Vatnsaflið er tímaskekkja - við eigum að fara strax í vindmyllurnar

Hvammsvirkjun er tímaskekkja og algjörlega óþörf framkvæmd. Tími stórra vatnsaflsvirkjana er einfaldlega liðinn. Í staðinn eiga og munu koma vindmyllubúgarðar. Ég veit ekki betur en milljón skrilljón vindmyllubúgarða séu á teikniborðinu hér á Íslandi? Hvað  þurfum við eiginlega mikla orku? Endalausa orku? Eða er virkjanaiðnaðurinn ennþá svo gamaldags að hann ráði ekki við neitt annað en vatnsafslvirkjanir? Eru verkfræðingarnir okkar of latir til að læra nýja tækni?

Það land sem fer undir uppistöðulón Hvammsvirkjunar kemur aldrei aftur til baka. Það verður aldrei hægt að endurheimta það.

Ef okkur vantar svona mikið orku, eigum við frekar að fara strax í vindmyllurnar, eða slíta samningum við álverin og loka þeim því ál er algjörlega ónauðsynlegur málmur sem hefur gríðarlega umhverfiseyðileggingu í för með sér og hann á ekki að framleiða á Jörðinni yfirhöfuð. Samfélög manna þurfa ekki ál? Til hvers erum við að nota ál? Aðallega að framleiða kókdósir handa Bandaríkjamönnum sem kunna ekki að henda þeim í endurvinnslu. OG svo er líka mikið af áli notað til að framleiða vopn og drápstól í hernaði.

En ef þið viljið ekki loka álverum, þá spyr ég bara. Hvað gætum við sparað margar virkjanir með því að spara raforku? Íslendingar eru með kveikt á öllum ljósum í öllum herbergjum alla daga og ef það er of heitt í húsunum, þá opna þeir glugga í stað þess að lækka á ofnunum. Aldrei er talað um rafmagnssparnað á Íslandi og Landsvirkjun er akkúrat ekkert að gera til að fræða almenning um það hvernig hægt sé að spara rafmagn þannig að ekki þurfi að fara í Hvammsvirkjun?

Og grundvallarforsenda Hvammsvirkjunar stenst hreinlega ekki. Íslenskt samfélag vantar ekki þessa virkjun, því þessa orku er hægt að fá frá vindmyllum og það næstum strax. Það væri nær að hraða byggingu nokkurra vindmyllubúgarða úr því að við ætlum hvort eð er að byggja þá? Hvað vantar íslenskt samfélag eiginlega mikla orku? Hvað þurfum við mikinn iðnað til að lifa hér góðu lífi? Við erum ekki nema 370.000 manns? Þurfum við virkilega bæði endalausa ferðaþjónustu, 2,5 milljónir ferðamanna á ári og einnig allar þessar virkjanir og ætlum við virkilega að eyðileggja hér allt.

Ef það vantar orku fyrir rafmagnsbíla, lokið þá álverinu á Reyðarfirði og takið Kárahnjúkavirkjun í það. Það er búið að byggja hana. Og þegar olían klárast í heiminum, þá duga rafhlöðurnar í öllum rafmagnsbílunum hvort eð er bara í 15 ár áður en þær eyðileggjast og það eru ekki til nægir málmar í jarðskorpu Jarðar til að framleiða rafmagnsbíla fyrir alla í framtíðinni, þannig að þegar olían klárast þá verður hægt að keyra bíla í að hámarki 15 - 30 ár eftir það og síðan munu bílar detta alveg út. Til hvers þurfum við þá allar þessar virkjanir?

Íslendingar munu aldrei bjarga loftslagi jarðarinnar. Það er ekki okkar hlutverk. Við erum 370.000 manns og ef Kínverjar, Rússar, Bandaríkjamenn og Indverjar ákveða ekki að bjarga loftslaginu og hætta að keyra bíla eða nota olíu, þá mun það ekki skipta neinu fokking máli hvað við gerum hér á Íslandi.

Og rafmagnsbílar eiga ekki eftir að redda neinu. Það verður aldrei hægt að framleiða nóg af þeim. Ef olían klárast munu rafmagnsbílar endast í nokkra áratugi en ekki lengur. Metan og vetni væru betri valkostir. Metan fáum við úr gömlum sorphaugum eins og Álfsnesi og Vetni gætum við framleitt nóg með Kárahnjúkavirkjun.

Þannig að til hvers vantar okkur Hvamnmsvirkjun? Til þess að menn geti keyrt Teslur og þóst vera umhverfisvænir framtíðarsinnar þegar þeir eru bara asnar sem eru að láta hafa sig að fíflum.

Fíflin leynast nefnilega víða og láta segja sér hvað sem er. Það er ekkert í orkubúskap Íslands sem raunverulega kallar á Hvammsvirkjun.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, M.Sc. M.A.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband