Fer helmingur þjóðarinnar undir fátæktarmörk?

Víða þar sem Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hefur komið að málum í löndum eins og Chile, Bólivíu og Rússlandi, hefur afskiptum sjóðsins lokið með því að verðbólga hefur orðið minni, en á sama tíma hefur helmingur almennings í þessum löndum farið undir fátæktarmörk.

Í Rússlandi töldu bandarísku hagfræðingarnir það "dæmi um einkaframtak" þegar örvæntingarfullar fjölskyldur fóru út á götur til að selja húsgögn heimilanna. Þeir sáu ekki örvæntingarsvipinn á andliti hins venjulega manns.

Ég er því dálítið hrædd um að það sama kunni að gerast hér, þ.e.a.s. að það náist á endanum að hemja verðbólguna, en að þá standi ansi lítið eftir af persónulegum eignum fólks.

Annars hefur stundum verið sagt að byltingar eigi sér ekki stað fyrr en borgarastéttin neyðist til að selja borðstofuhúsgögnin. Í löndum eins og Bólivíu og Chile beittu stjórnvöld hins vegar hervaldi og pyntingum gegn almennum borgurum sem voru að mótmæla eignamissi. Fróðlegt verður að vita hvað gerist hér á landi, vegna þess að á Íslandi er jú enginn her nema ef vera skyldi Víkingasveitin.


mbl.is Hætti að greiða af lánum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er nú einmitt þess vegna sem þeir hafa verið að efla víkingasveitina - til að díla við ástandið þegar borgarastéttin þarf að fara að selja húsgögnin.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.11.2008 kl. 21:36

2 identicon

Já, ætli blómsturtíð einkaframtaksins fari ekki bara að renna upp. Draumur allra sjálfstæðismanna.

Arndís (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband