21.11.2008 | 08:28
Var íslenska útrásin fjármögnuð af Rússum?
Danska blaðamenn grunar að íslenska útrásin og stærstu íslensku fyrirtækin og bankarnir hafi í raun verið fjármögnuð með rússnesku fjármagni. Við höfum lengi vitað um tengsl Björgólfsfeðga við Rússland, en núna bendir ýmislegt til þess að þau tengsl séu mun víðtækari en haldið var í íslensku viðskiptalífi. Þannig séu fleiri íslensk fyrirtæki tengd fjármögnun frá Rússum.
Er þetta kannski málið? Var verið að nota Ísland sem peningaþvottastöð fyrir Rússa? Er Geir Haarde að reyna að fela tengslin við rússnesku mafíuna? Var Ísland notað sem skiptistöð til þess að koma rússnesku fjármagni til Evrópu eftir að ekki var hægt að koma fjármagni lengur í gegnum Möltu?
Til þess að komast að þessu þarf óháða erlenda rannsóknaraðila og ríkisstjórnin þarf einfaldlega að víkja.
Það er eitthvað mjög gruggugt á bak við þetta útrásarævintýri alltsaman og eins gott að sannleikurinn komist á endanum fram í dagsljósið.
Athugasemdir
athyglisvert, en hitt er ekki siður hvernig B-úlfarnir fengu sina milljarða. Ég hef búið lengi i fyrrum sovetlandi og það segir mer enginn að tveir islendingar hafi getað flutt gamla bruggverksmiðju til Petursborgar og byrjað að brugga bjór an þess að vera i slagtogi við mafiuna! Áfengis brugg, eiturlyf og vændi var aðal vettvangur mafiunnar (seinna bættist við fateignabrask) og bruggið snerist mikið um að kenna russum að drekka bjor i stað vodka og þa serðu hvaða risamarkaður er/var i veði. Eg get hvorki ne hef ahuga að að sanna þetta... eg bara veit það!
sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:49
http://oktober.blog.is/blog/oktober/entry/719323/
oktober, 21.11.2008 kl. 10:13
Athyglisvert þetta viðtal, sem Egill Helga var að linka á. Ef einhverntíma verður eitthvað rannsakað í þessum málum öllum - sem ég held reyndar að reynslan kenni að verður aldrei gert, ekki almennilega allavega - þá ætti að skoða þessar slóðir vandlega, sem danski blaðamaðurinn vísar á.
Boris (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:27
Ja, á þessum síðustu tímum er svo sem varla hægt að útiloka eitt né neitt.
Veit ekki samt, nú er ég náttúrulega bara áhugamaður og fylgist með úr fjarlægð en eg hef samt ekki séð neinar sterkar vísbendingar eða gögn um að svo hafi verið. Jú, nokkur tengsl grunsamleg eða vantar skynsamlegar skýringar á o.s.frv. En gætu samt átt sér aðrar skýringar en Rússa eða vafasamt peningaferli.
Erfitt að festa fingur á þessu. Mjög erfitt.
Samt er ekki hægt að neita því að á síðustu vikum hafa vissar grunsemdir í umtalaða átt styrkst í mínum huga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2008 kl. 12:03
Já og munuði ekki eftir talinu um að rússaláninu hefði verið afstýrt þegar í ljós kom að hluti lánsins ætti að fara í að borga rússnesku mafíunni, enda voru víst margir þeirra búnir að tapa miklu fé á íslensku fyrirtækjunum.
Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:26
Athyglisverð athugasemd.
Sólveig Hannesdóttir, 21.11.2008 kl. 18:17