Föstudagurinn langi

Ég geng með þér
inn í krossfestinguna.
Finn naglana fara
gegnum fætur okkar beggja.

Þú heldur í hönd mína.
Það er enginn sársauki.
Aðeins nærvera þín.

Í veröld þinni
er ekkert sárt lengur.
Engin krossfesting,
aðeins fyrirgefning.

Engin illska,
aðeins friður.

Ég stend við krossinn
horfi á fuglana koma til þín.
Þeir safnast í hópa
og tilbiðja þig.

Mennirnir eru tregustu
dýr jarðarinnar.
Öll hin dýrin skilja
það sem menn vilja
hvorki vita né sjá.

Þú kemur sem
brennandi bylur
til jarðar
og snjóhlébarðar gæta þín.

Ég horfi á sólina hverfa
tunglið myrkvast
meðtek
þjáningu þína,
meðtek
kærleika þinn.

Í þögninni verður það fullkomnað.

IEB (2015)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband