Dagurinn þegar ég breyttist í andófsmann - íslensk mannréttindabrot

http://lts.brandeis.edu/webarchive/50th/images/sakharov.jpg

Ég breyttist í andófsmann í íslensku þjóðfélagi daginn sem mér var sagt upp starfi hjá ríkinu vegna baráttu minnar í umhverfismálum.  Ég hafði starfað sem sérfræðingur hjá ríkisstofnun og var orðin ansi háttsett undir menntamálaráðuneytinu.  Þá var mér fyrirvaralaust sagt að ráðningarsamningur við mig yrði ekki endurnýjaður.  Engar athugasemdir voru gerðar við starf mitt.   Opinbera skýringin var fjárskortur.  Nokkrum mánuðum síðar var ráðin ný manneskja í minn stað.

Raunverulega ástæðan fyrir uppsögn minni var að ég hafði lýst yfir andstöðu við hvalveiðar stjórnvalda, álversframkvæmdir og virkjanaframkvæmdir.  Ég hafði mótmælt stefnu stjórnvalda og ég var einnig nýbyrjuð að blogga.  Því segi ég að það er ekki skoðanafrelsi, málfrelsi eða ritfrelsi í íslensku þjóðfélagi og íslensk stjórnvöld brjóta hiklaust mannréttindi komist þau upp með það frá lagalegum sjónarhóli.

Eftir að ég gerðist andófsmaður hef ég passað mig á því að láta engan annan stjórna minni lífsafkomu eða mínu lífi.   Núna stjórna ég mínu lífi sjálf og það kemur engum öðrum við hvernig ég fer að því að bjarga mér.

En í dag treysti ég hvorki stjórnvöldum né stjórnsýslunni almennt.  Ég er andófsmaður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það er alltaf best að stjórna lífi sínu sjálfur. Ansi margir hafa lent í því sama og þú að vera sviptir lífsafkomunni fyrir engar sakir. Vinnuveitendur þurfa ekki að gefa upp ástæðu og fólk situr uppi með áfallið og blett á starfsheiðrinum sem erfitt að er að má af.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Sæl Ingibjörg Elsa !

Varstu ekki starfandi sem sérfræðingur hjá  Rannís ?  Hún er ófögur þessi lýsing  þín.  Rannís hefur nefnilega ekki gengið vel að halda í fólk eftir því sem mér skilst.  

Kveðja

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 12.4.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband