Íslenska flísbyltingin!

197766930_089d6aa2b4Jörðin titrar undir járnhælum þúsunda manna - í loftinu hangir reykmökkur og sót - öskur í fjarska - grænbláir skriðdrekar á regnvotum götum Reykjavíkur...andspænis þeim stendur eitt barn.

Hún hangir í loftinu - íslenska byltingin!  Það eru mikil tíðindi í vændum. Þúsundir og þúsundir manna safnast saman og standa í þögn. Blómið er gróðursett fyrir framan skriðdreka ríkisstjórnarinnar. Eitt barn stendur andspænis heilum her. En barnið sigrar.

Ástandið minnir á það sem ríkti fyrir rússnesku byltinguna árið 1917:

 

 

 

Hlustum á skáldið Alexander Blok:

HINIR TÓLF

Sótsvört dögun

Snjóhvít jörð

Stormvindur! Stormvindur!

Fólk sem fýkur hingað og þangað.

Stormvindur geysar, stormvindur

um veröld víða...

Þannig hefst eitt mesta byltingarkvæði sem nokkru sinni hefur verið skrifað.

Og nú geysar stormvindurinn á Íslandi...við sem höfum verið undir járnhælnum krefjumst nú frelsis,

þess frelsis sem við erum fædd til.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Við munum að sjálfsögðu fara vel yfir allt þetta mál og draga af því lærdóm. En nú er brýnt að öll íslenska þjóðin þjappi sér saman og leggist á eitt með okkur stjórnvöldum og sýni umheiminum að við erum þjóð sem lætur ekki bugast þó móti blási um stund."

"Ó, þú skrínlagða heimska..............! 

Árni Gunnarsson, 19.11.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband