16.1.2007 | 15:05
Hvað er á seyði ?
Undanfarin ár hefur eitthvað undarlegt verið að gerast með norðurskautsísinn. Hann er að þynnast, brotna upp og já hann virðist vera að bráðna. Þegar ísinn bráðnar og hverfur hættir hann að endurkasta sólarljósi aftur út í geim. Í staðinn fer sólarljósið niður í hafið og veldur hlýnun hafsins. Þannig hlýnar hafið um leið og norðurskautsísinn hverfur.
Ýmislegt jákvætt er við brotthvarf norðurskautsíssins en líka ýmislegt neikvætt. Ef hafið hlýnar mikið gæti það haft áhrif á lífríki og ef ísinn hverfur munu ísbirnir líklega hverfa með honum. En svona eru nú loftslagsbreytingarnar. Og ef einhver segir: Er ekki svo kalt núna, þá bendi ég á að með loftslagsbreytingum má búast við meiri öfgum í veðurfari einnig að vetri til.
Bráðnun hafíss hraðar hlýnun andrúmsloftsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.