Staka

Tilveran er töfrum vafin
tíu englar sitja til borðs.
Ástin sanna af kærleik alin
eilíf viska hins lifandi orðs.

IEB (2016)


Óður til Eliots.

 

Því allt verður forgengileikanum að bráð.

Heitir kossar, brennandi ást.

Ástríður ungdómsins.

Vísdómur öldungsins.

Aldingarðar Palmýru eru rústir einar.

Sedrusviður Líbanons visnaður.

Hol bein drottningarinnar af Saba
syngja tómlega í vindinum.

Rottufætur hlaupa yfir brotið gler.

Mús nagar bein T.S. Eliots.

Við erum hinir innantómu.

Höfuð okkar full af stráum.

Auðnin eignast að lokum allt.

Metnaður er eitur sálarinnar.

Fyrir Dauðanum eru allir jafnir.

 

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2016)


Til barnanna minna

 

Er nóttin dvelur um draumfagran heim,
drengirnir mínir sofa.
Þá englar svífa um eilífs geim,
elskuna sönnu lofa.
Sál jarðar hvílir í hendi hans
sem himintunglum stjórnar.
Allt kveiknar líf og kemst til manns,
sem kærleik Drottins lofar.

 

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2016)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband