Frá fjármálum og að kjarna tilverunnar

andromeda_gendler

Nú er kærkomið tækifæri fyrir marga þá sem hafa starfað eða eru starfandi í bönkum og fjármálastofnunum að líta inn á við og reyna að uppgötva kjarna tilverunnar.  Hver einasti maður er skapaður í Guðs mynd,  og hefur því tækifæri til þess að ganga á braut viskunnar í átt til meiri fullkomnunar og skilnings á því stundlega og eilífðinni.

Það er hins vegar staðreynd að enginn maður öðlast mikla visku á því að hugsa nær einvörðungu um peninga.  Hann fær hins vegar innsýn í græðgi og nirfilshátt mannkynsins og hætt er við því að sú hlið á mannkyninu sé ekki hin fegursta.  En mannkynið á sem betur fer til margar aðrar hliðar.  Hliðar er snúa að umhyggju, kærleika, ástundun, skilningi og von.  Það er með því að leggja áherslu á þessa jákvæðu og björtu þætti hverrar manneskju sem við náum í sameiningu auknum þroska sem samfélag.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að ákveðið tímabil er að líða undir lok, og að við getum ekki haldið áfram að hugsa eins og við höfum alltaf gert.  Þeir sem festast í fortíðinni munu daga upp sem steingervingar í jarðlögum fyrri alda. 

Það er því kominn tími fyrir okkur öll, að setjast niður og tala saman.  Hugsa fram á við og reyna að finna markmið og tilgang með lífinu.  Það er ekki tilgangur lífsins að telja peninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er viss um að það eru líka bjartir tímar framundan - ef að fólk missir sig ekki og passar sig að halda geðheilsunni. Ég upplifi sjálf aukna gleði í samskiptum við fólk sem einhvern veginn er að verða skemmtilegra en það var. Það voru einhvern veginn svo margir sjálfhverfari, og samskipti fólks voru kaldari. Það voru einhvern veginn ég um mig frá mér til mín tímar bara fyrir tveimur mánuðum og fólk var leiðinlegra.

Anna Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já við tökum ekki peninga með okkur í gröfina en hins vegar skiljum við eftir okkur minningar. Gott ef fólk missir ekki sjónar af því sem skiptir máli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.10.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband