Hvað verður um hafið ?

Kárahnjukar Ein af ósvöruðum spurningum vegna áhrifa Kárahnjúkavirkjunar er sú hvaða áhrif það hefur að silt og leir jökulsár á Brú berst ekki lengur til sjávar. Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur hefur lýst áhrifunum á eftirfarandi hátt: 1 Uppleyst næringarefni stíflaðra jökulfljóta skila sér verr til sjávar. Frumframleiðsla svifþörunga í sjó minnkar og dregur úr þrótti allrar fiskauðlindarinnar. 2 Vor- og haustflóð truflast, jafnvel hverfa; dægursveiflur hætta. Þetta þýðir að þegar næringarefni fallvatna gusast til sjávar á vorin stilla þau takt sjávarlífs, sjálfan lífsrythmann. Dægursveiflur jökulvatna viðhalda ástandinu. Í yfirborði strandsjávar myndast af þessum sökum ferskvatnshimna vegna minni eðlismassa og eðlisþyngdar ferskvatns en á mörkum þess og brimsalts sjávar myndast eins konar næringarteppi þar sem svifþörungar og svifdýr dafna best. Við næringarsturtuna margfaldast svifþörungar og á sama tíma klekjast svifdýr og þessum takti fylgja seiði margra nytjastofna. Sjávarlíf er þannig drifið áfram af þrótti svifþörunga og virkjanir jökulvatna skaða starfsemi þeirra. 3 Í svifaur jökulvatna eru uppleyst efni sem binda koltvísýring í hafinu og mynda kalk fyrir sjávarlíf. Í þessu samhengi má einnig spyrja þeirrar spurningar hvað myndi gerast ef bændur hættu að bera áburð á tún sín? Siltið og leirinn hefur verið sem áburður fyrir hafið og með sífelldum virkjunum t.d. í Þjórsá má búast við að áhrifin á hafsvæði umhverfis landið verði umtalsverð. Þetta er a.m.k. mál sem skoða hefði þurft betur áður en allar þessar virkjanaákvarðanir voru teknar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband