Velíkaja Smúta - mesta niðurlæging Rússa fyrr og síðar

2316px-Russian_Imperial_Family_1913Ivan grimmi átti tvo syni Ivan og Fjodor. Ivan átti að taka við keisaradæmi Rússlands af föður sínum. En í einu af sínum algengu æðisköstum drap Ivan grimmi, Ivan son sinn. Það var því ljóst að Fjodor sem ekki gekk heill til skógar andlega, yrði arftaki krúnunnar. Þegar Ivan grimmi dó, varð Fjodor I keisari, en aðalsmenn stjórnuðu í nafni hans (einkum hinn frægi Boris Godunov sem óperan heitir í höfuð á) þannig að þegar Fjodor I dó árið 1598 án erfingja endaði veldi Rúrik keisaranna og prinsanna sem höfðu stjórnað Rús alveg frá upphafi vega.

Við tók tímabil algjörrar upplausnar í Rússlandi. Hungursneið 1601 - 1603 olli dauða 1/3 landsmanna. Á þessum tíma voru þrjú sterk lönd sem börðust um yfirráðin yfir Eystrasalti og enn var ekki ljóst hvert þeirra myndi hafa vinninginn og verða stórveldi. Þannig að Pólverjar og Svíar sem sóttust eftir því að verða stórveldi við Eystrasalt fóru að skipta sér af málefnum Rússlands og það endaði þannig að pólski herinn hertók Moskvuborg árið 1610. Aldrei hefur neinum öðrum her tekist þetta fyrr né síðar og má segja að þetta sé mesta niðurlæging sem Rússar telja sig nokkru sinni hafa upplifað.

Pólverjar gerðu hins vegar þau mistök að reyna að snúa Rússum til kaþólskrar trúar. Þá risu allir rússneskir aðalsmenn upp og það endaði með því að Mikael Romanov, sonur Patríarkans af Moskvu, var kosinn keisari Rússlands árið 1613 og þarmeð lauk þessu hræðilega stjórnleysistímabili rússneskrar sögu. Romanov ættin hélt síðan keisaravaldinu í sínum höndum allt til rússnesku byltingarinnar og síðasti Romanov keisarinn Nikulás II var myrtur ásamt fjölskyldu sinni í Jekaterínburg árið 1917.

Margir hafa gert tilraun til að ná Moskvuborg á sitt vald. Napóleon reyndi og Hitler líka, en báðir urðu frá að hverfa. Pólski herinn er því eini herinn sem nokkurn tímann hefur hersetið Moskvu.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, B.A. í Rússnesku og sagnfræði. M.A. í þýðingafræði

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband