútunni.  

Hvorki fyrri ríkissstjórn Sjálfsstæðisflokks og Framsóknarflokks, né núverandi ríkisstjórn hefur mitt traust né heldur munu þeir heldur fá mitt atkvæði.

Þeir einu sem ekki hafa fengið að vera með í partýinu og sem ennþá standa fyrir utan brennandi bygginguna eru VINSTRI GRÆNIR!

Er ekki loksins kominn tími til að fara að hlusta betur á það sem vinstri grænir eru að segja (og hafa verið að segja allan tímann)? 

Núverandi ráðamenn virðast nefnilega vera tengdir hagsmunatengslum við þá aðila sem hafa grætt sem mest á útrásinni og almenningi.  

Er ekki kominn tími til þess að almenningur fari að standa vörð um eigin bankainnistæður og kjósa VG?

 


Lífið gengur sinn vanagang

img_0570.jpgLífið gengur sinn vanagang hérna á Selfossi.  Það var kalt þegar fólk vaknaði í morgun og hálka á götunum sem er nú óðfluga að hverfa í sólskininu.

Ég er búin að sjóða meiri rabarbarasultu og kaupa hálfan skrokk af rollu sem er nú í frysti og bíður þess að ég búi til tvöfalda porsjón af kjötsúpu á morgun.  Kjötsúpan endist okkur í svona þrjá daga og við erum nú farin að kaupa í matinn einu sinni í viku í stað þess að kaupa smotterí á hverjum degi. Að vísu skýst ég ennþá út til þess að kaupa brauð og mjólk.

Mig grunar að sparnaðurinn af þessum breyttu búskaparháttum verði umtalsverður þegar fram í sækir jafnvel þótt að við höldum að sjálfsögðu áfram að versla eftir þörfum.

Síðan nota ég Græna Hlekkinn til þess að panta grænmeti svona 1-2 í mánuði og það fer að sjálfsögðu í kjötsúpuna og naggrísinn Goggi fær einnig slatta af tómötum og gúrku.

Síðan er allt fullt af pakkasúpum og pasta á heimilinu þannig að ég get nú ekki sagt að ég kvíði matarskorti á næstu mánuðum.  En mikið er ég fegin að það var ekki búið að leggja niður íslenskan landbúnað (eins og sumir stjórnmálaflokkar virtust vilja).

 

 


Hundrað þúsund kallinn minn í Bretlandi!

translation.jpgÉg vinn talsvert fyrir stór erlend þýðingarfyrirtæki bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.  Í síðasta mánuði vann ég verkefni fyrir fyrirtæki í Bretlandi og átti að fá fyrir um hundrað þúsund kall íslenskar greiddar í pundum. 

Ég hlakkaði mikið til þess að fá pundin mín.  En núna er ég í sömu stöðu og íslenskir útgerðarmenn.  Ég kem ekki peningunum til Íslands.   Að vísu er þetta bara einn hundrað þúsund kall íslenskar en samt.  Það er ótrúlegt, að ekki skuli vera hægt að koma gjaldeyri inn í landið.

Þessvegna hugsa ég Gordon Brown þegjandi þörfina þessa dagana.  Ef hann hefði ekki beitt þessum ólukkans hryðjuverkalögum, þá væru málin ekki komin í þennan fáránlega farveg.  Sem betur fer er ég líka með íslensk verkefni og fæ því eitthvað útborgað um næstu mánaðarmót.

En hversu lengi mun þetta ástand vara?  Ég bjarga mér örugglega en hvernig verður með stærri fyrirtæki sem eiga hundruðir milljóna króna erlendis?  Þetta er svo súrrealístískt að þetta hefði hentað í ágætis vísindaskáldsögu sem ég hefði kannski lesið, en Guð veit að ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst.  


Fagurkerinn Oscar Wilde

imagesoscar-wilde-2-small.jpgÉg er að lesa ævisögu Oscars Wilde, sem þrátt fyrir að vera ekki gallalaus, er samt bæði heillandi og stórbrotin.  Wilde skrifaði meðal annars The importance of being Earnest og The Picture of Dorian Gray, sem lengi hafa verið meðal minna uppáhaldsverka.

Það sem ég vissi ekki áður, var að faðir Oscars Wilde, - William Wilde, var mjög merkur læknir í Dyflinni og var meðal annars  mjög virtur sem skurðlæknir. Óskar sonar hans sýndi snemma snilligáfu og hafði lítið fyrir því að ná sér í námsstyrk til þess að komast inn í Oxford. Í háskóla hafði hann einnig lítið fyrir því að ná afburða árangri.

Ég verð að segja það að sögur Wilde eins og um Svöluna og prinsinn og risann og börnin í garðinum eru bæði óendanlega fagrar og klassískar.  Mig minnir að Stefán Jónsson hafi þýtt einhverjar þeirra yfir á íslensku og las ég þær sem barn.  

Það er einmitt mikilvægt á tímum eins og við lifum nú, að halda áfram að lesa og njóta bókmennta, góðrar tónlistar og að njóta þess sem gefur lífinu óendanlegt gildi.  Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband