Óður til Eliots.

 

Því allt verður forgengileikanum að bráð.

Heitir kossar, brennandi ást.

Ástríður ungdómsins.

Vísdómur öldungsins.

Aldingarðar Palmýru eru rústir einar.

Sedrusviður Líbanons visnaður.

Hol bein drottningarinnar af Saba
syngja tómlega í vindinum.

Rottufætur hlaupa yfir brotið gler.

Mús nagar bein T.S. Eliots.

Við erum hinir innantómu.

Höfuð okkar full af stráum.

Auðnin eignast að lokum allt.

Metnaður er eitur sálarinnar.

Fyrir Dauðanum eru allir jafnir.

 

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2016)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband